Ótti við erlent fjármagn 5. apríl 2005 00:01 Morgunblaðið birtir í morgun fjarskalega málefnalegan leiðara um sölu símans. Þar eru nokkrir punktar sem vert er að staldra við. Áherslan virðist vera á að selja fyrirtækið til Íslendinga - hví þá? Hvers vegna þessi sífellda tortryggni gagnvart erlendu fjármagni - nema þegar á að bræða ál? Er ekki alltaf verið að tala um að auka erlenda fjárfestingu hér - fá nýtt blóð inn í viðskiptalífið? Er ástæðan fyrir þessu þröngsýni - eða er stjórnmálamönnunum kannski mikið í mun að fá að velja kaupendur sem þeim eru þóknanlegir? Styrmir telur að það yrði mikið slys ef einhver af íslensku viðskiptasamsteypunum myndi eignast símann - þannig myndi samþjöppun auðs og valda aukast enn. Hann bætir við að heppilegast væri að salan færi jafnvel ekki fram fyrr en væru komin lög sem "kæmu böndum" á viðskiptasamsteypurnar. Styrmir veit þó eins vel og aðrir að varla eru líkur á að slík lagasetning náist í gegn. Í leiðaranum segir að hafi verið farin fjallabaksleið að því markmiði að almenningur fái að eignast hlut í símanum. Máski er þetta gert til að hámarka verðið sem ríkið fær fyrir fyrirtækið? En um leið er hætta á að þetta komi út eins og verið sé að afhenda auðmönnum fyrirtækið - sem síðar geta sett það á markað og hagnast vel. Flestum er í fersku minni hvað gerðist eftir að Búnaðarbankinn var seldur. Hví öll þessi skilyrði? --- --- --- Mikið hefur verið spáð í væntanlega kaupendur. Vissulega er það allt í kjaftasögustíl - en það er ekki óeðlilegt þótt reynt sé að sirka út kaupendurna. Athyglin hefur beinst að hinum dularfulla Finni Ingólfssyni - sem auðvitað er þögull eins og gröfin - að hann sé að reyna að smala saman í hóp kaupenda með velþóknun Halldórs og líklega Davíðs líka. Í þeim flokki er væntanlega fóstbróðir Finns, Ólafur í Samskipum, og bræðurnir í Bakkavör, en Mogginn hefur skýrt frá því að þeir séu að reyna að fá Björgólf Thor í slagtog með sér. Það má ekki vera minnsti grunur um að hér sé á ferðinni einkavinavæðing - að selja eigi símann mönnum sem eru inn undir hjá stjórnarflokkunum. Hrossakaupin sem urðu þegar bankarnir voru seldir mega ekki endurtaka sig. Maður er enn með óbragð í munninum eftir þann gjörning. --- --- --- Meira úr hinu merka blaði Mogganum. Kaupmaðurinn Sigurður Lárusson skrifar grein í blaðið í dag þar sem hann kvartar undan fyrirkomulagi kortaviðskipta á Íslandi, segir að þurfi að brjóta upp "miðstýringuna og samráðið innan bankakerfisins og greiðslukortafyrirtækjanna". Engin þjóð í heiminum notar kort eins og Íslendingar, til að borga kaffibolla, drykki á börum, leigubíla. Samt er aldrei spurt um kostnaðinn af þessu. Um daginn barst mér bréf frá manni sem var að velta fyrir sér færslugjöldum á debetkortum, ég birti brot úr því hér, örlítið snyrt: "Af því ég fylgist nú mikið með fréttum í Danmörku, þá má nefna að þar var þar nýlega fjallað um það vikum saman að verið væri að taka upp 50 aura (ÍKK 6 kr.) færslugjald af debetkortum. Meiriháttar mál sem loks var til lykta leitt, (meiriháttar klúður hjá Anders Fogh að lofa því að þetta yrði fellt niður). Á Íslandi greiðum við að ég held 13 krónur fyrir hverja færslu og enginn segir neitt! Þetta sýnir vitund Dana um svona mál, því þar blöskrar fólki eins og hér gróði bankanna af öllum mögulegum þjónustugjöldum." --- --- --- Vefurinn grapevine.is er kærkomin viðbót við fjölmiðlaflóruna hér. Þar eru fréttir og greinar um íslensk málefni - skrifuð á alþjóðatungumálinu ensku. Kostur er líka að það er ekkert verið að fegra hlutina, þetta er alvöru fréttamennska - ekki landkynning í anda Iceland Review. Ég á aldraðan vin í Frakklandi, fyrrverandi sendiherra á Íslandi, sem ég veit að mun fagna þessu mjög. Hann hefur árum saman kvartað undan lélegu fréttabréfi sem gefið hefur verið út í samstarfi við utanríkisráðuneytið - fullu af óintressant upplýsingum þar sem hefur skort alla greiningu á íslensku samfélagi. Hana er að finna á grapevine.is - og þess vegna er líka ástæða fyrir Íslendinga að skoða þennan vef.. --- --- --- Ég ætla að skreppa út í nokkra daga í lok mánaðarins. Langar að fara eitthvert sem ég hef ekki komið áður. Vandinn er að ég kemst ekki burt um helgi, þarf að fara strax eftir þátt og koma í tæka tíð fyrir næsta þátt. Þetta takmarkar líka valið að því leyti að flugfargjöld eru miklu hærri í miðri viku en um helgar. Eftir ógurlega leit á vefnum í gær var ég helst á því að fljúga út með Iceland Express og fara svo áfram annað hvort til Póllands (kom þangað reyndar á tíma kommanna) eða til Slóveníu. Þekkir einhver til í því landi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Morgunblaðið birtir í morgun fjarskalega málefnalegan leiðara um sölu símans. Þar eru nokkrir punktar sem vert er að staldra við. Áherslan virðist vera á að selja fyrirtækið til Íslendinga - hví þá? Hvers vegna þessi sífellda tortryggni gagnvart erlendu fjármagni - nema þegar á að bræða ál? Er ekki alltaf verið að tala um að auka erlenda fjárfestingu hér - fá nýtt blóð inn í viðskiptalífið? Er ástæðan fyrir þessu þröngsýni - eða er stjórnmálamönnunum kannski mikið í mun að fá að velja kaupendur sem þeim eru þóknanlegir? Styrmir telur að það yrði mikið slys ef einhver af íslensku viðskiptasamsteypunum myndi eignast símann - þannig myndi samþjöppun auðs og valda aukast enn. Hann bætir við að heppilegast væri að salan færi jafnvel ekki fram fyrr en væru komin lög sem "kæmu böndum" á viðskiptasamsteypurnar. Styrmir veit þó eins vel og aðrir að varla eru líkur á að slík lagasetning náist í gegn. Í leiðaranum segir að hafi verið farin fjallabaksleið að því markmiði að almenningur fái að eignast hlut í símanum. Máski er þetta gert til að hámarka verðið sem ríkið fær fyrir fyrirtækið? En um leið er hætta á að þetta komi út eins og verið sé að afhenda auðmönnum fyrirtækið - sem síðar geta sett það á markað og hagnast vel. Flestum er í fersku minni hvað gerðist eftir að Búnaðarbankinn var seldur. Hví öll þessi skilyrði? --- --- --- Mikið hefur verið spáð í væntanlega kaupendur. Vissulega er það allt í kjaftasögustíl - en það er ekki óeðlilegt þótt reynt sé að sirka út kaupendurna. Athyglin hefur beinst að hinum dularfulla Finni Ingólfssyni - sem auðvitað er þögull eins og gröfin - að hann sé að reyna að smala saman í hóp kaupenda með velþóknun Halldórs og líklega Davíðs líka. Í þeim flokki er væntanlega fóstbróðir Finns, Ólafur í Samskipum, og bræðurnir í Bakkavör, en Mogginn hefur skýrt frá því að þeir séu að reyna að fá Björgólf Thor í slagtog með sér. Það má ekki vera minnsti grunur um að hér sé á ferðinni einkavinavæðing - að selja eigi símann mönnum sem eru inn undir hjá stjórnarflokkunum. Hrossakaupin sem urðu þegar bankarnir voru seldir mega ekki endurtaka sig. Maður er enn með óbragð í munninum eftir þann gjörning. --- --- --- Meira úr hinu merka blaði Mogganum. Kaupmaðurinn Sigurður Lárusson skrifar grein í blaðið í dag þar sem hann kvartar undan fyrirkomulagi kortaviðskipta á Íslandi, segir að þurfi að brjóta upp "miðstýringuna og samráðið innan bankakerfisins og greiðslukortafyrirtækjanna". Engin þjóð í heiminum notar kort eins og Íslendingar, til að borga kaffibolla, drykki á börum, leigubíla. Samt er aldrei spurt um kostnaðinn af þessu. Um daginn barst mér bréf frá manni sem var að velta fyrir sér færslugjöldum á debetkortum, ég birti brot úr því hér, örlítið snyrt: "Af því ég fylgist nú mikið með fréttum í Danmörku, þá má nefna að þar var þar nýlega fjallað um það vikum saman að verið væri að taka upp 50 aura (ÍKK 6 kr.) færslugjald af debetkortum. Meiriháttar mál sem loks var til lykta leitt, (meiriháttar klúður hjá Anders Fogh að lofa því að þetta yrði fellt niður). Á Íslandi greiðum við að ég held 13 krónur fyrir hverja færslu og enginn segir neitt! Þetta sýnir vitund Dana um svona mál, því þar blöskrar fólki eins og hér gróði bankanna af öllum mögulegum þjónustugjöldum." --- --- --- Vefurinn grapevine.is er kærkomin viðbót við fjölmiðlaflóruna hér. Þar eru fréttir og greinar um íslensk málefni - skrifuð á alþjóðatungumálinu ensku. Kostur er líka að það er ekkert verið að fegra hlutina, þetta er alvöru fréttamennska - ekki landkynning í anda Iceland Review. Ég á aldraðan vin í Frakklandi, fyrrverandi sendiherra á Íslandi, sem ég veit að mun fagna þessu mjög. Hann hefur árum saman kvartað undan lélegu fréttabréfi sem gefið hefur verið út í samstarfi við utanríkisráðuneytið - fullu af óintressant upplýsingum þar sem hefur skort alla greiningu á íslensku samfélagi. Hana er að finna á grapevine.is - og þess vegna er líka ástæða fyrir Íslendinga að skoða þennan vef.. --- --- --- Ég ætla að skreppa út í nokkra daga í lok mánaðarins. Langar að fara eitthvert sem ég hef ekki komið áður. Vandinn er að ég kemst ekki burt um helgi, þarf að fara strax eftir þátt og koma í tæka tíð fyrir næsta þátt. Þetta takmarkar líka valið að því leyti að flugfargjöld eru miklu hærri í miðri viku en um helgar. Eftir ógurlega leit á vefnum í gær var ég helst á því að fljúga út með Iceland Express og fara svo áfram annað hvort til Póllands (kom þangað reyndar á tíma kommanna) eða til Slóveníu. Þekkir einhver til í því landi?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun