Að Jóhannesi Páli páfa II gengnum 5. apríl 2005 00:01 Jóhannesar Páls páfa II verður minnst á spjöldum sögunnar sem eins merkasta manns samtíðarinnar. Hann var leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í 27 ár og er sá páfi sem hefur setið einna lengst á páfastóli. Hann var líka langyngsti páfi sem skipaður var á 20. öldinni. Hans hefur verið minnst víða um heim frá því að hann lést á laugardagskvöld og milljónir manna hafa safnast saman til að biðja fyrir honum fyrir og um helgina á meðan hann háði dauðastríð sitt í Vatíkaninu, en þar vildi hann yfirgefa þennan heim. Jóhannes Páll páfi II eða Karol Wojtyla eins og hann hét á pólsku var fæddur í smábæ skammt frá Kraká í Póllandi og var 84 ára gamall þegar hann lést. Kjör hans í embætti páfa á haustdögum 1978 kom mörgum utan Vatíkansins mjög á óvart því fram að því hafði hann ekki verið mjög mikið áberandi utan Páfagarðs, en innan hans hafði vegur hans verið stöðugt upp á við eftir að hann var skipaður erkibiskup af Kraká árið 1964 og síðan kardináli þremur árum síðar. Allt frá því að hann var kjörinn páfi fór vegur hans og virðing stöðugt vaxandi. Kjör hans markaði þáttaskil varðandi uppgjör við kommúnismann, og hann átti mikinn þátt í því beint og óbeint að frelsa austantjaldsþjóðirnar undan oki hans. Með kjöri hans í embætti páfa óx sjálfstraust og sjálfsvirðing þessara þjóða og fólkið sem bjó þar fékk það á tilfinninguna að það myndi einhverntíma öðlast frelsi til að lifa eðlilegu lífi. Sú sjálfstæðisvakning sem fór um Pólland á þessum tíma tengdist kjöri Jóhannesar Páls páfa II í embætti. En það var ekki aðeins að tilkoma hans á páfastóli hefði áhrif í austantjaldslöndunum og innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Með miklum ferðalögum sínum um allan heim, þar sem hann heimsótti kaþólska fyrst og fremst, hafði hann mikil áhrif með boðskap sínum, sem náði langt út fyrir raðir kaþólskra og annarra kristinna manna. Heimurinn hlustaði þegar Jóhannes Páll páfi annar hélt sínar merkustu ræður. Hann hélt að sjálfsögðu fram hinum kaþólsku gildum og var talinn fremur íhaldssamur, en jafnframt var hann mjög víðsýnn og hikaði ekki við að gagnrýna það sem honum fannst miður fara í heimsmálunum. Öll framkoma og framganga hans einkenndist af mikilli alúð og góðmennsku. Því fengum við Íslendingar að kynnast þegar hann fyrstur páfa lagði leið sína hingað til lands á svölum júnídögum árið 1989. Þessi ljúfi og lágvaxni maður heillaði alla með framkomu sinni og það geislaði af honum hvar sem hann fór. Þeir sem hittu hann í Íslandsheimsókninni bera honum ákaflega vel söguna. Það er ekki að ósekju að biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, sagði í gær að hann væri einhver merkasti páfi sem uppi hefur verið og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að með fráfalli páfa hefði heimsbyggðin misst mikinn andlegan leiðtoga. Ummæli þeirra eru einkennandi fyrir það sem sagt hefur verið um páfa látinn. Sæti Jóhannesar Páls páfa II í Vatíkaninu verður vandfyllt, og nýs páfa bíða annarskonar úrlausnarefni utan Páfagarðs en fyrsta Pólverjans sem settist á páfastól. Nú er það hlutverk kardinálanna að velja eftirmann og heimsbyggðin mun fylgjast spennt með reykmerkjum frá Páfagarði þegar líða tekur á apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Jóhannesar Páls páfa II verður minnst á spjöldum sögunnar sem eins merkasta manns samtíðarinnar. Hann var leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar í 27 ár og er sá páfi sem hefur setið einna lengst á páfastóli. Hann var líka langyngsti páfi sem skipaður var á 20. öldinni. Hans hefur verið minnst víða um heim frá því að hann lést á laugardagskvöld og milljónir manna hafa safnast saman til að biðja fyrir honum fyrir og um helgina á meðan hann háði dauðastríð sitt í Vatíkaninu, en þar vildi hann yfirgefa þennan heim. Jóhannes Páll páfi II eða Karol Wojtyla eins og hann hét á pólsku var fæddur í smábæ skammt frá Kraká í Póllandi og var 84 ára gamall þegar hann lést. Kjör hans í embætti páfa á haustdögum 1978 kom mörgum utan Vatíkansins mjög á óvart því fram að því hafði hann ekki verið mjög mikið áberandi utan Páfagarðs, en innan hans hafði vegur hans verið stöðugt upp á við eftir að hann var skipaður erkibiskup af Kraká árið 1964 og síðan kardináli þremur árum síðar. Allt frá því að hann var kjörinn páfi fór vegur hans og virðing stöðugt vaxandi. Kjör hans markaði þáttaskil varðandi uppgjör við kommúnismann, og hann átti mikinn þátt í því beint og óbeint að frelsa austantjaldsþjóðirnar undan oki hans. Með kjöri hans í embætti páfa óx sjálfstraust og sjálfsvirðing þessara þjóða og fólkið sem bjó þar fékk það á tilfinninguna að það myndi einhverntíma öðlast frelsi til að lifa eðlilegu lífi. Sú sjálfstæðisvakning sem fór um Pólland á þessum tíma tengdist kjöri Jóhannesar Páls páfa II í embætti. En það var ekki aðeins að tilkoma hans á páfastóli hefði áhrif í austantjaldslöndunum og innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Með miklum ferðalögum sínum um allan heim, þar sem hann heimsótti kaþólska fyrst og fremst, hafði hann mikil áhrif með boðskap sínum, sem náði langt út fyrir raðir kaþólskra og annarra kristinna manna. Heimurinn hlustaði þegar Jóhannes Páll páfi annar hélt sínar merkustu ræður. Hann hélt að sjálfsögðu fram hinum kaþólsku gildum og var talinn fremur íhaldssamur, en jafnframt var hann mjög víðsýnn og hikaði ekki við að gagnrýna það sem honum fannst miður fara í heimsmálunum. Öll framkoma og framganga hans einkenndist af mikilli alúð og góðmennsku. Því fengum við Íslendingar að kynnast þegar hann fyrstur páfa lagði leið sína hingað til lands á svölum júnídögum árið 1989. Þessi ljúfi og lágvaxni maður heillaði alla með framkomu sinni og það geislaði af honum hvar sem hann fór. Þeir sem hittu hann í Íslandsheimsókninni bera honum ákaflega vel söguna. Það er ekki að ósekju að biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, sagði í gær að hann væri einhver merkasti páfi sem uppi hefur verið og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði að með fráfalli páfa hefði heimsbyggðin misst mikinn andlegan leiðtoga. Ummæli þeirra eru einkennandi fyrir það sem sagt hefur verið um páfa látinn. Sæti Jóhannesar Páls páfa II í Vatíkaninu verður vandfyllt, og nýs páfa bíða annarskonar úrlausnarefni utan Páfagarðs en fyrsta Pólverjans sem settist á páfastól. Nú er það hlutverk kardinálanna að velja eftirmann og heimsbyggðin mun fylgjast spennt með reykmerkjum frá Páfagarði þegar líða tekur á apríl.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun