Viðskipti innlent

Forstöðumaður KB hyggst kæra

Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, hyggst kæra álagningu skatta hvað sig varðar en samkvæmt opinberum álagningarskrám er hann ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera. Gjaldkerarnir hafa að meðaltali 170 þúsund krónur á mánuði en forstöðumaðurinn rúmar 9,3 milljónir, ef trúa má álagningarskránum. Ingvar segir aftur á móti að þessar upplýsingar séu úti úr öllu korti og verði kærðar til lækkunar. Launamunur í bankakerfinu er engu að síður mikill. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, hefur 7,5 milljónir í laun á mánuði samkvæmt Frjálsri verslun og kollegi hans í Íslandsbanka, Bjarni Ármannsson, 5,3 milljónir. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, hefur rúmar fjórar milljónir á mánuði og Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri Spron, 3,9 milljónir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×