Framleiddi karamellur í kjallaranum 24. ágúst 2005 00:01 "Ég byrjaði árið 1968 að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá mér. Það var nú bara hugsað sem smá aukavinna til að drýgja tekjurnar, en vatt síðan upp á sig. Ég fór svo að framleiða Hraun og Æðibita, sem allir þekkja og lifa enn góðu lífi," segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu. Það er óhætt að segja að Góa hafi vart litið um öxl síðan Helgi byrjaði í karamellunum. Fyrirtækið flutti nýlega í sex þúsund fermetra húsnæði við Garðahraun, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, og ekkert lát virðist vera á velgengninni. "Í dag er sælgætið frá okkur inni á öllum heimilum, nema þeirra sem er illa við mig," segir Helgi hlæjandi. Helgi segir miklu muna að vera í eigin húsnæði. Í upphafi hafi Góa hrökklast úr einu leiguhúsnæðinu í annað: "Við keyptum svo loksins hús í Hafnarfirðinum og vorum þar í tuttugu ár þangað til við fluttum hingað í Garðahraunið. Það er algerlega nauðsynlegt að vera í eigin húsnæði." Góa keypti árið 1992 akureyrsku sælgætisverksmiðjuna Lindu og stuttu síðar lakkrísgerðina Drift: "Með samrunanum hófst nýtt ævintýri. Þegar við keyptum Lindu var þetta eiginlega spurning um tvö lítil fyrirtæki sem þurftu að komast á sama gólf. Með kaupunum á Drift varð gamla húsnæðið ekki nægilega stórt og því fluttum við hingað í Garðahraunið." Hjá Góu vinna í dag um fjörutíu manns. Helgi segist þó eiga erfitt með að henda reiður á fjöldanum enda telji hann allt með puttunum: "Ég er ekki með nægilega marga putta til að telja allt fólkið sem vinnur hérna. Því virðist þó alltaf fjölga er nær dregur mánaðamótum og útborgunardegi." Atvinnuleysið keppinautur Helgi er forstjóri af gamla skólanum, í vinnunni klæðist hann verkamannagalla í stað jakkafata, hins hefðbundna forstjóraklæðnaðar: "Ég gæti svo sem alveg farið út í búð og keypt mér tíu Bossjakkaföt. Ég myndi bara aldrei klæðast þeim, þau yrðu sennilega orðinn allt of lítil á mig þegar mér loksins dytti í hug að fara í þau." Það er greinilegt að Helga er mikið í mun að vera bara einn af hópnum: "Ég hef aldrei verið hrifinn af titlum og slíku prjáli. Þeir hafa aldrei og munu aldrei gefa manni neitt. Ég vil frekar vera kallaður Helgi í Góu en forstjóri eða eitthvað slíkt." Á Íslandi eru í dag sex þúsund manns án atvinnu. Helgi hefur sterkar skoðanir á því, eins og svo mörgu öðru: "Það fer hreinlega um mann að fletta dagblöðunum og sjá allar atvinnuauglýsingarnar, svo eru þúsundir manna atvinnulausar. Þetta stenst ekki skoðun" Hann segir að skuldinni megi að miklu leyti skella á verkalýðsfélögin, sem fái allt of mikla meðgjöf frá ríkinu: "Í síðustu kjarasamningum varð mest hækkun á atvinnuleysisbótunum. Það er svo komið að aðalkeppinautur okkar atvinnurekenda um starfsfólk er atvinnuleysið." Helgi heldur áfram: "Ég sé ekkert að því að öryrkjar og annað fólk sem á við vanda að stríða fái bætur en þegar fólk í blóma lífsins vill heldur stimpla sig inn einu sinni í mánuði, og fá fyrir það fín laun, finnst mér nóg komið. Ég er með eina 89 ára í vinnu hjá mér, líklega elsta starfsmann í heimi, og ekki kvartar hún. Hún skilar sínu og vel það, rífur meira að segja kjaft." Hefði keypt mér Kadilják Helgi vill ekki gefa upp nákvæmar tölur úr rekstri Góu, segist hreinlega ekki vera með þess konar hluti á hreinu. "Ég hef aldrei spáð í tölur, til þess eru endurskoðendur. Ætli veltan sé ekki einn til tveir milljarðar, ég er bara ekki með síðustu tölur á takteinum." Hann segir það þó vilja brenna við að menn forgangsraði vitlaust: "Það vill oft gleymast að það er það sem eftir stendur sem skiptir máli, hvað afgangurinn er góður eftir öll þessi ár." Framtíðin er björt að mati Helga. Hann segir gríðarlegar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu frá því hann ólst upp og flest til batnaðar: "Þegar ég var ungur fengu nokkrir útvaldir lán, nú getur ungt fólk fengið splunkunýjan bíl fyrir sextán þúsund krónur á mánuði. Hefði þetta verið hægt þegar ég var ungur hefði ég líklega unnið tíu tíma í næturvinnu og keypt mér Kadilják í stað þess að vera sífellt að púkka upp á einhverjar druslur." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
"Ég byrjaði árið 1968 að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá mér. Það var nú bara hugsað sem smá aukavinna til að drýgja tekjurnar, en vatt síðan upp á sig. Ég fór svo að framleiða Hraun og Æðibita, sem allir þekkja og lifa enn góðu lífi," segir Helgi Vilhjálmsson, eigandi sælgætisgerðarinnar Góu. Það er óhætt að segja að Góa hafi vart litið um öxl síðan Helgi byrjaði í karamellunum. Fyrirtækið flutti nýlega í sex þúsund fermetra húsnæði við Garðahraun, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, og ekkert lát virðist vera á velgengninni. "Í dag er sælgætið frá okkur inni á öllum heimilum, nema þeirra sem er illa við mig," segir Helgi hlæjandi. Helgi segir miklu muna að vera í eigin húsnæði. Í upphafi hafi Góa hrökklast úr einu leiguhúsnæðinu í annað: "Við keyptum svo loksins hús í Hafnarfirðinum og vorum þar í tuttugu ár þangað til við fluttum hingað í Garðahraunið. Það er algerlega nauðsynlegt að vera í eigin húsnæði." Góa keypti árið 1992 akureyrsku sælgætisverksmiðjuna Lindu og stuttu síðar lakkrísgerðina Drift: "Með samrunanum hófst nýtt ævintýri. Þegar við keyptum Lindu var þetta eiginlega spurning um tvö lítil fyrirtæki sem þurftu að komast á sama gólf. Með kaupunum á Drift varð gamla húsnæðið ekki nægilega stórt og því fluttum við hingað í Garðahraunið." Hjá Góu vinna í dag um fjörutíu manns. Helgi segist þó eiga erfitt með að henda reiður á fjöldanum enda telji hann allt með puttunum: "Ég er ekki með nægilega marga putta til að telja allt fólkið sem vinnur hérna. Því virðist þó alltaf fjölga er nær dregur mánaðamótum og útborgunardegi." Atvinnuleysið keppinautur Helgi er forstjóri af gamla skólanum, í vinnunni klæðist hann verkamannagalla í stað jakkafata, hins hefðbundna forstjóraklæðnaðar: "Ég gæti svo sem alveg farið út í búð og keypt mér tíu Bossjakkaföt. Ég myndi bara aldrei klæðast þeim, þau yrðu sennilega orðinn allt of lítil á mig þegar mér loksins dytti í hug að fara í þau." Það er greinilegt að Helga er mikið í mun að vera bara einn af hópnum: "Ég hef aldrei verið hrifinn af titlum og slíku prjáli. Þeir hafa aldrei og munu aldrei gefa manni neitt. Ég vil frekar vera kallaður Helgi í Góu en forstjóri eða eitthvað slíkt." Á Íslandi eru í dag sex þúsund manns án atvinnu. Helgi hefur sterkar skoðanir á því, eins og svo mörgu öðru: "Það fer hreinlega um mann að fletta dagblöðunum og sjá allar atvinnuauglýsingarnar, svo eru þúsundir manna atvinnulausar. Þetta stenst ekki skoðun" Hann segir að skuldinni megi að miklu leyti skella á verkalýðsfélögin, sem fái allt of mikla meðgjöf frá ríkinu: "Í síðustu kjarasamningum varð mest hækkun á atvinnuleysisbótunum. Það er svo komið að aðalkeppinautur okkar atvinnurekenda um starfsfólk er atvinnuleysið." Helgi heldur áfram: "Ég sé ekkert að því að öryrkjar og annað fólk sem á við vanda að stríða fái bætur en þegar fólk í blóma lífsins vill heldur stimpla sig inn einu sinni í mánuði, og fá fyrir það fín laun, finnst mér nóg komið. Ég er með eina 89 ára í vinnu hjá mér, líklega elsta starfsmann í heimi, og ekki kvartar hún. Hún skilar sínu og vel það, rífur meira að segja kjaft." Hefði keypt mér Kadilják Helgi vill ekki gefa upp nákvæmar tölur úr rekstri Góu, segist hreinlega ekki vera með þess konar hluti á hreinu. "Ég hef aldrei spáð í tölur, til þess eru endurskoðendur. Ætli veltan sé ekki einn til tveir milljarðar, ég er bara ekki með síðustu tölur á takteinum." Hann segir það þó vilja brenna við að menn forgangsraði vitlaust: "Það vill oft gleymast að það er það sem eftir stendur sem skiptir máli, hvað afgangurinn er góður eftir öll þessi ár." Framtíðin er björt að mati Helga. Hann segir gríðarlegar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu frá því hann ólst upp og flest til batnaðar: "Þegar ég var ungur fengu nokkrir útvaldir lán, nú getur ungt fólk fengið splunkunýjan bíl fyrir sextán þúsund krónur á mánuði. Hefði þetta verið hægt þegar ég var ungur hefði ég líklega unnið tíu tíma í næturvinnu og keypt mér Kadilják í stað þess að vera sífellt að púkka upp á einhverjar druslur."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira