Auknar heimildir til rannsóknar 15. febrúar 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira