Íslensk menningarbylting 2. desember 2005 00:01 Það voru athyglisverðar fréttir sem sagðar voru af kostnaði í háskólum landsins í morgunfréttum RÚV í gær. Samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir fjárlaganefnd á níu háskólum árin 2003 og 2004 er kostnaður á hvern nemanda lægstur í Háskólanum á Akureyri. Munar talsverðu á skólum og er Háskóli Íslands með þriðju ódýrustu nemendurna, en Háskólinn í Reykjavík er með þá næst ódýrustu. Þessar upplýsingar eru afar athyglisverðar í ljósi þess að fyrir aðeins nokkrum dögum var birt evrópsk samanburðarúttekt þar sem kom í ljós að Háskóli Íslands er nánast að gera kraftaverk fyrir þá fjármuni sem til hans er varið ef menn litast um í Evrópu eftir samanburði. Þrátt fyrir að skipa næstneðsta sætið í Evrópu hvað varðar fjárframlög heldur HÍ uppi hágæða rannsókna- og kennslustarfi að mati Samtaka evrópskra háskóla. Það verður því seint sagt að fjárþröng skólans stafi af bruðli og hægt sé að blása þar til sóknar án aukinna framlaga. En niðurstaða Ríkisendurskoðunar frá því í gær bendir líka til að Háskólinn á Akureyri sé í nokkuð sérstakri stöðu. Þar eru útskrifaðir ódýrustu háskólastúdentar í landinu á sama tíma og umræðan hefur snúist um mikil fjárhagsvandræði skólans. Raunar hefur skólinn staðið í sársaukafullum aðhaldsaðgerðum á síðustu vikum og velt við öllum steinum til að spara án þess að skerða eða spilla því rannsóknar- eða kennslustarfi sem þar fer fram. Ekki verður annað séð en að tekist hafi að halda sjó hvað þetta varðar þó eflaust muni til lengri tíma eitthvað hægja á þeirri framsæknu sókn og nýsköpun í kennslu og rannsóknum sem einkennt hefur skólann. Það er hins vegar þakkarvert að skólinn skuli þrátt fyrir þennan litla tilkostnað á hvern nemanda geta áfram haldið úti námsframboði sem augljóslega hefur höfðað til landsmanna og skapað þá ótrúlegu velgengnissögu sem birtist í vexti skólans. Raunar benda bæði niðurstöður Samtaka evrópskra háskóla um Háskóla Íslands og samanburðartölur Ríkisendurskoðunar til þess að háskólastigið á Íslandi þjáist ekki af offitu og óhagkvæmum rekstri. Ekki í það minnsta í samanburði við það sem þykir eðlilegt í alþjóðlegu samhengi. Þvert á móti. Skólarnir eru að sjálfsögðu ólíkir og eðlilegt að skóli eins og Háskóli Íslands sé dýrari á hvern nemanda en yngri skólar með takmarkaðra námsframboð. Mjög mikilvægt er þó að undirstrika að það er ekki og á ekki að vera keppikefli háskóla að útskrifa nemendur með sem minnstum tilkostnaði. Háskólamenntun er ekki vara sem hentar til fjöldaframleiðslu - rannsóknir og kennsla eru ekki McDonalds-hamborgarar. Spurningin sem spyrja þarf snýst því miklu frekar um hinn pólitíska vilja og skilning til að hækka menntunarstigið í samfélaginu almennt. Sú reformíska hugmyndafræði hefur verið afar lífseig hér á landi að vinnan göfgi og að bókvitið verði ekki í askana látið. Að sú vinna ein skapi verðmæti, sem búi til áþreifanlegar afurðir s.s. ál eða fisk, sem flutt séu út með skipum eða flugvélum. Okkar vandi er að slík verðmæti er nú hægt að búa til með margfalt ódýrari hætti annars staðar í heiminum þar sem vinnuaflið kostar brot af því sem við viljum og þurfum. Þessi staða kallar á íslenska menningarbyltingu - en öfugt við það sem gerðist í Kína eiga menn ekki að fara úr skólunum og út á akrana, heldur af ökrunum og inn í háskólana. Það eru einfaldlega að eiga sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar sem bregðast þarf við og sérstaklega er brýnt að hækka snautlega lágt hlutfall háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Í þeim efnum þurfa þúsund blóm að spretta. Þegar Íslendingar gengu inn í nútímann gerðu þeir það með hraði. Landsins synir og dætur streymdu úr sveitinni á mölina og kaldir, rakir og óþéttir braggarnir urðu þá híbýli fjölmargra hinna nýju þéttbýlinga. Afar mikilvægt er að íslenska háskólastigið verði ekki að braggahverfi, því vonin og framtíðin felst í því að vel takist til með íslensku menningarbyltinguna. Við getum þakkað fyrir að hafa átt háskóla sem standast glæsilega faglegar gæðakröfur þrátt fyrir að þurfa að útskrifa stúdenta með lágmarks tilkostnaði. Hingað til höfum við sloppið fyrir horn, en það er fífldirfska að ætla að byggja hnattvædda framtíð þjóðar á því að hlutirnir sleppi alltaf og áfram fyrir horn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Það voru athyglisverðar fréttir sem sagðar voru af kostnaði í háskólum landsins í morgunfréttum RÚV í gær. Samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir fjárlaganefnd á níu háskólum árin 2003 og 2004 er kostnaður á hvern nemanda lægstur í Háskólanum á Akureyri. Munar talsverðu á skólum og er Háskóli Íslands með þriðju ódýrustu nemendurna, en Háskólinn í Reykjavík er með þá næst ódýrustu. Þessar upplýsingar eru afar athyglisverðar í ljósi þess að fyrir aðeins nokkrum dögum var birt evrópsk samanburðarúttekt þar sem kom í ljós að Háskóli Íslands er nánast að gera kraftaverk fyrir þá fjármuni sem til hans er varið ef menn litast um í Evrópu eftir samanburði. Þrátt fyrir að skipa næstneðsta sætið í Evrópu hvað varðar fjárframlög heldur HÍ uppi hágæða rannsókna- og kennslustarfi að mati Samtaka evrópskra háskóla. Það verður því seint sagt að fjárþröng skólans stafi af bruðli og hægt sé að blása þar til sóknar án aukinna framlaga. En niðurstaða Ríkisendurskoðunar frá því í gær bendir líka til að Háskólinn á Akureyri sé í nokkuð sérstakri stöðu. Þar eru útskrifaðir ódýrustu háskólastúdentar í landinu á sama tíma og umræðan hefur snúist um mikil fjárhagsvandræði skólans. Raunar hefur skólinn staðið í sársaukafullum aðhaldsaðgerðum á síðustu vikum og velt við öllum steinum til að spara án þess að skerða eða spilla því rannsóknar- eða kennslustarfi sem þar fer fram. Ekki verður annað séð en að tekist hafi að halda sjó hvað þetta varðar þó eflaust muni til lengri tíma eitthvað hægja á þeirri framsæknu sókn og nýsköpun í kennslu og rannsóknum sem einkennt hefur skólann. Það er hins vegar þakkarvert að skólinn skuli þrátt fyrir þennan litla tilkostnað á hvern nemanda geta áfram haldið úti námsframboði sem augljóslega hefur höfðað til landsmanna og skapað þá ótrúlegu velgengnissögu sem birtist í vexti skólans. Raunar benda bæði niðurstöður Samtaka evrópskra háskóla um Háskóla Íslands og samanburðartölur Ríkisendurskoðunar til þess að háskólastigið á Íslandi þjáist ekki af offitu og óhagkvæmum rekstri. Ekki í það minnsta í samanburði við það sem þykir eðlilegt í alþjóðlegu samhengi. Þvert á móti. Skólarnir eru að sjálfsögðu ólíkir og eðlilegt að skóli eins og Háskóli Íslands sé dýrari á hvern nemanda en yngri skólar með takmarkaðra námsframboð. Mjög mikilvægt er þó að undirstrika að það er ekki og á ekki að vera keppikefli háskóla að útskrifa nemendur með sem minnstum tilkostnaði. Háskólamenntun er ekki vara sem hentar til fjöldaframleiðslu - rannsóknir og kennsla eru ekki McDonalds-hamborgarar. Spurningin sem spyrja þarf snýst því miklu frekar um hinn pólitíska vilja og skilning til að hækka menntunarstigið í samfélaginu almennt. Sú reformíska hugmyndafræði hefur verið afar lífseig hér á landi að vinnan göfgi og að bókvitið verði ekki í askana látið. Að sú vinna ein skapi verðmæti, sem búi til áþreifanlegar afurðir s.s. ál eða fisk, sem flutt séu út með skipum eða flugvélum. Okkar vandi er að slík verðmæti er nú hægt að búa til með margfalt ódýrari hætti annars staðar í heiminum þar sem vinnuaflið kostar brot af því sem við viljum og þurfum. Þessi staða kallar á íslenska menningarbyltingu - en öfugt við það sem gerðist í Kína eiga menn ekki að fara úr skólunum og út á akrana, heldur af ökrunum og inn í háskólana. Það eru einfaldlega að eiga sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar sem bregðast þarf við og sérstaklega er brýnt að hækka snautlega lágt hlutfall háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði. Í þeim efnum þurfa þúsund blóm að spretta. Þegar Íslendingar gengu inn í nútímann gerðu þeir það með hraði. Landsins synir og dætur streymdu úr sveitinni á mölina og kaldir, rakir og óþéttir braggarnir urðu þá híbýli fjölmargra hinna nýju þéttbýlinga. Afar mikilvægt er að íslenska háskólastigið verði ekki að braggahverfi, því vonin og framtíðin felst í því að vel takist til með íslensku menningarbyltinguna. Við getum þakkað fyrir að hafa átt háskóla sem standast glæsilega faglegar gæðakröfur þrátt fyrir að þurfa að útskrifa stúdenta með lágmarks tilkostnaði. Hingað til höfum við sloppið fyrir horn, en það er fífldirfska að ætla að byggja hnattvædda framtíð þjóðar á því að hlutirnir sleppi alltaf og áfram fyrir horn.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun