Sport

Unglingalandsliðinu gengur vel

Unglingalandsliðið í körfuknattleik pilta, 15 ára og yngri, hefur unnið báða leiki sína á Norðurlandamótinu. Íslendingar unnu Dani með 68 stigum gegn 66 í morgun en í gær unnu þeir Svía með fjögurra stiga mun. Hjörtur Hrafn Einarsson skoraði 25 stig í morgun og Þröstur Jóhannsson 16 en þeir skoruðu 20 stig hvor í gær. Síðar í dag mætir liðið Norðmönnum. Eldra piltaliðið er núna að spila við Dani en liðið hefur unnið báða sína leiki, við Svía og Norðmenn. Eldra stúlknaliðið vann í morgun Finna með 99 stigum gegn 95. Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 29 stig en Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 23. Þetta var þriðji sigur liðsins í jafnmörgun leikjum og Íslendingar mæta Svíum í úrslitaleik á sunnudag. Yngra stúlknaliðinu gengur ekki jafn vel en liðið hefur tapað báðum sínum leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×