Körfubolti

Fréttamynd

Faðir og sonur munu stýra syni og bróður

Alexander Jan Hrafnsson hefur samið við karlalið Breiðabliks í körfubolta til næstu tveggja ára. Þar mun hann heyra undir stjórn föður síns og bróður, Hrafns Kristjánssonar og Mikaels Mána Hrafnssonar.

Körfubolti
Fréttamynd

Margir feitir bitar með lausa samninga

Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gríðar­leg fagnaðar­læti í Boston eftir sigur Celtics

Strákarnir í Körfuboltakvöldi eru eins og áður hefur komið fram í Boston þar sem heimamenn í Celtics gátu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það gekk eftir og voru fagnaðarlætin gríðarleg í borginni. Má segja að þau hafi verið á mörkunum að fara yfir strikið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sverð­fiskur í Boston og Andri Már fer á leik næturinnar

Strákarnir í Körfuboltakvöldi ákváðu að gera sér glaðan dag og skella sér til Boston þar sem heimamenn í Celtics gætu tryggt sér sigur í NBA-deildinni í körfubolta. Það hefur gengið á ýmsu í ferð drengjanna en hér að ofan má sjá það helsta frá degi tvö.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíminn sem fór í að ræða perra inni í hreyfingunni með ó­líkindum

Brynjar Karl Sigurðsson frumkvöðull og körfuboltaþjálfari segir íslenska menningu þjakaða af andvaraleysi og að fólk sé upp til hópa of upptekið af dyggðaskreytingum. Brynjar segist í nýjasta þætti Podcasts með Sölva Tryggvasyni hafa upplifað ótrúlega atburði á síðustu árum innan körfuboltahreyfingarinnar. 

Lífið
Fréttamynd

Þor­leifur á­fram með Grinda­vík

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur í Subway-deild kvenna, verður áfram þjálfari liðsins en samningur hans rann út nú í vor. Grindvíkingar greina sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Að skora í gegnum keðju­net er bara gæsa­húðar móment“

Árlegt Streetball mót X977 verður haldið laugardaginn 15. júní á Klambratúni í Reykjavík, heimili götuboltans á Íslandi. Það er X977 og KKÍ sem halda mótið í samstarfi við Subway, Útilíf og Egils Orku og má búast við miklu fjöri og góðum tilþrifum enda stefnir í gott veður í höfuðborginni þennan daginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Who he play for?

Lögmál leiksins fékk lánaðan dagskráarliðinn Who he play for? eða fyrir hvern spilar hann? sem gengur út á að giska hvaða lið núverandi eða fyrrverandi leikmenn NBA deildarinnar spila fyrir.

Körfubolti