Viðskipti innlent

Esso hækkar olíu- og bensínverð

Olíufélagið Esso hefur hækkað verð á bensíni og díselolíu um eina krónu og fimmtíu aura og má rekja hækkunina til hækkunar á heimsmarkaðsverði og lækkunar á gengi krónunnar. Gengi krónunnar lækkaði um liðlega eitt prósent í gær sem er mikil lækkun á einum degi. Eftir lækkun undanfarinna vikna er gengi krónunnar að nálgast það sem var í janúar, áður en það tók að stíga verulega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×