Leikjavísir

SIMS 2 á leiðinni í allar vélar

Aðdáendur seríunnar hafa beðið um Sims 2 á leikjatölvurnar alveg síðan við gáfum hann út á PC í september í fyrra.  Það er því mikil ánægja að geta gefið hann út," segir Sinjin Bain, Framkvæmdarstjóri EA/Maxis.  "Sims 2 verður útum allt í haust og fá þeir sem spila í leikjatölvum og handtölvum tækifæri á að stýra Simsunum á nýjan hátt og fá tækifæri til að segja nýjar sögur." Leikja- og handtölvu útgáfan af Sims 2 er áætluð í haust.  Frekari upplýsingar má finna á www.thesims2.com. The Sims 2 er  í framleiðslu fyrir PlayStation2, Xbox, Nintendo GameCube, PSP, Nintendo DS, Nintendo Game Boy Advance og  farsíma.  The Sims 2  á PC varð haustið 2004 sá tölvuleikur sem selst hefur hvað hraðast í Bandaríkjunum, en leikurinn seldist í meira en 4.5 milljónum eintaka um allan heim.  
Karakterhönnun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.