Málskotsrétturinn 14. júní 2005 00:01 Á laugardaginn var sat ég ásamt nokkrum félögum mínum úr Þjóðarhreyfingunni ánægjulegt málþing á vegum stjórnarskrárnefndar, sem forsætisráðherra skipaði í vetur, og fékk það hlutverk að sjá um endurskoðun á stjórnarskránni - þó aðallega I. II. og V. kafla hennar, þ.e.a.s. kafla sem fjalla um forsetaembættið og skipan dómsvaldsins. Þó er ekkert í skipunarbréfi nefndarinnar, sem beinlínis bannar henni að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni, ef svo ber undir. Eins og kunnugt er, var það eftir hinar hatrömu deilur í fyrrasumar fyrst um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar og í framhaldi af því deilunni um málskotsrétt forseta í 26. grein stjórnarskrárinnar, sem ákveðið var að koma nefnd þessari á laggirnar. Því er ekki nema eðlilegt að menn tortryggi tilgang forystumanna ríkisstjórnarinnar með skipan nefndarinnar og telji dulda undirrót og markmið þessarar endurskoðunar vera þá að svipta forsetaembættið því valdi í framtíðinni að geta synjað lögum undirskriftar og knýja með því fram þjóðaratkvæði um tiltekið deilumál. Að 26. greininni óbreyttri munu handhafar valdsins í framtíðinni ekki komast upp með það öðru sinni að skjóta sér undan skýrum fyrirmælum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæði. Það vekur hins vegar vonir um að vinna nefndarinnar skili jákvæðum árangri, hún hefur ákveðið að starfa fyrir opnum tjöldum og kveðja sér til liðsinnis félagasamtök og áhugamannahópa, sem allir eru frjálsir að því að koma tillögum til breytinga á framfæri við nefndina. Um 20 mismunandi hópar tóku þátt í fyrrgreindu málþingi og er óhætt að segja, að taki nefndin tillit til þeirra tillagna, sem þeir lögðu fram, þá verður öll stjórnarskráin undir, en ekki bara þeir kaflar sem forsætisráðherra lagði áherslu á í skipunarbréfinu. Nefndinni er ætlað að skila áliti fyrir árslok 2006. Nái hún samkomulagi um breytingar, og fái þær breytingar samþykki Alþingis, verða þær til umræðu við alþingiskosningar vorið 2007, og öðlast gildi eftir að nýtt þing hefur samþykkt þær öðru sinni. Því er ekki við að búast að róttækustu tillögurnar finni náð fyrir augum nefndarinnar, en þær eru: Að framvegis verði kosið um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu og að kvatt verði til sérstaks stjórnlagaþings eða þjóðfundar sem fái það hlutverk að setja lýðveldinu Íslandi stjórnarskrá við hæfi þeirra tíma sem við lifum á. Fengju þessar tillögur hljómgrunn yrðu þetta einu breytingar sem gerðar yrðu á stjórnarskránni í þessari lotu og raunveruleg vinna við stjórnarskrársamningu gæti svo hafist á næsta kjörtímabili. Það er hins vegar ekki raunhæft að ætla annað en að þessi stjórnarskrárnefnd reyni nú að ná samkomulagi um breytingar sem svo fari í dóm þjóðarinnar með þeim hætti sem nú er mælt fyrir um í gildandi stjórnarskrá: Samþykki tveggja þinga með alþingiskosningum í milli, þannig að ekki yrði kosið sérstaklega um breytingarnar heldur blönduðust þær inn í hina almennu þjóðmálabaráttu. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvaða breytingar á stjórnarskránni núverandi stjórnarflokkar vilji að blandist inn í næstu kosningabaráttu flokkanna. Mun þeim þykja sigurstranglegt að ganga til kosninga sameiginlega undir því merki að svipta forsetaembættið þeim málskotsrétti til þjóðarinnar sem felst í núverandi 26. grein og bjóða í staðinn að efna megi til þjóðaratkvæðis að kröfu tiltekins fjölda þingmanna, eða með undirskriftum tiltekins fjölda kjósenda? Að áliti þeirra þingmanna sem að samningu þessa ákvæðis komu á þinginu 1944 var þetta ákvæði óhjákvæmilegt sem tákn þess að allt vald sé komið frá þjóðinni. Þjóðhöfðinginn undirskrifar lög í hennar nafni, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, kosinn með jöfnu vægi atkvæða allra þegna landsins sem eins kjördæmis. Synji hann lögum undirskriftar ganga þau lög til þjóðarinnar til samþykkis eða synjunar. Þetta ákvæði er jafnframt eini valdhemillinn á störf alþingis, eina hindrunin gegn því að hér ríki algert þingveldi (eða í reynd algert einveldi foringja þingmeirihlutans hverju sinni). Mér hefur sýnst þjóðin skynja þetta á undanförnum árum og áratugum. Og þjóðinni þykir vænt um embætti forsetans og hefur ávallt reynt að standa vörð um að vegur þess og virðing verði ekki skert. Ég held því, að ekki sé vænlegt fyrir núverandi stjórnarflokka að láta kjósa um afnám 26. greinarinnar í næstu kosningum, jafnvel þótt þeir bjóði aðrar leiðir til að knýja fram þjóðaratkvæði. Þær mega gjarnan koma til viðbótar málskotsrétti forsetans - en ekki í staðinn fyrir hann. Að svo mæltu óska ég nefndinni allra heilla í þýðingarmiklu starfi sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Á laugardaginn var sat ég ásamt nokkrum félögum mínum úr Þjóðarhreyfingunni ánægjulegt málþing á vegum stjórnarskrárnefndar, sem forsætisráðherra skipaði í vetur, og fékk það hlutverk að sjá um endurskoðun á stjórnarskránni - þó aðallega I. II. og V. kafla hennar, þ.e.a.s. kafla sem fjalla um forsetaembættið og skipan dómsvaldsins. Þó er ekkert í skipunarbréfi nefndarinnar, sem beinlínis bannar henni að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni, ef svo ber undir. Eins og kunnugt er, var það eftir hinar hatrömu deilur í fyrrasumar fyrst um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar og í framhaldi af því deilunni um málskotsrétt forseta í 26. grein stjórnarskrárinnar, sem ákveðið var að koma nefnd þessari á laggirnar. Því er ekki nema eðlilegt að menn tortryggi tilgang forystumanna ríkisstjórnarinnar með skipan nefndarinnar og telji dulda undirrót og markmið þessarar endurskoðunar vera þá að svipta forsetaembættið því valdi í framtíðinni að geta synjað lögum undirskriftar og knýja með því fram þjóðaratkvæði um tiltekið deilumál. Að 26. greininni óbreyttri munu handhafar valdsins í framtíðinni ekki komast upp með það öðru sinni að skjóta sér undan skýrum fyrirmælum stjórnarskrárinnar um þjóðaratkvæði. Það vekur hins vegar vonir um að vinna nefndarinnar skili jákvæðum árangri, hún hefur ákveðið að starfa fyrir opnum tjöldum og kveðja sér til liðsinnis félagasamtök og áhugamannahópa, sem allir eru frjálsir að því að koma tillögum til breytinga á framfæri við nefndina. Um 20 mismunandi hópar tóku þátt í fyrrgreindu málþingi og er óhætt að segja, að taki nefndin tillit til þeirra tillagna, sem þeir lögðu fram, þá verður öll stjórnarskráin undir, en ekki bara þeir kaflar sem forsætisráðherra lagði áherslu á í skipunarbréfinu. Nefndinni er ætlað að skila áliti fyrir árslok 2006. Nái hún samkomulagi um breytingar, og fái þær breytingar samþykki Alþingis, verða þær til umræðu við alþingiskosningar vorið 2007, og öðlast gildi eftir að nýtt þing hefur samþykkt þær öðru sinni. Því er ekki við að búast að róttækustu tillögurnar finni náð fyrir augum nefndarinnar, en þær eru: Að framvegis verði kosið um stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu og að kvatt verði til sérstaks stjórnlagaþings eða þjóðfundar sem fái það hlutverk að setja lýðveldinu Íslandi stjórnarskrá við hæfi þeirra tíma sem við lifum á. Fengju þessar tillögur hljómgrunn yrðu þetta einu breytingar sem gerðar yrðu á stjórnarskránni í þessari lotu og raunveruleg vinna við stjórnarskrársamningu gæti svo hafist á næsta kjörtímabili. Það er hins vegar ekki raunhæft að ætla annað en að þessi stjórnarskrárnefnd reyni nú að ná samkomulagi um breytingar sem svo fari í dóm þjóðarinnar með þeim hætti sem nú er mælt fyrir um í gildandi stjórnarskrá: Samþykki tveggja þinga með alþingiskosningum í milli, þannig að ekki yrði kosið sérstaklega um breytingarnar heldur blönduðust þær inn í hina almennu þjóðmálabaráttu. Þá hlýtur sú spurning að vakna, hvaða breytingar á stjórnarskránni núverandi stjórnarflokkar vilji að blandist inn í næstu kosningabaráttu flokkanna. Mun þeim þykja sigurstranglegt að ganga til kosninga sameiginlega undir því merki að svipta forsetaembættið þeim málskotsrétti til þjóðarinnar sem felst í núverandi 26. grein og bjóða í staðinn að efna megi til þjóðaratkvæðis að kröfu tiltekins fjölda þingmanna, eða með undirskriftum tiltekins fjölda kjósenda? Að áliti þeirra þingmanna sem að samningu þessa ákvæðis komu á þinginu 1944 var þetta ákvæði óhjákvæmilegt sem tákn þess að allt vald sé komið frá þjóðinni. Þjóðhöfðinginn undirskrifar lög í hennar nafni, sem eini þjóðkjörni embættismaðurinn, kosinn með jöfnu vægi atkvæða allra þegna landsins sem eins kjördæmis. Synji hann lögum undirskriftar ganga þau lög til þjóðarinnar til samþykkis eða synjunar. Þetta ákvæði er jafnframt eini valdhemillinn á störf alþingis, eina hindrunin gegn því að hér ríki algert þingveldi (eða í reynd algert einveldi foringja þingmeirihlutans hverju sinni). Mér hefur sýnst þjóðin skynja þetta á undanförnum árum og áratugum. Og þjóðinni þykir vænt um embætti forsetans og hefur ávallt reynt að standa vörð um að vegur þess og virðing verði ekki skert. Ég held því, að ekki sé vænlegt fyrir núverandi stjórnarflokka að láta kjósa um afnám 26. greinarinnar í næstu kosningum, jafnvel þótt þeir bjóði aðrar leiðir til að knýja fram þjóðaratkvæði. Þær mega gjarnan koma til viðbótar málskotsrétti forsetans - en ekki í staðinn fyrir hann. Að svo mæltu óska ég nefndinni allra heilla í þýðingarmiklu starfi sínu.