Sextán milljarðar á silfurfati 1. júní 2005 00:01 Eitt er næsta víst um stjórnmálamenn og flokka, sem hafa látið sig hafa það að afhenda fáum útvöldum verðmætar sameignarauðlindir á sérpússuðu silfurfati í stað þess að setja upp sanngjarnt verð, og það er þetta: þeim er þá varla heldur treystandi til að koma ríkisfyrirtækjum í verð. Úr því að þeir afhentu völdum útvegsmönnum fiskikvótann án endurgjalds (og harðneita enn sem fyrr að opna flokksbækurnar aftur í tímann), hví skyldu þeir þá ekki hafa sama háttinn á einkavæðingu ríkisfyrirtækja? Hví ekki? Tökum bankana. Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir einkavinum á undirverði. Annað stóð ekki til, enda hefði eðlileg einkavæðing viðskiptabankanna verið eitur í beinum beggja stjórnarflokkanna og öndverð innsta eðli þeirra ekki síður en t.a.m. rétt verð fyrir aðgang að fiskimiðunum. Þjóðin fékk smjörþefinn af því, sem koma skyldi, þegar SR mjöl hf. var selt undir sannvirði 1993 eins og ekkert væri sjálfsagðara, þótt miklu hærra verð væri í boði annars staðar að, utan einkavinahópsins. Það er hollt í þessu viðfangi að rifja upp nokkrar vendingar á ferli viðskiptabankanna úr ríkiseigu í einkaeign síðan 1999. Í upphafi var fulltrúum Skandinaviska Enskilda Banken boðið hingað heim frá Svíþjóð til viðræðna um hugsanleg kaup á hlut í Landsbankanum, en þær fóru út um þúfur, og Svíarnir voru sendir heim, enda hefðu þeir aldrei tekið það í mál að hafa framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins áfram í bankaráðinu og fleira í þeim dúr. Þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn skyndilega með Björgólf Guðmundsson, dyggan flokksmann frá fyrri tíð, og hann virtist til í allt, og bankinn var þá seldur honum á undirverði og syni hans við þriðja mann, og ítök flokksins í bankanum voru þá tryggð. Undirverðið mátti m.a. ráða af því, að Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru settir á markað báðir í einu til að þrýsta verðinu niður, enda hækkaði verðið á bréfum í báðum bönkum eftir söluna. Fyrirheitin um dreifða eignaraðild ruku út í veður og vind. Nú var röðin komin að Framsóknarflokknum og Búnaðarbankanum. Það kemur fram í reikningum KB banka og Eglu hf., sem er samheiti á fáeinum framsóknarfyrirtækjum, að Egla þessi hagnaðist um tæpa sextán milljarða króna á því einu að hafa óþarfa milligöngu um einkavæðingu Búnaðarbankans, eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur o.fl. hafa bent á. Það hefði því verið hægt að selja bankann á mun hærra verði en gert var með því að afþakka milligöngu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi varaformanns Framsóknarflokksins, og félaga hans. Til að dreifa athygli almennings frá því, sem þarna gerðist, var þýzkum banka, Hauck & Aufhäuser, blandað inn í málið, eins og nú stæði til að laða erlenda menn að íslenzkum bankarekstri, en það stóð aldrei til: þýzki bankinn tók lán í Landsbankanum til að fjármagna sinn hlut í Búnaðarbankanum, eins og fram kemur í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns hér í blaðinu. Þýzka bankanum var bersýnilega ekki ætlað annað hlutverk en það að láta málið líta betur út. Í þeim löndum, þar sem fyrirtæki hafa verið færð úr ríkiseigu í einkaeign undanfarin ár, hafa víða verið sett sérstök lög til að tryggja, að einkavæðingin nái tilgangi sínum og rétt verð fáist fyrir eignirnar, og einnig til að girða fyrir mistök eða bæta fyrir þau í tæka tíð. Í slíkri löggjöf eru því gjarnan endurskoðunarákvæði til taks, komi t.d. á daginn, að almannahagur hafi verið borinn fyrir borð. Hér hafa engin slík ákvæði verið leidd í lög. Einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og banka er að sönnu nauðsynleg í landi, þar sem ríkisvaldið hefur um langt árabil haft alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og haldið aftur af heilbrigðum markaðsbúskap með illum afleiðingum. En ríkisstjórnin hefur haldið illa á einkavæðingunni, enda var varla við öðru að búast, úr því að hún heyktist á að koma fiskikvótanum í verð handa réttum eigendum. Fyrir fáeinum misserum sakaði þáverandi forsætisráðherra formann framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að hafa boðið sér 300 mkr. í mútur. Þessi ásökun dugði þó ekki til þess, að framkvæmdanefndin og störf hennar væru tekin til skoðunar. Var þetta kannski bara business as usual? Ætli Egla dugi? Eftir hverju skyldi hún vera að bíða þessi þjóð? - sem lætur þvílíkt og annað eins yfir sig ganga von úr viti án þess að rísa upp eða rumska. Meira næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Salan á Búnaðarbankanum Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Eitt er næsta víst um stjórnmálamenn og flokka, sem hafa látið sig hafa það að afhenda fáum útvöldum verðmætar sameignarauðlindir á sérpússuðu silfurfati í stað þess að setja upp sanngjarnt verð, og það er þetta: þeim er þá varla heldur treystandi til að koma ríkisfyrirtækjum í verð. Úr því að þeir afhentu völdum útvegsmönnum fiskikvótann án endurgjalds (og harðneita enn sem fyrr að opna flokksbækurnar aftur í tímann), hví skyldu þeir þá ekki hafa sama háttinn á einkavæðingu ríkisfyrirtækja? Hví ekki? Tökum bankana. Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru seldir einkavinum á undirverði. Annað stóð ekki til, enda hefði eðlileg einkavæðing viðskiptabankanna verið eitur í beinum beggja stjórnarflokkanna og öndverð innsta eðli þeirra ekki síður en t.a.m. rétt verð fyrir aðgang að fiskimiðunum. Þjóðin fékk smjörþefinn af því, sem koma skyldi, þegar SR mjöl hf. var selt undir sannvirði 1993 eins og ekkert væri sjálfsagðara, þótt miklu hærra verð væri í boði annars staðar að, utan einkavinahópsins. Það er hollt í þessu viðfangi að rifja upp nokkrar vendingar á ferli viðskiptabankanna úr ríkiseigu í einkaeign síðan 1999. Í upphafi var fulltrúum Skandinaviska Enskilda Banken boðið hingað heim frá Svíþjóð til viðræðna um hugsanleg kaup á hlut í Landsbankanum, en þær fóru út um þúfur, og Svíarnir voru sendir heim, enda hefðu þeir aldrei tekið það í mál að hafa framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins áfram í bankaráðinu og fleira í þeim dúr. Þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn skyndilega með Björgólf Guðmundsson, dyggan flokksmann frá fyrri tíð, og hann virtist til í allt, og bankinn var þá seldur honum á undirverði og syni hans við þriðja mann, og ítök flokksins í bankanum voru þá tryggð. Undirverðið mátti m.a. ráða af því, að Landsbankinn og Búnaðarbankinn voru settir á markað báðir í einu til að þrýsta verðinu niður, enda hækkaði verðið á bréfum í báðum bönkum eftir söluna. Fyrirheitin um dreifða eignaraðild ruku út í veður og vind. Nú var röðin komin að Framsóknarflokknum og Búnaðarbankanum. Það kemur fram í reikningum KB banka og Eglu hf., sem er samheiti á fáeinum framsóknarfyrirtækjum, að Egla þessi hagnaðist um tæpa sextán milljarða króna á því einu að hafa óþarfa milligöngu um einkavæðingu Búnaðarbankans, eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur o.fl. hafa bent á. Það hefði því verið hægt að selja bankann á mun hærra verði en gert var með því að afþakka milligöngu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi varaformanns Framsóknarflokksins, og félaga hans. Til að dreifa athygli almennings frá því, sem þarna gerðist, var þýzkum banka, Hauck & Aufhäuser, blandað inn í málið, eins og nú stæði til að laða erlenda menn að íslenzkum bankarekstri, en það stóð aldrei til: þýzki bankinn tók lán í Landsbankanum til að fjármagna sinn hlut í Búnaðarbankanum, eins og fram kemur í greinaflokki Sigríðar Daggar Auðunsdóttur blaðamanns hér í blaðinu. Þýzka bankanum var bersýnilega ekki ætlað annað hlutverk en það að láta málið líta betur út. Í þeim löndum, þar sem fyrirtæki hafa verið færð úr ríkiseigu í einkaeign undanfarin ár, hafa víða verið sett sérstök lög til að tryggja, að einkavæðingin nái tilgangi sínum og rétt verð fáist fyrir eignirnar, og einnig til að girða fyrir mistök eða bæta fyrir þau í tæka tíð. Í slíkri löggjöf eru því gjarnan endurskoðunarákvæði til taks, komi t.d. á daginn, að almannahagur hafi verið borinn fyrir borð. Hér hafa engin slík ákvæði verið leidd í lög. Einkavæðing ýmissa ríkisfyrirtækja og banka er að sönnu nauðsynleg í landi, þar sem ríkisvaldið hefur um langt árabil haft alla þræði atvinnulífsins í hendi sér og haldið aftur af heilbrigðum markaðsbúskap með illum afleiðingum. En ríkisstjórnin hefur haldið illa á einkavæðingunni, enda var varla við öðru að búast, úr því að hún heyktist á að koma fiskikvótanum í verð handa réttum eigendum. Fyrir fáeinum misserum sakaði þáverandi forsætisráðherra formann framkvæmdanefndar um einkavæðingu um að hafa boðið sér 300 mkr. í mútur. Þessi ásökun dugði þó ekki til þess, að framkvæmdanefndin og störf hennar væru tekin til skoðunar. Var þetta kannski bara business as usual? Ætli Egla dugi? Eftir hverju skyldi hún vera að bíða þessi þjóð? - sem lætur þvílíkt og annað eins yfir sig ganga von úr viti án þess að rísa upp eða rumska. Meira næst.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun