Húsin í bænum 18. október 2005 00:01 Á næstu mánuðum og árum mun yfirbragð miðbæjar Reykjavíkur taka töluverðum breytingum þegar gömul hús verða rifin og önnur ný rísa í þeirra stað. Þetta er fagnaðarefni því fyrirhugaðar framkvæmdir sýna að dauði miðborgarinnar sem verslunar- og athafnasvæðis er stórlega ýktur. Nýtt verslunar-, bílastæða- og íbúðahús rís hratt upp úr jörðinni þessa dagana við Laugaveginn milli Barónsstígs og Snorrabrautar þar sem stórt bílastæði við Stjörnubíó hjó áður gap í götumyndina. Þegar Stjörnubíó var rifið fékk gamall hjallur sem stóð við vestari enda bílastæðisins líka að fjúka. Gegnt þessum áður sorglega reit er bygging sem hýsir tískuverslanir 17 veldisins og er eitt stásslegasta verslunarhús sem hefur verið reist við Laugaveginn. Sú bygging vísaði á sínum tíma veginn um hvert skyldi halda í framkvæmdum við þessa sögufrægu verslunargötu. Þótt seint sé eru menn nú loksins að þiggja þann leiðarvísi frá Bolla Kristinssyni, sem byggði 17 húsið og er af annarri kynslóð athafnamanna í miðbænum. Næsta stóra framkvæmd við Laugaveginn verður milli Vatnsstígs og Frakkastígs þar sem stórhuga byggingaverktakar hafa undanfarin misseri tryggt sér mikinn fjölda húsa sem þeir ætla að jafna við jörðu. Í staðinn hafa þeir boðað byggingu þar sem verður verslunarmiðstöð í líkingu við Kringluna og Smáralind, nema mun minni umfangs að sjálfsögðu. Við Íslendingar þekkjum vel til slíkra verslunarmiðstöðva í nágrannalöndum okkar. Í miðbæ Kaupmannahafnar er til dæmis Illums og Svíar hafa NK í hjarta sinnar höfuðborgar. Ekki hafa enn verið sýndar teikningar af fyrirhugum byggingum við Frakkastíg svo ekki er ljóst hversu stór verslunarmiðstöðin verður, en framtíðarsýnin er vissulega spennandi því miðborgina hefur lengi vantað slíkt hús. Þessar framkvæmdir munu leysa að einhverju leyti þann gamla vanda, að verslun við Laugaveg hefur ekki búið við vinnuaðstöðu sem uppfyllir nútímakröfur um verslunarhúsnæði og aðbúnað starfsfólks. Að því sögðu er ekkki síður mikilvægt að sýnd verði sérstök nærgætni og vandvirkni þegar kemur að því að fórna eldri byggingum. Það tekur tíma að skapa nýjum húsum sál og helst styrkur miðborgarinnar sem verslunarsvæðis er einmitt sagan og hefðin sem verður ekki til öðruvísi en á mörgum árum. En framkvæmdirnar sem slíkar þarf þó ekki að óttast. Það þarf hins vegar að stíga varlega til jarðar og sjá til þess með öllum ráðum að það nýja verði örugglega betra en það gamla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á næstu mánuðum og árum mun yfirbragð miðbæjar Reykjavíkur taka töluverðum breytingum þegar gömul hús verða rifin og önnur ný rísa í þeirra stað. Þetta er fagnaðarefni því fyrirhugaðar framkvæmdir sýna að dauði miðborgarinnar sem verslunar- og athafnasvæðis er stórlega ýktur. Nýtt verslunar-, bílastæða- og íbúðahús rís hratt upp úr jörðinni þessa dagana við Laugaveginn milli Barónsstígs og Snorrabrautar þar sem stórt bílastæði við Stjörnubíó hjó áður gap í götumyndina. Þegar Stjörnubíó var rifið fékk gamall hjallur sem stóð við vestari enda bílastæðisins líka að fjúka. Gegnt þessum áður sorglega reit er bygging sem hýsir tískuverslanir 17 veldisins og er eitt stásslegasta verslunarhús sem hefur verið reist við Laugaveginn. Sú bygging vísaði á sínum tíma veginn um hvert skyldi halda í framkvæmdum við þessa sögufrægu verslunargötu. Þótt seint sé eru menn nú loksins að þiggja þann leiðarvísi frá Bolla Kristinssyni, sem byggði 17 húsið og er af annarri kynslóð athafnamanna í miðbænum. Næsta stóra framkvæmd við Laugaveginn verður milli Vatnsstígs og Frakkastígs þar sem stórhuga byggingaverktakar hafa undanfarin misseri tryggt sér mikinn fjölda húsa sem þeir ætla að jafna við jörðu. Í staðinn hafa þeir boðað byggingu þar sem verður verslunarmiðstöð í líkingu við Kringluna og Smáralind, nema mun minni umfangs að sjálfsögðu. Við Íslendingar þekkjum vel til slíkra verslunarmiðstöðva í nágrannalöndum okkar. Í miðbæ Kaupmannahafnar er til dæmis Illums og Svíar hafa NK í hjarta sinnar höfuðborgar. Ekki hafa enn verið sýndar teikningar af fyrirhugum byggingum við Frakkastíg svo ekki er ljóst hversu stór verslunarmiðstöðin verður, en framtíðarsýnin er vissulega spennandi því miðborgina hefur lengi vantað slíkt hús. Þessar framkvæmdir munu leysa að einhverju leyti þann gamla vanda, að verslun við Laugaveg hefur ekki búið við vinnuaðstöðu sem uppfyllir nútímakröfur um verslunarhúsnæði og aðbúnað starfsfólks. Að því sögðu er ekkki síður mikilvægt að sýnd verði sérstök nærgætni og vandvirkni þegar kemur að því að fórna eldri byggingum. Það tekur tíma að skapa nýjum húsum sál og helst styrkur miðborgarinnar sem verslunarsvæðis er einmitt sagan og hefðin sem verður ekki til öðruvísi en á mörgum árum. En framkvæmdirnar sem slíkar þarf þó ekki að óttast. Það þarf hins vegar að stíga varlega til jarðar og sjá til þess með öllum ráðum að það nýja verði örugglega betra en það gamla.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun