Sean Connery sem 007 28. apríl 2005 00:01 Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube. Leikurinn mun byggja á þessari klassísku Bond mynd, en söguþráður hans mun reyndar taka nýjar stefnur miðað við myndina. Leikmenn munu hitta fyrir nýjar persónur og munu nýjar Bond dömur mæta á svæðið. Sir Sean Connery, sem er að taka þátt í sínum fyrsta tölvuleik, talar einnig fyrir Bond í leiknum. ”Fyrir leikara er þetta ný og spennandi leið til að fá útrás fyrir sköpunargleðina”, segir Connery sjálfur, ”Leikir eru gríðarlega vinsælt afþreyingarefni og ég er mjög ánægður með að fá tækifæri á að taka þátt.” From Russia With Love er gefinn út með leyfi MGM Interactive og er gerður af Redwood Shores studio í Kaliforníu. Myndin var frumsýnd 1963 og fékk Connery góðar viðtökur fyrir leik sinn í myndinni.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira