Í skólanum er skemmtilegt að vera 23. ágúst 2005 00:01 Þá er skólastarf hafið á nýjan leik. Sumarleyfum er lokið og fram undan er nám og starf í skólunum fram á vor. Fyrstu skóladögunum fylgir gleði, eftirvænting, spenna, tilhlökkun og jafnvel kvíði. Fram undan er mikilvægt verkefni, að fræðast og þroskast í leik og í starfi. Nám er ein af grunnþörfum mannsins. Við höfum sífellda þörf fyrir að læra eitthvað nýtt, takast á við ný verkefni og víkka sjóndeildarhring okkar. Það er hins vegar misjafnt hvernig til tekst. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að allir læri að lesa og skrifa en svo er ekki alls staðar í heiminum. Börn sem ekki fá tækifæri til að læra og mennta sig þrá fátt jafn mikið enda vita þau sem er að þekking er forsenda árangurs. Þekking er víðtækt hugtak. Það er okkur öllum nauðsynlegt að kunna að næra okkur og hirða og takast á við ólíkar aðstæður. Kannski er það síðastnefnda enn mikilvægara á Íslandi en víða annars staðar. Við búum við óblíð náttúruöfl. Yfir okkur vofir ógn eldgosa, jarðskjálfta og flóða auk snjóflóða og erfiðs veðurfars. Ef við eigum að geta búið í þessu landi óttalaus verðum við að kunna að takast á við þær aðstæður sem búast má við. Þess vegna er kannski til dæmis mikilvægara að íslensk börn læri jarðfræði en jafnaldrar þeirra víða annars staðar í heiminum. Hekla gýs nokkuð reglulega og Katla er vöktuð eins og kona sem komin er með hríðir. Land skelfur jafnt og þétt og talað er um að búast megi við öðrum Suðurlandsskjálfta, eldgosum á Reykjanesi og svo mætti áfram telja. Það er löngu þekkt staðreynd að vanþekking elur á ótta. Við óttumst frekar það sem við þekkjum ekki né skiljum en síður það sem við þekkjum vel. Ef við höfum lært um eðli eldfjalla, hvernig þau haga sér, hvenær búast má við eldgosum, hvað gerist í eldgosum og hvað þarf að varast erum við reiðubúin þegar þar að kemur. Þá vitum við að ekkert er að óttast, við höfum tök á aðstæðum og kunnum að bregðast við. Við þurfum að kenna börnunum okkar að skilja og þekkja landið og náttúru þess, lifa með ógnum hennar og nýta gæði hennar. Vonandi hafa foreldrar haft tækifæri til að vera á faraldsfæti með börnum sínum um landið í sumar, kenna þeim að þekkja blóm og fugla og þessa dagana er sjálfsagt að drífa sig í berjamó. Allt er þetta hluti af því að þekkja umhverfi sitt. Við þurfum að kunna að klæða okkur miðað við aðstæður, hafa skjólgóðan fatnað og góða skó og föt til skiptanna því á Íslandi getur rigningin komið algjörlega að óvörum og rennbleytt okkur á svipstundu. Við þurfum að kunna að ganga í hrauni og móum, vaða læki og ár og ganga brattar brekkur, jafnt upp sem niður. Þetta kann ekki sá sem ekki fær tækifæri til að spreyta sig. Sá sem aldrei hefur fengið að sulla í á kann ekki að vaða hana. Sá sem alltaf gengur á malbiki er í stökum vandræðum þegar út af því er komið. Við þurfum að þjálfa börn okkar í því að takast á við ólíkar aðstæður, í byggð og í óbyggðum, á malbiki og öræfum. Við þurfum að kenna þeim að rata um landið, þekkja það og skilja eðli náttúrunnar umhverfis okkur. Aðeins þannig geta þau notið þess að búa í þessu stórkostlega landi sem býður fjölbreyttari náttúru en flest nágrannalönd okkar og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þetta er samstarfsverkefni heimila og skóla eins og reyndar svo margt sem lýtur að uppeldi barna. Vonandi fá flest skólabörn tækifæri til útivistar í skólanum sínum en það er þó enn brýnna að þau fái tækifæri til slíks með fjölskyldum sínum. Það er svo óendanlega skemmtilegt að fara í rannsóknarleiðangra úti í náttúrunni, skoða blómin, rannsaka hella, sulla í ám og lækjum, tína ber og brölta í brekkum. Það er síðan hlutverk skólanna að kenna börnunum að þekkja eðli náttúrunnar, skilja jarðfræði, eðli jökla og fljóta og við hverju má búast í umhverfi okkar - að svo miklu leyti sem það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þá er skólastarf hafið á nýjan leik. Sumarleyfum er lokið og fram undan er nám og starf í skólunum fram á vor. Fyrstu skóladögunum fylgir gleði, eftirvænting, spenna, tilhlökkun og jafnvel kvíði. Fram undan er mikilvægt verkefni, að fræðast og þroskast í leik og í starfi. Nám er ein af grunnþörfum mannsins. Við höfum sífellda þörf fyrir að læra eitthvað nýtt, takast á við ný verkefni og víkka sjóndeildarhring okkar. Það er hins vegar misjafnt hvernig til tekst. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að allir læri að lesa og skrifa en svo er ekki alls staðar í heiminum. Börn sem ekki fá tækifæri til að læra og mennta sig þrá fátt jafn mikið enda vita þau sem er að þekking er forsenda árangurs. Þekking er víðtækt hugtak. Það er okkur öllum nauðsynlegt að kunna að næra okkur og hirða og takast á við ólíkar aðstæður. Kannski er það síðastnefnda enn mikilvægara á Íslandi en víða annars staðar. Við búum við óblíð náttúruöfl. Yfir okkur vofir ógn eldgosa, jarðskjálfta og flóða auk snjóflóða og erfiðs veðurfars. Ef við eigum að geta búið í þessu landi óttalaus verðum við að kunna að takast á við þær aðstæður sem búast má við. Þess vegna er kannski til dæmis mikilvægara að íslensk börn læri jarðfræði en jafnaldrar þeirra víða annars staðar í heiminum. Hekla gýs nokkuð reglulega og Katla er vöktuð eins og kona sem komin er með hríðir. Land skelfur jafnt og þétt og talað er um að búast megi við öðrum Suðurlandsskjálfta, eldgosum á Reykjanesi og svo mætti áfram telja. Það er löngu þekkt staðreynd að vanþekking elur á ótta. Við óttumst frekar það sem við þekkjum ekki né skiljum en síður það sem við þekkjum vel. Ef við höfum lært um eðli eldfjalla, hvernig þau haga sér, hvenær búast má við eldgosum, hvað gerist í eldgosum og hvað þarf að varast erum við reiðubúin þegar þar að kemur. Þá vitum við að ekkert er að óttast, við höfum tök á aðstæðum og kunnum að bregðast við. Við þurfum að kenna börnunum okkar að skilja og þekkja landið og náttúru þess, lifa með ógnum hennar og nýta gæði hennar. Vonandi hafa foreldrar haft tækifæri til að vera á faraldsfæti með börnum sínum um landið í sumar, kenna þeim að þekkja blóm og fugla og þessa dagana er sjálfsagt að drífa sig í berjamó. Allt er þetta hluti af því að þekkja umhverfi sitt. Við þurfum að kunna að klæða okkur miðað við aðstæður, hafa skjólgóðan fatnað og góða skó og föt til skiptanna því á Íslandi getur rigningin komið algjörlega að óvörum og rennbleytt okkur á svipstundu. Við þurfum að kunna að ganga í hrauni og móum, vaða læki og ár og ganga brattar brekkur, jafnt upp sem niður. Þetta kann ekki sá sem ekki fær tækifæri til að spreyta sig. Sá sem aldrei hefur fengið að sulla í á kann ekki að vaða hana. Sá sem alltaf gengur á malbiki er í stökum vandræðum þegar út af því er komið. Við þurfum að þjálfa börn okkar í því að takast á við ólíkar aðstæður, í byggð og í óbyggðum, á malbiki og öræfum. Við þurfum að kenna þeim að rata um landið, þekkja það og skilja eðli náttúrunnar umhverfis okkur. Aðeins þannig geta þau notið þess að búa í þessu stórkostlega landi sem býður fjölbreyttari náttúru en flest nágrannalönd okkar og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þetta er samstarfsverkefni heimila og skóla eins og reyndar svo margt sem lýtur að uppeldi barna. Vonandi fá flest skólabörn tækifæri til útivistar í skólanum sínum en það er þó enn brýnna að þau fái tækifæri til slíks með fjölskyldum sínum. Það er svo óendanlega skemmtilegt að fara í rannsóknarleiðangra úti í náttúrunni, skoða blómin, rannsaka hella, sulla í ám og lækjum, tína ber og brölta í brekkum. Það er síðan hlutverk skólanna að kenna börnunum að þekkja eðli náttúrunnar, skilja jarðfræði, eðli jökla og fljóta og við hverju má búast í umhverfi okkar - að svo miklu leyti sem það er hægt.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun