Sannfærandi sigur Haukastelpna 12. apríl 2005 00:01 Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220. Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Haukar sigruðu Val á sannfærandi hátt í fjórðungsúrslitum DHL deildar kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 33-19 eftir að Haukar hefðu leitt 15-6 í hálfleik. Haukar geta þar með tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í öðrum leiknum í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Haukastúlkur byrjuðu leikinn af krafti líkt og búast mátti við fyrir fram. Með sterkum varnarleik náðu þær strax yfirhöndinni gegn nær ráðlausum Valsstúlkum sem máttu þó þola óhagstæða dómgæslu í fyrri hálfleik að mati undirritaðs. Valsstúlkur sáu samt aldrei til sólar gegn Haukastúlkum sem náðu fljótlega yfirburðar stöðu og með 9 marka forustu í hálfleik má segja að leikurinn hafi verið búinn. Valsstúlkur komu samt ákveðnar til leiks í síðari hálfleik og sýndu afbragðs leik í upphafi hans. þær náðu að minnka muninn niður í 5 mörk, 20-15, en þar við sat. Hanna G. Stefánsdóttir gerði sér þá lítið fyrir og skoraði 5 mörk í röð fyrir Hauka og gerði vonir Vals að engu. Hjá Haukum var Hanna G. Stefánsdóttir atkvæðamest með 11 mörk og Ramune Pekarskyte skoraði 7 mörk. Ágústa Edda Björnsdóttir setti 7 mörk fyrir Val, þar af 5 úr vítaköstum. “Við spiluðum mjög góða vörn lengstum og kláruðum leikinn á því. Sóknarleikurinn hjá okkur hikstaði aðeins á köflum en þá þurftum við að treysta á að vörn og markvarsla væri í lagi sem og hún var í 40 mínútur fannst mér og þetta dugði í dag,” sagði Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka að leik loknum. “Við erum búnir að spila þrisvar við Valsliðið í vetur og þær hafa spilað mjög svipað; þær eiga leikkafla sem þær geta spilað mjög vel en það eru of margir tæknikaflar hjá þeim sem ganga ekki upp, en þetta eru mjög frískar stelpur og geta spilað góðan handbolta. Við tökum einn leik fyrir í einu og förum inní Valsheimili á fimmtudaginn til að vinna og við sjáum hvað setur.” Tölfræðin úr leiknum:Haukar – Valur 33-19 (15-6)Gangur leiksins: 1-0, 2-1, 6-2, 12-4, (15-6), 15-7, 17-10, 20-14, 26-14, 29-15, 29-19, 33-19. Mörk Hauka (Skot): Hanna G. Stefánsdóttir 11/3 (15/5), Ramune Pekarskyte 7 (11), Inga Fríða Tryggvadóttir 4 (6), Harpa Melsteð 4 (7), Erna Þráinsdóttir 2 (4), Ragnhildur Guðmundsdóttir 2/1 (6/1), Anna Halldórsdóttir 1 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 1 (1), Martha Hermannsdóttir 1 (1), Ingibjörg Karlsdóttir 0 (1). Varin skot: Helga Torfadóttir 11/1 (23/3, 48% ), Kristina Matuzeviciute 4 (11/4, 36%) Fiskuð víti: Anna 2, Inga, Harpa, Ingibjörg Karlsdóttir. Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Hanna 7, Harpa 2, Anna, Ramune, Inga, Martha). Brottvísnir: 4 mínútur. Mörk Vals (Skot): Ágústa Edda Björnsdóttir 7/5 (17/7), Arna Grímsdóttir 3 (5), Katrín Andrésdóttir 3 (6), Hafrún Kristjánsdóttir 2 (3), Lilja Valdimarsdóttir 2 (4), Díana Guðjónsdóttir 1 (3), Soffía Rut Gísladóttir 1 (4), Anna María Guðmundsdóttir 0 (1), Varin skot: Berglind Hansdóttir 17/1 (40/6, 34%) Fiskuð víti: Hafrún 2, Arna 2, Katrín 2, Ágústa. Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Lilja Valdimarsdóttir 2, Anna Grímsd., Hafrún, Ágústa) Brottvísnir: 16 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Slæmir. Áhorfendur: 220.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira