Scarface: The World Is Yours 22. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira