Sport

Lokadeginum aflýst og Wales sigraði

Dodd og Dredge halda hér á verðlaunum sínum á heimsbikarmótinu í golfi
Dodd og Dredge halda hér á verðlaunum sínum á heimsbikarmótinu í golfi NordicPhotos/GettyImages

Kylfingarnir Stephen Dodd og Bradley Dredge frá Wales höfðu sigur á heimsbikarmótinu í golfi sem var blásið af í dag vegna veðurs. Þetta var í annað skipti sem Wales vinnur sigur á mótinu, en síðast gerðist það fyrir um 20 árum síðan. Englendingarnir Luke Donald og David Howell urðu í öðru sæti á mótinu.

"Þetta var besta rigning sem ég hef séð á ævi minni," sagði sagði Dodd eftir að keppnin var blásin af. "Við hefðum auðvitað viljað klára fljórða daginn, en við tökum þessum sigri fegins hendi," sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×