Lífið

Þökulagt allt árið

"Fólk getur þökulagt hvenær sem er nema kannski í miklu frosti því þá frjósa búntin saman," segir Jónas Freyr Harðarson, garðyrkjufræðingur og segir þó suma þökusölumenn eiga jafnan ófrosnar þökur inni í skemmu. "Undirlagið þarf vissulega að vera tilbúið," segir hann, en hvaða undirlag skyldi vera algengast að nota? "Skeljasandur er vinsæll eða fjörusandur af einhverju tagi en algengast er að notuð sé mold undir þökurnar." Jónas Freyr segir nánast jafn algengt að fólk þökuleggi og sái í grasflötina en grasrótin sé fljótari til þegar þökur séu notaðar. "Svo er til fólk með sérþarfir. Sumir vilja einhverjar ákveðnar tegundir af grasi og þær fær það með sáningu," segir hann og nefnir til dæmis golfvallarblöndu sem gefur fíngerðara gras en gengur og gerist. Golfvallarþökur eru til líka og Jónas segir dæmi þess að fólk útbúi púttvöll á lóðinni enda sé golfáhuginn alltaf að aukast.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×