Lífið

Einföld og stílhrein gluggatjöld

Val á gardínum í híbýlin getur á stundum valdið hausverk. Auðvitað eru til ótal leiðir í gardínuvali og þar skiptir miklu máli hvernig gluggar eru á húsinu, stórir, litlir, langir eða franskir. Alltaf færist í aukana að stílhreinar gardínur verði fyrir valinu og svokallaðar screen-gardínur eða sólargluggatjöld eru mjög vinsæl. Gömlu góðu hansagardínurnar standa alltaf fyrir sínu, þær eru til í nokkrum útfærslum, mjóar eða breiðar og úr plasti, áli eða tré. Herbergin í húsinu kalla líka á mismunandi áherslur, í svefnherberginu þarf að vera myrkur, í stofunni mjúk birta, í eldhúsinu viljum við sjá út og í sólstofunni þarf að vera hlýtt en ekki steikjandi hiti. Í Álnabæ eru gardínur saumaðar eftir óskum neytenda og starfsmenn eru fúsir að gefa góð ráð við gardínuuppsetninguna og hvaða gardínur henta hvar. Verð er miðað við málin 150 cm X 150 cm. Fæst allt í Álnabæ.
Mjó hansagluggatjöld kr. 8.620. Til í öllum litum og tveim stærðum, virka alltaf vel.Mynd/GVA
Myrkvunargluggatjöld kr. 7.123. Alltaf nauðsyn fyrir myrkvunartjöld.Mynd/GVA
Tréhansagluggatjöld kr. 23.645. Lúxusviður, mjög huggulegt.Mynd/GVA
Gullfilma kr. 7.830. Algeng á vinnustöðum, endurkastar hitanum.Mynd/GVA





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.