Tak 2: The Staff of Dreams 23. september 2005 00:01 Tak 2 er leikur sem, eins og flestir heilvita menn ættu að sjá, framhald af Tak 1. Við höldum áfram að fylgjast með smávöxnu söguhetjunni okkar þegar hann þarf enn á ný að koma öðrum til björgunar. Sagan byrjar þegar hann Tak er búinn að vera fastur í svefni í 13 daga, og engin leið er til að vekja hann. Á meðan vinir hans standa ráðalausir frammi fyrir þessu vandamáli þá hittir Tak áhugaverðan anda í draumaveröldinni sem biður hann um að koma draumaheiminum til hjálpar, því að martraðaherrann hefur rænt prinsessunni, og ætlar að ná völdum yfir öllu landinu. Grafíkin í byrjun leiksins er í ágætum gæðum, þótt að það sé vel hægt að gera betur. Heimurinn er allur "oddhvassur" ef svo má að orði komast. Brúnir á andlitsföllum, verkfærum, húsum og gróðri eru allar mjög hvassar, og oft virðast útlimir persónanna losna í sundur frá búknum og fljúga í lausu lofti í kringum líkamann. Þegar vatn fossast niður virðist það bara brotna upp í fullt af litlum kubbum sem gufa síðan upp og hverfa. Ekki mjög vönduð handsmíði þar á ferð. Þegar þú spilar leikinn finnur þú strax að Tak virðist hreyfa sig svolítið stíflega um. Hann er ekki beint stífur sjálfur, en heimurinn bregst voðalega seint við hreyfingum Taks. Svo hleypur hann alltaf eins og jörðin sé gerð úr ís, því hann fer ekki jafn langar vegalengdir og skreflengdin bendir til. Fyrir utan það allt saman hefur leikurinn ansi mjúklegar hreyfingar, þótt að þær séu ekki fjölbreyttar sem í boði eru. Tak getur hlaupið, hoppað, lamið frá sér og snúið sér, og svo býður leikurinn upp á eina eða tvær "combo" hreyfingar til að hjálpa þér að ganga frá óvinum þínum. Leikurinn snýst, eins og flestir platform leikir, um það að hoppa og skoppa sér leið frá stað A til B. Á leiðinni mun maður mæta nokkrum andstæðingum sem hafa þann tilgang einan að koma í veg fyrir að þú komist á stað B. Svo kastar leikurinn öðru hvoru fram nokkrum endaköllum til að gera leikinn aðeins erfiðari, en það er einmitt það versta við leikinn. Hann byrjar gífurlega auðveldlega, en svo verður hann mjög fljótt ansi erfiður. Svo þegar þú ert kominn í gegnum þennan erfiða kafla mætir þér staður sem býður upp á enga áskorun. Leiknum tekst nefnilega aldrei að finna þennan gullna meðalveg sem felst í því að bjóða upp á hæfilegar þrautir, sem reyna á spilarann, án þess að valda því að hann bætist í hóp vistmanna á Kleppi. Í staðinn hoppar sífellt á milli tveggja öfga. Hann er sífellt allt of léttur eða gífurlega harður. Þegar þetta vandamál leggst ofan á þau illa hönnuðu borð sem leikurinn státar af, er niðurstaðan ekki góð. Spilunin verður á köflum hreint óbærilega pirrandi, og þótt að framleiðendum leikjarins hafi náð að koma nokkrum góðum köflum inn í hann, þá er þetta ekki leikur sem margir munu nenna að spila til enda. Í upphafsglugganum er hægt að velja það kost að fara og keppa í nokkrum mini leikjum. Þarna er möguleiki fyrir fleiri en einn spilara að leika sér. Það eru ekki margir leikir sem eru í boði en þarna er hægt að fara á snjóbretti, sandbretti, keppa í fönixslag og slátra múmíum. Þetta er fín skemmtun, en ef þig langar að dúlla þér á snjóbretti þá ættirðu frekar að finna þér leik á borð við SSX. Talsetningin í leiknum er í góðum gæðum og er sennilega bjartasta ljósið í leiknum. Leikararnir ná mjög vel að lífga upp á aðstæðurnar með fimmaurahúmor sem er svo lélegur að hann getur ekki verið neitt annað en fyndinn. Niðurstaða: Tak 2: The Staff of Dreams er ósköp venjulegur platform leikur sem býður upp á ágætis skemmtun í stuttan tíma, en eftir smá stund byrja gallar á borð við lélega hönnun að gnæfa yfir öllu þar til leikurinn missir allt skemmtanagildi. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Avalanche Software Útgefandi Leiks: THQ Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tak 2 er leikur sem, eins og flestir heilvita menn ættu að sjá, framhald af Tak 1. Við höldum áfram að fylgjast með smávöxnu söguhetjunni okkar þegar hann þarf enn á ný að koma öðrum til björgunar. Sagan byrjar þegar hann Tak er búinn að vera fastur í svefni í 13 daga, og engin leið er til að vekja hann. Á meðan vinir hans standa ráðalausir frammi fyrir þessu vandamáli þá hittir Tak áhugaverðan anda í draumaveröldinni sem biður hann um að koma draumaheiminum til hjálpar, því að martraðaherrann hefur rænt prinsessunni, og ætlar að ná völdum yfir öllu landinu. Grafíkin í byrjun leiksins er í ágætum gæðum, þótt að það sé vel hægt að gera betur. Heimurinn er allur "oddhvassur" ef svo má að orði komast. Brúnir á andlitsföllum, verkfærum, húsum og gróðri eru allar mjög hvassar, og oft virðast útlimir persónanna losna í sundur frá búknum og fljúga í lausu lofti í kringum líkamann. Þegar vatn fossast niður virðist það bara brotna upp í fullt af litlum kubbum sem gufa síðan upp og hverfa. Ekki mjög vönduð handsmíði þar á ferð. Þegar þú spilar leikinn finnur þú strax að Tak virðist hreyfa sig svolítið stíflega um. Hann er ekki beint stífur sjálfur, en heimurinn bregst voðalega seint við hreyfingum Taks. Svo hleypur hann alltaf eins og jörðin sé gerð úr ís, því hann fer ekki jafn langar vegalengdir og skreflengdin bendir til. Fyrir utan það allt saman hefur leikurinn ansi mjúklegar hreyfingar, þótt að þær séu ekki fjölbreyttar sem í boði eru. Tak getur hlaupið, hoppað, lamið frá sér og snúið sér, og svo býður leikurinn upp á eina eða tvær "combo" hreyfingar til að hjálpa þér að ganga frá óvinum þínum. Leikurinn snýst, eins og flestir platform leikir, um það að hoppa og skoppa sér leið frá stað A til B. Á leiðinni mun maður mæta nokkrum andstæðingum sem hafa þann tilgang einan að koma í veg fyrir að þú komist á stað B. Svo kastar leikurinn öðru hvoru fram nokkrum endaköllum til að gera leikinn aðeins erfiðari, en það er einmitt það versta við leikinn. Hann byrjar gífurlega auðveldlega, en svo verður hann mjög fljótt ansi erfiður. Svo þegar þú ert kominn í gegnum þennan erfiða kafla mætir þér staður sem býður upp á enga áskorun. Leiknum tekst nefnilega aldrei að finna þennan gullna meðalveg sem felst í því að bjóða upp á hæfilegar þrautir, sem reyna á spilarann, án þess að valda því að hann bætist í hóp vistmanna á Kleppi. Í staðinn hoppar sífellt á milli tveggja öfga. Hann er sífellt allt of léttur eða gífurlega harður. Þegar þetta vandamál leggst ofan á þau illa hönnuðu borð sem leikurinn státar af, er niðurstaðan ekki góð. Spilunin verður á köflum hreint óbærilega pirrandi, og þótt að framleiðendum leikjarins hafi náð að koma nokkrum góðum köflum inn í hann, þá er þetta ekki leikur sem margir munu nenna að spila til enda. Í upphafsglugganum er hægt að velja það kost að fara og keppa í nokkrum mini leikjum. Þarna er möguleiki fyrir fleiri en einn spilara að leika sér. Það eru ekki margir leikir sem eru í boði en þarna er hægt að fara á snjóbretti, sandbretti, keppa í fönixslag og slátra múmíum. Þetta er fín skemmtun, en ef þig langar að dúlla þér á snjóbretti þá ættirðu frekar að finna þér leik á borð við SSX. Talsetningin í leiknum er í góðum gæðum og er sennilega bjartasta ljósið í leiknum. Leikararnir ná mjög vel að lífga upp á aðstæðurnar með fimmaurahúmor sem er svo lélegur að hann getur ekki verið neitt annað en fyndinn. Niðurstaða: Tak 2: The Staff of Dreams er ósköp venjulegur platform leikur sem býður upp á ágætis skemmtun í stuttan tíma, en eftir smá stund byrja gallar á borð við lélega hönnun að gnæfa yfir öllu þar til leikurinn missir allt skemmtanagildi. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi Leiks: Avalanche Software Útgefandi Leiks: THQ
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira