Lykilleikur gegn Tékkum 22. janúar 2005 00:01 Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira
Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjá meira