Alfreð, Hjörleifur og Þórður Ben 14. janúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.