Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? 28. júlí 2005 00:01 Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/ Franz Leikjavélar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/
Franz Leikjavélar Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira