Er Sims 2 æfingatæki barnaníðinga? 28. júlí 2005 00:01 Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/ Franz Leikjavélar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Öll umræðan um Hot Coffee hneykslið sem tengist Grand Theft Auto hefur nú teygt út anga sína í annan vinsælan tölvuleik. Sims 2 hefur nú orðið fyrir barðinu og samkvæmt Miami lögfræðingnum Jack Thomson er leikurinn æfingartæki fyrir barnaníðinga. Þeir sem hafa spilað leikinn vita að ekki er hægt að sjá karaktera leiksins nakta en með einföldum breytikóða sem finnst á netinu er hægt að fjarlægja allar hindranir og gera alla karaktera nakta og þar með börn meðtalin. Vissu fyrirframNokkrir simmar í fötum í góðum fílingJack Thomson segir að framleiðandinn Electronic Arts hafi vitað þetta fyrirfram og sé að vinna náið með "mod" samfélaginu í að færa klámleiki í hendurnar á fólki. Jack Thomson vinnur sem lögfræðingur gegn leikjafyrirtækjum sem framleiða ósiðlega leiki og er nokkurskonar krossfari í þeim geira. Electronic Arts er útgefandi Sims 2 og talsmaður fyrirtækisins Jeff Brown segir staðhæfingar Jack Thomsons algjöra vitleysu. "Heilbrigt fólk skilur að það er ekkert ósiðlegt við leikinn. Heilbrigt fólk veit hvað breytikóðar (mods) eru. Neytandi sem notar breytikóða gerir það í engu samkomulagi við fyrirtækið. Það er engin nekt. Það er ekkert óheilbrigt eða gróft við Sims 2" Geim mun fylgjast með þróun þessara mála enda Sims serían ein sú vinsælasta í leikjaheiminum. Heimasíða Jack Thomson: http://stopkill.com/ Heimasíða Sims 2: http://thesims2.ea.com/
Franz Leikjavélar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira