Eftir landsfundinn 17. október 2005 00:01 Samþykktir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gætu verið ávísun á meiri ófrið í samfélaginu þrátt fyrir að menn telji að verði friðvænlegra eftir brotthvarf Davíðs. En það fer auðvitað eftir því hvað ný forysta flokksins gerir með ályktanirnar – það væri svosem ekki alveg nýtt að ekki sé farið nákvæmlega eftir því sem landsfundur segir. Annars vegar er kaflinn í stjórnmálaályktuninni þar sem fjallað er um fjölmiðla. Þar segir: "Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Skorður á eignarhaldi fjölmiðla kunna að vera nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Það er kjarni sjálfstæðisstefnunnar að vinna gegn einokun og hringamyndun. Landsfundur skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi." Lykilsetningin í þessu hlýtur að vera "skorður á eignarhaldi" – hvað eiga þær að ganga langt?--- --- ---Guðmundur Magnússon, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skrifar í morgun að þessi samþykkt sé máttleysislega orðuð. Hins vegar þykist ég viss um að Styrmir Gunnarsson túlkar hana öðruvísi (ég er ekki búinn að lesa Moggann). Hann mun taka henni fagnandi og telja að hér hafi verið "hert" mjög því sem segir í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar. Halldór Ásgrímsson hefur sagst ætla að byggja á skýrslunni.Hvað verður? Langar Geir Haarde í nýtt fjölmiðlastríð þar sem sumir fjölmiðlarnir í eigu Baugs munu ábyggilega fara hamförum? Eða þarf einhver að efast um það? Fylgislitla Framsókn langar ábyggilega ekki mikið í þann slag?. Eða sættast menn á málamiðlanir sem eru "verri en ekkert", líkt og Davíð Oddsson orðar það.Þetta ræðst kannski líka af því hversu mikil ítök Davíð hefur bak við tjöldin. Hverfur hann alveg eða verður hann í því að toga í spotta? Það hefur leikið margan stjórnmálaforingjann illa að þurfa að þola stöðuga afskiptasemi og inngrip frá öflugum fyrirrennara. Einhvern veginn finnst manni að Geir muni ekki kæra sig um það. Hann langar varla að lenda í áreiti eins og til dæmis John Major á sínum tíma. Það getur verið talsvert ónæði af járnfrúm þegar þær setjast í helgan stein.--- --- ---Hitt er samþykktin um að afnema beri synjunarvald forsetans. Hún hljóðar svo:"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að I. og II.kafli stjórnarskrárinnar verði færðir til nútímalegra horfs. Þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta lýðveldisins og myndun ríkisstjórna, eðli og valdheimildir ríkisstjórnar. Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi. Jafnframt verði hugað aðalmennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál."Þetta er veganestið sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson og Bjarni Benediktsson, fá með sér inn í stjórnarskrárnefndina. Þetta gæti ekki verið skýrara, enda var Björn Bjarnason mjög ánægður með þessa ályktun í þætti hjá mér í gær. Hins vegar er jafn víst að þetta mun mæta mikilli andstöðu.--- --- ---Það eru fleiri að halda landsfund. Landsfundur hjá Vinstri grænum hefst á Grand hóteli á föstudaginn. Það hlýtur hins vegar að teljast dálítið kæruleysi hjá flokknum að enn er ekki búið að auglýsa dagskrá landsfundarins aðeins fimm dögum áður en hann hefst, heldur segir einungis á vef Vinstri grænna að fundurinn verði "nánar auglýstur síðar". Nei, þeir eru ekkert að flýta sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Samþykktir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins gætu verið ávísun á meiri ófrið í samfélaginu þrátt fyrir að menn telji að verði friðvænlegra eftir brotthvarf Davíðs. En það fer auðvitað eftir því hvað ný forysta flokksins gerir með ályktanirnar – það væri svosem ekki alveg nýtt að ekki sé farið nákvæmlega eftir því sem landsfundur segir. Annars vegar er kaflinn í stjórnmálaályktuninni þar sem fjallað er um fjölmiðla. Þar segir: "Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Skorður á eignarhaldi fjölmiðla kunna að vera nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Það er kjarni sjálfstæðisstefnunnar að vinna gegn einokun og hringamyndun. Landsfundur skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi." Lykilsetningin í þessu hlýtur að vera "skorður á eignarhaldi" – hvað eiga þær að ganga langt?--- --- ---Guðmundur Magnússon, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, skrifar í morgun að þessi samþykkt sé máttleysislega orðuð. Hins vegar þykist ég viss um að Styrmir Gunnarsson túlkar hana öðruvísi (ég er ekki búinn að lesa Moggann). Hann mun taka henni fagnandi og telja að hér hafi verið "hert" mjög því sem segir í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar. Halldór Ásgrímsson hefur sagst ætla að byggja á skýrslunni.Hvað verður? Langar Geir Haarde í nýtt fjölmiðlastríð þar sem sumir fjölmiðlarnir í eigu Baugs munu ábyggilega fara hamförum? Eða þarf einhver að efast um það? Fylgislitla Framsókn langar ábyggilega ekki mikið í þann slag?. Eða sættast menn á málamiðlanir sem eru "verri en ekkert", líkt og Davíð Oddsson orðar það.Þetta ræðst kannski líka af því hversu mikil ítök Davíð hefur bak við tjöldin. Hverfur hann alveg eða verður hann í því að toga í spotta? Það hefur leikið margan stjórnmálaforingjann illa að þurfa að þola stöðuga afskiptasemi og inngrip frá öflugum fyrirrennara. Einhvern veginn finnst manni að Geir muni ekki kæra sig um það. Hann langar varla að lenda í áreiti eins og til dæmis John Major á sínum tíma. Það getur verið talsvert ónæði af járnfrúm þegar þær setjast í helgan stein.--- --- ---Hitt er samþykktin um að afnema beri synjunarvald forsetans. Hún hljóðar svo:"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að I. og II.kafli stjórnarskrárinnar verði færðir til nútímalegra horfs. Þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta lýðveldisins og myndun ríkisstjórna, eðli og valdheimildir ríkisstjórnar. Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi. Jafnframt verði hugað aðalmennri heimild í stjórnarskrá til þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál."Þetta er veganestið sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson og Bjarni Benediktsson, fá með sér inn í stjórnarskrárnefndina. Þetta gæti ekki verið skýrara, enda var Björn Bjarnason mjög ánægður með þessa ályktun í þætti hjá mér í gær. Hins vegar er jafn víst að þetta mun mæta mikilli andstöðu.--- --- ---Það eru fleiri að halda landsfund. Landsfundur hjá Vinstri grænum hefst á Grand hóteli á föstudaginn. Það hlýtur hins vegar að teljast dálítið kæruleysi hjá flokknum að enn er ekki búið að auglýsa dagskrá landsfundarins aðeins fimm dögum áður en hann hefst, heldur segir einungis á vef Vinstri grænna að fundurinn verði "nánar auglýstur síðar". Nei, þeir eru ekkert að flýta sér.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun