Sport

Öll NHL-liðin seld?

Tvö fyrirtæki, Bain Capital Partners og Game Plan International, hafa gert amerísku íshokkídeildinni NHL tilboð í kaup á öllum 30 liðum deildarinnar fyrir um tvo milljarða Bandaríkjadala. Samkvæmt Gary Bettman, forseta NHL-deildarinnar, er ekki komið á hreint hvort eigendur liðanna hafi áhuga á kaupunum en ekkert varð úr tímabilinu í ár vegna verkfalls eigendanna sem segja laun leikmanna of há. Eigendurnir fullyrða að heildartap þeirra síðustu tvö árin hafi verið um 400 milljónir dollara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×