Danskir ráðherrar og einkafjármál 11. mars 2005 00:01 Í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmussen í Danmörku eru ákvæði um að ráðherrar og makar þeirra verði að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum og þátttöku í félagsstarfi. Kannski er þetta það sem koma skal, ekki aðeins í Danmörku heldur víðar. Þegar menn eru ráðnir til opinberra trúnaðarstarfa í Bandaríkjunum er farið mjög vandlega yfir allt sem þeim viðkemur. Á undanförnum árum eru nokkur dæmi um það að í svokölluðum yfirheyrslum þar í landi hafi komið i ljós hlutir sem urðu til þess að viðkomandi fékk ekki þá stöðu sem honum hafði verið ætluð. Ástæðan fyrir því að þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann í Danmörku er sú að á undanförnum mánuðum hafa komið upp mál þar í landi sem hafa orðið til þess að ráðherrar hafa orðið að segja af sér. Skemmst er að minnast þess að ráðherra varð að segja af sér vegna þess að maki hans hafði óhreint mjöl í pokanum hvað varðar fjármálin. Þar í landi hafa verið í gildi ákvæði þess efnis að ráðherrar geti sjálfviljugir gert grein fyrir fjármálum sínum og félgsstörfum til danska þingsins, en fram til þessa hafa fáir ráðherar notfært sér það. Á mánudag rann út frestur sá sem ráðherrarnir höfðu til að gera grein fyrir þessum málum og voru upplýsingarnar gerðar opinberar samdægurs. Þá kom í ljós að maki eins ráðherrans neitaði að gefa umbeðnar upplýsingar og hefur þegar sprottið upp mikil pólitísk umræða um málið í Danmörku. Ráðherrann sem hér um ræðir er Connie Hedegaard umhverfisráðherra sem jafnframt er norrænn samstarfsráðherra líkt og Valgerður Sverrisdóttir hér. Eiginmaður ráðherrans er fyrrverandi blaðamaður og rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki. Connie Hedegaard er líka fyrrverandi blaðamaður og var fréttastjóri danska útvarpsins áður en hún fór í stjórnmál á ný. Stjórnarandstæðingar hafa krafist svara frá forsætisráðherranum um hvað gert skuli þegar maki ráðherra neitar að gefa umbeðnar upplýsingar. Maki ráðherrans segist ekki gefa þessar upplýsingar af grundvallarástæðum. Þegar skoðuð eru yfirlit ráðherranna og maka þeirra um fjármál og félagsstörf kemur ýmislegt í ljós. Forsætisráðherrahjónin eiga ekki mikið af hlutabréfum, en ráðherrann er félagi í kajakklúbbi og skólafélagi í sinni heimabyggð. Danski samgöngu- og orkumálaráðherrann á mest af hlutabréfum af ráðherrunum nítján, eða að andvirði um 200 milljónir íslenskra króna. Hinn nýi menntamálaráðherra er félagi í baðklúbbi sem stundar sjóböð að vetrarlagi og svo mætti lengi telja. Ef þessi regla yrði tekin upp hér á landi kæmi eflaust ýmislegt í ljós bæði hvað varðar fjármál og félagsstörf ráðherranna og maka þeirra. Fyrst þessi regla hefur verið tekin upp í Danmörku má fastlega búast við að einhver stjórnarandstæðingur hér á landi sjái sér leik á borði og beri fram þingmál um svipað efni hér, svo það er eins gott fyrir ráðherrana að búa sig undir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í stjórnarsáttmála hinnar nýju ríkisstjórnar Anders Fogh Rasmussen í Danmörku eru ákvæði um að ráðherrar og makar þeirra verði að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum og þátttöku í félagsstarfi. Kannski er þetta það sem koma skal, ekki aðeins í Danmörku heldur víðar. Þegar menn eru ráðnir til opinberra trúnaðarstarfa í Bandaríkjunum er farið mjög vandlega yfir allt sem þeim viðkemur. Á undanförnum árum eru nokkur dæmi um það að í svokölluðum yfirheyrslum þar í landi hafi komið i ljós hlutir sem urðu til þess að viðkomandi fékk ekki þá stöðu sem honum hafði verið ætluð. Ástæðan fyrir því að þetta ákvæði var sett í stjórnarsáttmálann í Danmörku er sú að á undanförnum mánuðum hafa komið upp mál þar í landi sem hafa orðið til þess að ráðherrar hafa orðið að segja af sér. Skemmst er að minnast þess að ráðherra varð að segja af sér vegna þess að maki hans hafði óhreint mjöl í pokanum hvað varðar fjármálin. Þar í landi hafa verið í gildi ákvæði þess efnis að ráðherrar geti sjálfviljugir gert grein fyrir fjármálum sínum og félgsstörfum til danska þingsins, en fram til þessa hafa fáir ráðherar notfært sér það. Á mánudag rann út frestur sá sem ráðherrarnir höfðu til að gera grein fyrir þessum málum og voru upplýsingarnar gerðar opinberar samdægurs. Þá kom í ljós að maki eins ráðherrans neitaði að gefa umbeðnar upplýsingar og hefur þegar sprottið upp mikil pólitísk umræða um málið í Danmörku. Ráðherrann sem hér um ræðir er Connie Hedegaard umhverfisráðherra sem jafnframt er norrænn samstarfsráðherra líkt og Valgerður Sverrisdóttir hér. Eiginmaður ráðherrans er fyrrverandi blaðamaður og rekur eigið ráðgjafarfyrirtæki. Connie Hedegaard er líka fyrrverandi blaðamaður og var fréttastjóri danska útvarpsins áður en hún fór í stjórnmál á ný. Stjórnarandstæðingar hafa krafist svara frá forsætisráðherranum um hvað gert skuli þegar maki ráðherra neitar að gefa umbeðnar upplýsingar. Maki ráðherrans segist ekki gefa þessar upplýsingar af grundvallarástæðum. Þegar skoðuð eru yfirlit ráðherranna og maka þeirra um fjármál og félagsstörf kemur ýmislegt í ljós. Forsætisráðherrahjónin eiga ekki mikið af hlutabréfum, en ráðherrann er félagi í kajakklúbbi og skólafélagi í sinni heimabyggð. Danski samgöngu- og orkumálaráðherrann á mest af hlutabréfum af ráðherrunum nítján, eða að andvirði um 200 milljónir íslenskra króna. Hinn nýi menntamálaráðherra er félagi í baðklúbbi sem stundar sjóböð að vetrarlagi og svo mætti lengi telja. Ef þessi regla yrði tekin upp hér á landi kæmi eflaust ýmislegt í ljós bæði hvað varðar fjármál og félagsstörf ráðherranna og maka þeirra. Fyrst þessi regla hefur verið tekin upp í Danmörku má fastlega búast við að einhver stjórnarandstæðingur hér á landi sjái sér leik á borði og beri fram þingmál um svipað efni hér, svo það er eins gott fyrir ráðherrana að búa sig undir það.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun