Markaðsráðandi fyrirtæki í Silfri 11. mars 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira.