Leikhús í álögum 10. nóvember 2005 06:00 Það var rétt fyrir frumsýningu á Litla sviði Þjóðleikhússins. Vettvangur leiksins var niðurnídd járnbrautarstöð einhvers staðar inni í miðju Rússlandi. Það er ekki auðvelt að hugsa sér óhrjálegra umhverfi, því að niðurníðsla er óvíða eins ofboðsleg og í dreifðum byggðum Rússlands. Sessunautur minn hallaði sér að mér, þegar sýningin var að hefjast, og hvíslaði: Þeir hefðu getað sparað sér leikmyndina, húsið dugir. Það mátti til sanns vegar færa. Þegar ég horfi á þetta sögufræga og fallega hús, þá blasa við augum blæðandi sárin á útveggjunum. Múrhúðin er smám saman að molna utan af húsinu og með henni verndin, sem hún átti að veita veggjunum. Suma daga liggja stór brot úr múrnum á stéttunum við húsið, nýfallin til jarðar eins og loftsteinar. Nærri má geta, hversu ástatt er um húsið að innanverðu, þar sem starfsmenn ganga einir um sali. Áhorfendarýmið var gert upp fyrir fáeinum árum, en það er ekki nóg: húsið virðist vera að hrynja. Þjóðleikhúsið er eitt af óskabörnum Íslands. Það hefur frá öndverðu rækt hlutverk sitt með miklum brag. Þarna hefur jafnan verið valinn maður í hverju rúmi, og þjóðin hefur haldið verðskuldaða tryggð við húsið eins og mikil aðsókn að sýningum þar vitnar um. Við eigum enn sem fyrr fjölmörgum afbragðsleikurum á að skipa og öðru leikhúsfólki. Þetta fólk hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna, þótt húsið sé að hrynja. Opinberum byggingum er bersýnilega gert mishátt undir höfði. Alþingishúsið virðist vera í stöðugri endurbyggingu. Ekki verður séð, að fjárskortur hái þeim framkvæmdum. Vistarverur stjórnmálamannanna hafa forgang. Þjóðminjasafninu var á hinn bóginn leyft að grotna svo niður, að umbygging þess á sínum tíma varð miklum mun dýrari en hún hefði orðið, hefði viðhaldi hússins verið sinnt í tæka tíð. Þjóðleikhúsið er á sömu leið, enda segir í skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins frá 2003: "Allan tímann síðan (1950, innskot mitt) hefur eðlilegt viðhald og endurnýjun hússins verið látin sitja á hakanum." Viðgerðir á húsinu 1988-94 gengu undir nafninu Endurreisn Þjóðleikhússins, en þær náðu þó aðeins til gestasvæðanna í suðurálmu hússins og kostuðu nærri 800 mkr. Ríkisstjórnin hefur nú heitið 250 mkr. fjárveitingu til frekari viðgerða. Til að ljúka endurreisninni, sem að var stefnt 1988, þarf þó um 300 mkr. á ári í sex til sjö ár. Og þá erum við bara að tala um byggingarfé. Þessu verki þarf að ljúka. Ástand Þjóðleikhússins vitnar um langvinna vanrækslu. Fjárveitingar ríkis og byggða til menningarmála eru of naumar. Fjárveitingarvaldið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því, að blómleg menning borgar sig, þótt hún þurfi meðgjöf. Borgarleikhúsið býr einnig við of þröngan fjárhag. Íslenska óperan býr við svo krappan kost, að margir íslenzkir óperusöngvarar syngja nú orðið miklu oftar í erlendum óperuhúsum en hér heima. Ríkisútvarpið stendur svo illa, að því er ókleift að kosta innlenda dagskrárgerð svo sem vert væri. Ástsælustu skáldverk þjóðarinnar hafa fæst verið fest á filmu handa sjónvarpi, enda þótt leiknar kvikmyndir eftir skáldsögum þyki sjálfsagt sjónvarpsefni í öðrum löndum og myndu henta vel til útflutnings héðan að heiman, væri vel að þeim staðið. Af þessu leiðir lakara og fábrotnara sjónvarpsefni handa áhorfendum hér heima en ella væri í boði og færri tækifæri handa íslenzkum leikurum og öðrum leikhúsmönnum til landnáms í útlöndum, svo sem þeim væri þó í lófa lagið, ef vel gerðar íslenzkar myndir væru reglulega á dagskrá norrænna og annarra erlendra sjónvarpsstöðva. Ríkissjónvarpið á að vera lyftistöng undir leiklistina og öfugt. Þessa taug vantar. Leikhúslífið stendur höllum fæti fyrir vikið - og sjónvarpið ekki síður. Útvarpsleikhúsið stendur sig að sönnu vel, en það er ekki nóg, því að flesta sjónleiki þurfa menn helzt að sjá og heyra. Einkavæðing myndi engan vanda leysa í leikhúsinu. Rökin fyrir útvarpi og sjónvarpi á vegum ríkisins eru af sama toga og tilvistarrök Þjóðleikhússins. Ef einkaleikhús væru ein um hituna, væri minni árangurs að vænta en ella vegna þess, að einkaleikhús hneigjast til að vanmeta félagsgildið: þau taka það yfirleitt ekki með í reikninginn, að leiklist bætir mannfélagið líkt og aðrar listir, fræði og vísindi. Þess vegna þurfum við Þjóðleikhúsið. Og þess vegna megum við ekki láta húsið halda áfram að drabbast niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það var rétt fyrir frumsýningu á Litla sviði Þjóðleikhússins. Vettvangur leiksins var niðurnídd járnbrautarstöð einhvers staðar inni í miðju Rússlandi. Það er ekki auðvelt að hugsa sér óhrjálegra umhverfi, því að niðurníðsla er óvíða eins ofboðsleg og í dreifðum byggðum Rússlands. Sessunautur minn hallaði sér að mér, þegar sýningin var að hefjast, og hvíslaði: Þeir hefðu getað sparað sér leikmyndina, húsið dugir. Það mátti til sanns vegar færa. Þegar ég horfi á þetta sögufræga og fallega hús, þá blasa við augum blæðandi sárin á útveggjunum. Múrhúðin er smám saman að molna utan af húsinu og með henni verndin, sem hún átti að veita veggjunum. Suma daga liggja stór brot úr múrnum á stéttunum við húsið, nýfallin til jarðar eins og loftsteinar. Nærri má geta, hversu ástatt er um húsið að innanverðu, þar sem starfsmenn ganga einir um sali. Áhorfendarýmið var gert upp fyrir fáeinum árum, en það er ekki nóg: húsið virðist vera að hrynja. Þjóðleikhúsið er eitt af óskabörnum Íslands. Það hefur frá öndverðu rækt hlutverk sitt með miklum brag. Þarna hefur jafnan verið valinn maður í hverju rúmi, og þjóðin hefur haldið verðskuldaða tryggð við húsið eins og mikil aðsókn að sýningum þar vitnar um. Við eigum enn sem fyrr fjölmörgum afbragðsleikurum á að skipa og öðru leikhúsfólki. Þetta fólk hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna, þótt húsið sé að hrynja. Opinberum byggingum er bersýnilega gert mishátt undir höfði. Alþingishúsið virðist vera í stöðugri endurbyggingu. Ekki verður séð, að fjárskortur hái þeim framkvæmdum. Vistarverur stjórnmálamannanna hafa forgang. Þjóðminjasafninu var á hinn bóginn leyft að grotna svo niður, að umbygging þess á sínum tíma varð miklum mun dýrari en hún hefði orðið, hefði viðhaldi hússins verið sinnt í tæka tíð. Þjóðleikhúsið er á sömu leið, enda segir í skýrslu Framkvæmdasýslu ríkisins frá 2003: "Allan tímann síðan (1950, innskot mitt) hefur eðlilegt viðhald og endurnýjun hússins verið látin sitja á hakanum." Viðgerðir á húsinu 1988-94 gengu undir nafninu Endurreisn Þjóðleikhússins, en þær náðu þó aðeins til gestasvæðanna í suðurálmu hússins og kostuðu nærri 800 mkr. Ríkisstjórnin hefur nú heitið 250 mkr. fjárveitingu til frekari viðgerða. Til að ljúka endurreisninni, sem að var stefnt 1988, þarf þó um 300 mkr. á ári í sex til sjö ár. Og þá erum við bara að tala um byggingarfé. Þessu verki þarf að ljúka. Ástand Þjóðleikhússins vitnar um langvinna vanrækslu. Fjárveitingar ríkis og byggða til menningarmála eru of naumar. Fjárveitingarvaldið virðist ekki gera sér fulla grein fyrir því, að blómleg menning borgar sig, þótt hún þurfi meðgjöf. Borgarleikhúsið býr einnig við of þröngan fjárhag. Íslenska óperan býr við svo krappan kost, að margir íslenzkir óperusöngvarar syngja nú orðið miklu oftar í erlendum óperuhúsum en hér heima. Ríkisútvarpið stendur svo illa, að því er ókleift að kosta innlenda dagskrárgerð svo sem vert væri. Ástsælustu skáldverk þjóðarinnar hafa fæst verið fest á filmu handa sjónvarpi, enda þótt leiknar kvikmyndir eftir skáldsögum þyki sjálfsagt sjónvarpsefni í öðrum löndum og myndu henta vel til útflutnings héðan að heiman, væri vel að þeim staðið. Af þessu leiðir lakara og fábrotnara sjónvarpsefni handa áhorfendum hér heima en ella væri í boði og færri tækifæri handa íslenzkum leikurum og öðrum leikhúsmönnum til landnáms í útlöndum, svo sem þeim væri þó í lófa lagið, ef vel gerðar íslenzkar myndir væru reglulega á dagskrá norrænna og annarra erlendra sjónvarpsstöðva. Ríkissjónvarpið á að vera lyftistöng undir leiklistina og öfugt. Þessa taug vantar. Leikhúslífið stendur höllum fæti fyrir vikið - og sjónvarpið ekki síður. Útvarpsleikhúsið stendur sig að sönnu vel, en það er ekki nóg, því að flesta sjónleiki þurfa menn helzt að sjá og heyra. Einkavæðing myndi engan vanda leysa í leikhúsinu. Rökin fyrir útvarpi og sjónvarpi á vegum ríkisins eru af sama toga og tilvistarrök Þjóðleikhússins. Ef einkaleikhús væru ein um hituna, væri minni árangurs að vænta en ella vegna þess, að einkaleikhús hneigjast til að vanmeta félagsgildið: þau taka það yfirleitt ekki með í reikninginn, að leiklist bætir mannfélagið líkt og aðrar listir, fræði og vísindi. Þess vegna þurfum við Þjóðleikhúsið. Og þess vegna megum við ekki láta húsið halda áfram að drabbast niður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun