Smálandafræði og föðurlandsást 17. nóvember 2005 06:00 Margir virðast halda, að Ísland sé stærra en það er. Á heimskortum virðist eldgamla Ísafold yfirleitt slaga hátt upp í Spán, þótt Spánn sé að flatarmáli fimm sinnum stærri en Ísland. Með líku lagi virðist Grænland á mörgum kortum nálgast gervalla Afríku að ummáli, en samt er Grænland í reyndinni minna en Súdan – já, Súdan! – að fermetratali. Mörg heimskort eru villandi vegna þess, að þau ýkja flatarmál landa nálægt heimskautunum. Ísland er í reyndinni miðlungsland, ef flatarmálið er haft til marks. Af öllum ríkjum heimsins, ríflega 200 talsins, eru um 100 minni en Ísland, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klárlega smáland, en samt ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Sjálfstæðum ríkjum hefur fjölgað verulega síðan 1946, eða úr 76 upp fyrir 200. Þegar nýlendustefnan byrjaði að líða undir lok um og eftir miðja síðustu öld, hlaut sjálfstæðum ríkjum að fjölga. Í Afríku einni voru stofnuð 25 ný ríki frá 1960 til 1964. Hrun kommúnismans fjölgaði sjálfstæðum ríkjum Austur-Evrópu um tíu og Vestur-Asíu um sex. Helmingur allra ríkja heimsins er minni – þ.e. mannfærri en Danmörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru svo mörg og stórveldin fá. Evrópusambandið er smáríkjasamband. Skiptir stærðin máli? Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Hugmyndin var þessi: það er engin leið að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar tóku síðar að kalla "krítískan massa", og þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100 þúsund, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns, og þar var ýmislegt eins og það átti að vera. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þar bjuggu menn að vísu í alfaraleið ólíkt Íslendingum og gátu því leyft sér mannfæðina. Ísland þurfti á fleira fólki að halda til að bæta sér upp óhagræðið af smæðinni og fjarlægðinni frá öðrum löndum í öllu samgönguleysinu. Innilokunarmönnum, sem lögðust af alefli gegn innflutningi erlends fólks á sínum tíma, var umhugað um þjóðernið, tunguna, menninguna. Þeir höfðu ekki gleymt því, að íslenzkan var beinlínis við dauðans dyr á 18. öld líkt og prússneskan gamla hafði áður verið og írskan var síðar. Nú er prússneskan dauð og grafin, en írskan komst af með naumindum og lifir enn sem opinber þjóðtunga Íra og frumtunga, en þó aðeins að nafninu til. Og íslenzkan er still going strong. Opingáttarmenn höfðu aðra sýn. Þeir litu svo á, að fjölgun mælenda íslenzkrar tungu um þúsundir eða jafnvel tugi þúsunda myndi efla þjóðarvitund okkar, metnað og menningu. Þeir litu á þjóðlega reisn og fólksfjölgun að utan sem falskar andstæður. Innilokunarmennirnir höfðu betur. Íslendingar hafa flutt inn tiltölulega lítið af erlendu fólki í tímans rás, en þetta hefur samt verið að breytast að undanförnu. Árið 2000 voru Íslendingar fæddir erlendis tæp 6 prósent mannfjöldans líkt og í Danmörku. Hlutfallið var um 2 prósent í báðum löndum 1960. Í Bandaríkjunum hækkaði hlutfall íbúa af erlendum uppruna úr 5 prósent 1960 í 12 prósent 2000. Gamli ágreiningurinn um innflutning vinnuafls gengur aftur í umræðunni nú um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið. Víglínurnar eru hinar sömu. Sumir líta út fyrir landið og áfram veginn og vilja, að Ísland stækki. Aðrir líta inn á við og aftur í tímann og vilja standa á varðbergi gegn erlendum áhrifum: þeir vilja, að Ísland haldi áfram að vera smáland. Enn aðrir vilja hvort tveggja og hugsa sér, að stækkun Íslands þurfi ekki endilega að tefla þjóðlegri sérstöðu okkar í tvísýnu. Hefur aðild að Evrópusambandinu rýrt þjóðarvitund nokkurs núverandi aðildarlands? Kannast nokkur við það? Eru Svíar minni Svíar en þeir voru? Svarið er nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Margir virðast halda, að Ísland sé stærra en það er. Á heimskortum virðist eldgamla Ísafold yfirleitt slaga hátt upp í Spán, þótt Spánn sé að flatarmáli fimm sinnum stærri en Ísland. Með líku lagi virðist Grænland á mörgum kortum nálgast gervalla Afríku að ummáli, en samt er Grænland í reyndinni minna en Súdan – já, Súdan! – að fermetratali. Mörg heimskort eru villandi vegna þess, að þau ýkja flatarmál landa nálægt heimskautunum. Ísland er í reyndinni miðlungsland, ef flatarmálið er haft til marks. Af öllum ríkjum heimsins, ríflega 200 talsins, eru um 100 minni en Ísland, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klárlega smáland, en samt ekki dvergríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Sjálfstæðum ríkjum hefur fjölgað verulega síðan 1946, eða úr 76 upp fyrir 200. Þegar nýlendustefnan byrjaði að líða undir lok um og eftir miðja síðustu öld, hlaut sjálfstæðum ríkjum að fjölga. Í Afríku einni voru stofnuð 25 ný ríki frá 1960 til 1964. Hrun kommúnismans fjölgaði sjálfstæðum ríkjum Austur-Evrópu um tíu og Vestur-Asíu um sex. Helmingur allra ríkja heimsins er minni – þ.e. mannfærri en Danmörk með röskar fimm milljónir manna. Heimurinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru svo mörg og stórveldin fá. Evrópusambandið er smáríkjasamband. Skiptir stærðin máli? Mannfæðin er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Hugmyndin var þessi: það er engin leið að bjóða Íslendingum viðunandi lífskjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar tóku síðar að kalla "krítískan massa", og þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100 þúsund, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns, og þar var ýmislegt eins og það átti að vera. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þar bjuggu menn að vísu í alfaraleið ólíkt Íslendingum og gátu því leyft sér mannfæðina. Ísland þurfti á fleira fólki að halda til að bæta sér upp óhagræðið af smæðinni og fjarlægðinni frá öðrum löndum í öllu samgönguleysinu. Innilokunarmönnum, sem lögðust af alefli gegn innflutningi erlends fólks á sínum tíma, var umhugað um þjóðernið, tunguna, menninguna. Þeir höfðu ekki gleymt því, að íslenzkan var beinlínis við dauðans dyr á 18. öld líkt og prússneskan gamla hafði áður verið og írskan var síðar. Nú er prússneskan dauð og grafin, en írskan komst af með naumindum og lifir enn sem opinber þjóðtunga Íra og frumtunga, en þó aðeins að nafninu til. Og íslenzkan er still going strong. Opingáttarmenn höfðu aðra sýn. Þeir litu svo á, að fjölgun mælenda íslenzkrar tungu um þúsundir eða jafnvel tugi þúsunda myndi efla þjóðarvitund okkar, metnað og menningu. Þeir litu á þjóðlega reisn og fólksfjölgun að utan sem falskar andstæður. Innilokunarmennirnir höfðu betur. Íslendingar hafa flutt inn tiltölulega lítið af erlendu fólki í tímans rás, en þetta hefur samt verið að breytast að undanförnu. Árið 2000 voru Íslendingar fæddir erlendis tæp 6 prósent mannfjöldans líkt og í Danmörku. Hlutfallið var um 2 prósent í báðum löndum 1960. Í Bandaríkjunum hækkaði hlutfall íbúa af erlendum uppruna úr 5 prósent 1960 í 12 prósent 2000. Gamli ágreiningurinn um innflutning vinnuafls gengur aftur í umræðunni nú um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið. Víglínurnar eru hinar sömu. Sumir líta út fyrir landið og áfram veginn og vilja, að Ísland stækki. Aðrir líta inn á við og aftur í tímann og vilja standa á varðbergi gegn erlendum áhrifum: þeir vilja, að Ísland haldi áfram að vera smáland. Enn aðrir vilja hvort tveggja og hugsa sér, að stækkun Íslands þurfi ekki endilega að tefla þjóðlegri sérstöðu okkar í tvísýnu. Hefur aðild að Evrópusambandinu rýrt þjóðarvitund nokkurs núverandi aðildarlands? Kannast nokkur við það? Eru Svíar minni Svíar en þeir voru? Svarið er nei.