Sport

Vala Flosadóttir hætt keppni

Vala Flosadóttir Ólympíuverðlaunahafi í stangarstökki er hætt keppni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segist Vala ekki lengur hafa sömu ánægju af íþróttaiðkuninni og síðustu ár hafi hún ekki alveg vitað hvort hún var að æfa eða keppa fyrir sjálfa sig eða aðra. Vala vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og í lok sama árs var hún kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi með yfirburðum. Hún segist í samtali við blaðið ekki hætt að stunda íþróttir og fólk þyfti ekki að verða hissa þótt hún keppti á mótum í ýmsum greinum en það yrði ekki í sama gæðaflokki og þegar stangarstökkvaraferill hennar var í sem mestum blóma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×