Junhui sigraði Davis í úrslitum

Kínverski snókerspilarinn Ding Junhui vann góðan sigur á gömlu kempunni Steve David í úrslitaleik breska meistaramótsins í snóker í gær. Davis, sem var að keppa í sínum 100. úrslitaleik á ferlinum, þurfti að játa sig sigraðan 10-6 gegn Kínverjanum unga, sem er tuttugu árum yngri en Davis og er mikið efni.