Björgólfur á lista Forbes 18. janúar 2005 00:01 Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Allt stefnir í að Björgólfur Thor Björgólfsson verði fyrstur Íslendinga til að komast á lista tímaritsins Forbes yfir ríkasta fólks heims. Luisa Kroll, ritstjóri lista Forbes, er stödd hér á landi til þess að meta eignir Björgólfs Thors og hvort hann nái inn á lista yfir ríkustu einstaklinga í heimi. Fréttablaðið birti frétt í fyrra þar sem eignir Björgólfs voru áætlaðar um eða yfir einn milljarður Bandaríkjadollara sem hefur verið viðmið til þess að koma til greina á listann. Síðan þá hefur dollarinn veikst gagnvart krónunni, auk þess sem eignir Björgólfs í skráðum félögum eins og Landsbankanum og Actavis hafa vaxið. Luisa Kroll segir að ritstjórn Forbes hafi borist tölvupóstur í kjölfar fréttarinnar og birtingu listans um að Björgólfur Thor ætti hugsanlega heima á lista Forbes. Líklegt er að sú verði niðurstaðan, en auk Björgólfs hefur Luisa Kroll kynnt sér eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auk þess að kynna sér útrás og umhverfi íslensks viðskiptalífs. Ekki er eins líklegt að Jón Ásgeir komist á listann nú, þar sem eignir hans eru að mestu leyti í óskráðum félögum og verðlagning þeirra og aðgangur að upplýsingum um þau ekki jafn auðveldur og þegar skráð félög eiga í hlut. Líklegt má telja að Jón Ásgeir komist á listann innan tíðar. Ekki er ósennilegt að hrein eign Björgólfs nú sé nær því að vera einn og hálfur milljarður dollara en einn milljarður. Samkvæmt þessu eru verulegar líkur á að hann komist á lista Forbes. Samson er aðaleigandi Landsbankans og er eignarhlutur Björgólfs Thors í Landsbankanum um nítján milljarðar króna. Björgólfur Thor er einnig stærsti eigandinn í Actavis í gegnum eignarhaldsfélag sitt Amber International. Eignarhlutur hans í Actavis er að verðmæti um 38 milljarðar króna. Samtals gerir þetta 57 milljarðar eða rétt yfir 900 milljónir dollara. Auk þessa á Samson hlut í Burðarási og Straumi. Erlendis hefur Björgólfur Thor farið fyrir hópi fjárfesta í kaupum á símafyrirtæki í Búlgaríu og Tékklandi. Auk þess á hann fasteignir í London. Hrein eign hans í þessum erlendu félögum þarf því ekki að vera veruleg til þess að sætið á lista Forbes sé tryggt.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira