Verðlaun og mannréttindi 14. febrúar 2005 00:01 Blaðamannaverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn við hátíðlega athöfn á laugardagskvöld. Ástæða er til þess að óska verðlaunahöfum og þeim góðu blaðamönnum sem tilnefndir voru til hamingju með heiðurinn. Tilgangur blaðamannaverðlaunanna er sá að hvetja til þess að ráðist sé í umfangsmeiri verkefni á sviði blaðamennsku. Verkefni sem taka tíma og krefjast óskiptrar athygli um nokkurt skeið. Vandamál íslenskrar fjölmiðlunar er nefnilega ekki eignarhald og hvort ljósvakamiðlar og prentmiðlar megi vera á höndum sömu aðila. Vandinn er miklu fremur fólginn í því hversu litlir og veikir fjölmiðlar hafa verið. Þeir hafa ekki haft bolmagn til þess að leyfa sínu besta fólki að helga sig stórum verkefnum í þeim mæli sem æskilegt er. Verðlaun Blaðamannafélags Íslands eru til þess fallin að auka metnað ritstjórna fjölmiðlanna og færa má rök fyrir því að afhending verðlaunanna fyrir ári hafi einmitt skilað sér í auknum vilja til að ráðast í ítarlegri verkefni á fjölmiðlunum en ella hefði orðið. Með því er tilgangnum náð. Hvorki blaðamenn né aðrir ættu að gera of mikið úr valdi fjölmiðla á umræðunni í samfélaginu. Almenningur í landinu er upplýstari en svo að fjölmiðlar geti einir og sér ráðið afstöðu fólks til helstu mála sem til umræðu eru í samfélaginu hverju sinni. Hitt er annað að fjölmiðlar geta vakið máls á þáttum í samfélaginu sem að öðrum kosti hefðu legið í þagnargildi. Tveir af þremur handhöfum verðlauna Blaðamannafélagsins vöktu athygli á málum sem annars hefðu hugsanlega orðið þögninni að bráð. Bergljót Baldursdóttir fékk verðlaun fyrir þáttaröð um stöðu aldraðra í samfélaginu sem varð til þess að sjónir manna beindust í ríkara mæli að því hvernig við sem samfélag umgöngumst elstu borgara landsins. Kristinn Hrafnsson fékk sín verðlaun fyrir umfjöllun um íslenskan dreng sem framin hafa verið mannréttindabrot á í Texas. Fram kom í þakkarræðu Kristins að þrátt fyrir að málið hafi vakið gríðarmikla athygli þegar umfjöllunin birtist, hafa hagir drengsins ekki breyst. Á honum eru enn brotin mannréttindi og íslensk stjórnvöld hafa engu þokað i máli hans. Kristinn upplýsti einnig að ekki hefði verið orðið við beiðni um að utanríkisráðherra tæki málið upp við bandarískan kollega sinn þegar þeir hittust. Í orðum Kristins felst hvatning til fjölmiðla um að fylgja þessu máli eftir. Vestræn samfélög hafa í orði kveðnu viljað standa vörð um algildishugmyndir um tiltekin réttindi manna. Undantekningar frá mannréttindum eiga því ekkert skjól í hagsmunum eða siðvenjum samfélaga og brot á þeim hafa verið notuð sem réttlæting afskipta og hernaðaríhlutunar í ríki sem ekki virða slík réttindi. Íslendingar eiga að standa vörð um mannréttindi og stjórnvöld eiga að beita áhrifum sínum til þess að grundvallarréttindi einstaklinga séu virt. Sú afstaða má aldrei mótast af því að á móti hugmyndum okkar séu hagsmunir látnir á hina vogarskálina til að vega upp á móti grundvallarhugmyndunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Blaðamannaverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn við hátíðlega athöfn á laugardagskvöld. Ástæða er til þess að óska verðlaunahöfum og þeim góðu blaðamönnum sem tilnefndir voru til hamingju með heiðurinn. Tilgangur blaðamannaverðlaunanna er sá að hvetja til þess að ráðist sé í umfangsmeiri verkefni á sviði blaðamennsku. Verkefni sem taka tíma og krefjast óskiptrar athygli um nokkurt skeið. Vandamál íslenskrar fjölmiðlunar er nefnilega ekki eignarhald og hvort ljósvakamiðlar og prentmiðlar megi vera á höndum sömu aðila. Vandinn er miklu fremur fólginn í því hversu litlir og veikir fjölmiðlar hafa verið. Þeir hafa ekki haft bolmagn til þess að leyfa sínu besta fólki að helga sig stórum verkefnum í þeim mæli sem æskilegt er. Verðlaun Blaðamannafélags Íslands eru til þess fallin að auka metnað ritstjórna fjölmiðlanna og færa má rök fyrir því að afhending verðlaunanna fyrir ári hafi einmitt skilað sér í auknum vilja til að ráðast í ítarlegri verkefni á fjölmiðlunum en ella hefði orðið. Með því er tilgangnum náð. Hvorki blaðamenn né aðrir ættu að gera of mikið úr valdi fjölmiðla á umræðunni í samfélaginu. Almenningur í landinu er upplýstari en svo að fjölmiðlar geti einir og sér ráðið afstöðu fólks til helstu mála sem til umræðu eru í samfélaginu hverju sinni. Hitt er annað að fjölmiðlar geta vakið máls á þáttum í samfélaginu sem að öðrum kosti hefðu legið í þagnargildi. Tveir af þremur handhöfum verðlauna Blaðamannafélagsins vöktu athygli á málum sem annars hefðu hugsanlega orðið þögninni að bráð. Bergljót Baldursdóttir fékk verðlaun fyrir þáttaröð um stöðu aldraðra í samfélaginu sem varð til þess að sjónir manna beindust í ríkara mæli að því hvernig við sem samfélag umgöngumst elstu borgara landsins. Kristinn Hrafnsson fékk sín verðlaun fyrir umfjöllun um íslenskan dreng sem framin hafa verið mannréttindabrot á í Texas. Fram kom í þakkarræðu Kristins að þrátt fyrir að málið hafi vakið gríðarmikla athygli þegar umfjöllunin birtist, hafa hagir drengsins ekki breyst. Á honum eru enn brotin mannréttindi og íslensk stjórnvöld hafa engu þokað i máli hans. Kristinn upplýsti einnig að ekki hefði verið orðið við beiðni um að utanríkisráðherra tæki málið upp við bandarískan kollega sinn þegar þeir hittust. Í orðum Kristins felst hvatning til fjölmiðla um að fylgja þessu máli eftir. Vestræn samfélög hafa í orði kveðnu viljað standa vörð um algildishugmyndir um tiltekin réttindi manna. Undantekningar frá mannréttindum eiga því ekkert skjól í hagsmunum eða siðvenjum samfélaga og brot á þeim hafa verið notuð sem réttlæting afskipta og hernaðaríhlutunar í ríki sem ekki virða slík réttindi. Íslendingar eiga að standa vörð um mannréttindi og stjórnvöld eiga að beita áhrifum sínum til þess að grundvallarréttindi einstaklinga séu virt. Sú afstaða má aldrei mótast af því að á móti hugmyndum okkar séu hagsmunir látnir á hina vogarskálina til að vega upp á móti grundvallarhugmyndunum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun