Viðskipti erlent

Konur betri á hlutabréfamarkaði

Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan. Á síðustu tíu árum hefur hlutabréfasamsetning þeirra hækkað um 120 prósent að meðaltali en aðeins um 64 prósent hjá körlunum. Jótlandspósturinn hefur eftir sérfræðingum á hlutabréfamarkaði að konur séu mun varkárari í fjárfestingum á hlutabréfum en karlarnir séu hrifnæmari og taki meiri áhættu eins og fjárfestingar í netfyrirtækjum á sínum tíma hafi sýnt. Þá séu konurnar einnig fljótari að losa sig við bréf ef þau falli í verði en karlar haldi fastar í þau.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×