Lífið

Hannar hurðir fyrir fólk

"Mikilvægast er að vita hvað maður vill og segi ég því fólki sem er óákveðið að keyra bara um bæinn og skoða hurðir, " segir Björn Björnsson hjá Útihurðum og gluggum, sem sérsmíða meðal annars útihurðir. "Ég er aðallega í því að byggja hús og bý til hurðir samkvæmt teikningum frá arkitekt og eru þetta alls kyns hurðir, með hringjum og hverju sem er," segir Björn. "En svo kemur fólk hingað sem vill fínar hurðir og við sérsmíðum þær," segir Björn og bætir við að útihurðamenning sé að leggjast af á Íslandi þar sem flestir kaupi þær orðið bara tilbúnar. "Best er að fólk komi með teikningu frá arkitekt en ég hef stundum aðstoðað fólk við að hanna hurðirnar," segir Björn. "Það er best að hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig hurðin á að vera því þá ganga hlutirnir fljótast fyrir sig," segir Björn. Hann segir að oftast sé fólk að sækjast eftir hefðbundnum hurðum með gleri en tekur fram að allt sé mögulegt. Verð á hurðunum fari alveg eftir því hvernig þær eigi að vera en einföld hurð kosti í kringum 100 til 120 þúsund krónur. "Ég fæ ekki oft að smíða flottar hurðir, en það kemur fyrir," segir Björn og brosir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×