Fallegir hlutir til heimilisins 10. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA Hús og heimili Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA
Hús og heimili Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Fleiri fréttir „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Sjá meira