Viðgerð og endurbætur á Ægi og Tý 15. mars 2005 00:01 Skipasmíðaiðnaður á Íslandi hefur átt í miklum vanda mörg undanfarin ár. Vandi þessa iðnaðar er síður en svo bundinn við okkur því miklar og sterkar siglingaþjóðir með háþróaðan skipasmíðaiðnað hafa orðið undir í samkepninni við skipasmíðastöðvar þar sem laun eru lág. Sú tíð er liðin hér á landi að stór fiskiskip og strandferðaskip séu smíðuð í innlendum skipasmíðastöðvum, og öll meiriháttar viðhaldsverkefni á íslenska fiskiskipa- og kaupskipaflotanum eru nú unnin erlendis. Í annað skiptið á fáum árum hefur Landhelgisgæslan boðið út endurbætur og viðhald á þeim tveimur varðskipum sem enn er haldið úti allt árið. Innlendar skipasmíðastöðvar, og þá sérstaklega Slippstöðin á Akureyri, höfðu gert sér vonir um að fá verkið, enda virtist verkefnið hæfilega stórt fyrir stöðina og unnið yrði þá að því í ár og á næsta ári. Í síðustu viku varð svo ljóst að Ríkiskaup leggja til að samið verði við pólska skipasmíðastöð um endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og við Íslendingar verðum að fara að þeim reglum sem þar gilda ef útboðið er á annað borð auglýst þar. Þetta verða menn að hafa í huga. Það er svo allt annað mál hvort ekki hefði verið hægt að fara aðrar leiðir í þessum efnum áður en útboðið var auglýst. Það er vitað að öll lönd reyna innan ákveðins ramma að stuðla að því að viðskipti og verkefni ýmiss konar, ekki síst í sambandi við skipasmíðar, haldist í heimalandinu, en við Íslendingar tökum oft ekki við okkur fyrr en um seinan. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún myndi skoða nú í vikunni hvort hægt væri að endurskoða eða breyta samningnum sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna. Hún sagðist vera vonsvikin með að horft væri framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í þessu tilfelli. Henni rennur blóðið til skyldunnar, því Slippstöðin er í hennar kjördæmi, en Ríkiskaup heyra hins vegar undir fjármálaráðherrann, sem er bæði í öðrum flokki og öðru kjördæmi. Það hlýtur að vera ákveðið hagræði í því að gera við skipin hér innanlands og íslenskum skipasmiðum ætti ekki síður að vera treystandi til þess að inna verkið af hendi en pólskum. Reyndar hljóta starfsmenn Slippstöðvarinnar orðið að þekkja íslensku varðskipin út og inn því þau hafa oft verið þar vegna viðgerða og endurbóta á undanförnum áratugum. Það skal engan undra að þungt hljóð sé í starfsmönnum Slippstöðvarinnar vegna niðurstöðu mála. Þeir hafa sínar skoðanir á því hvernig að þessu máli var staðið og lái þeim hver sem vill þegar haft er í huga að ekki munaði nema um 13 milljónum króna á tilboði Slippstöðvarinnar og Pólverja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Skipasmíðaiðnaður á Íslandi hefur átt í miklum vanda mörg undanfarin ár. Vandi þessa iðnaðar er síður en svo bundinn við okkur því miklar og sterkar siglingaþjóðir með háþróaðan skipasmíðaiðnað hafa orðið undir í samkepninni við skipasmíðastöðvar þar sem laun eru lág. Sú tíð er liðin hér á landi að stór fiskiskip og strandferðaskip séu smíðuð í innlendum skipasmíðastöðvum, og öll meiriháttar viðhaldsverkefni á íslenska fiskiskipa- og kaupskipaflotanum eru nú unnin erlendis. Í annað skiptið á fáum árum hefur Landhelgisgæslan boðið út endurbætur og viðhald á þeim tveimur varðskipum sem enn er haldið úti allt árið. Innlendar skipasmíðastöðvar, og þá sérstaklega Slippstöðin á Akureyri, höfðu gert sér vonir um að fá verkið, enda virtist verkefnið hæfilega stórt fyrir stöðina og unnið yrði þá að því í ár og á næsta ári. Í síðustu viku varð svo ljóst að Ríkiskaup leggja til að samið verði við pólska skipasmíðastöð um endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu og við Íslendingar verðum að fara að þeim reglum sem þar gilda ef útboðið er á annað borð auglýst þar. Þetta verða menn að hafa í huga. Það er svo allt annað mál hvort ekki hefði verið hægt að fara aðrar leiðir í þessum efnum áður en útboðið var auglýst. Það er vitað að öll lönd reyna innan ákveðins ramma að stuðla að því að viðskipti og verkefni ýmiss konar, ekki síst í sambandi við skipasmíðar, haldist í heimalandinu, en við Íslendingar tökum oft ekki við okkur fyrr en um seinan. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún myndi skoða nú í vikunni hvort hægt væri að endurskoða eða breyta samningnum sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna. Hún sagðist vera vonsvikin með að horft væri framhjá íslenskum skipasmíðastöðvum eins og gerðist í þessu tilfelli. Henni rennur blóðið til skyldunnar, því Slippstöðin er í hennar kjördæmi, en Ríkiskaup heyra hins vegar undir fjármálaráðherrann, sem er bæði í öðrum flokki og öðru kjördæmi. Það hlýtur að vera ákveðið hagræði í því að gera við skipin hér innanlands og íslenskum skipasmiðum ætti ekki síður að vera treystandi til þess að inna verkið af hendi en pólskum. Reyndar hljóta starfsmenn Slippstöðvarinnar orðið að þekkja íslensku varðskipin út og inn því þau hafa oft verið þar vegna viðgerða og endurbóta á undanförnum áratugum. Það skal engan undra að þungt hljóð sé í starfsmönnum Slippstöðvarinnar vegna niðurstöðu mála. Þeir hafa sínar skoðanir á því hvernig að þessu máli var staðið og lái þeim hver sem vill þegar haft er í huga að ekki munaði nema um 13 milljónum króna á tilboði Slippstöðvarinnar og Pólverja.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun