Menntun og börn í forgang 2. janúar 2005 00:01 Atlæti og framtíð barna okkar var leiðarstefið í áramótaávörpum leiðtoga þjóðarinnar þetta árið. Það fer vel á því, enda er okkur vart falið merkilegra verkefni í lífinu en að koma börnum okkar til þroska og farsældar. Það hlutverk er svo samofið því meginverki lífs okkar að hegða okkur vel og skynsamlega til þess að við megum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar réttláts og farsæls samfélags. Forsala aðgöngumiða að farsæld framtíðarinnar er núna og því fagnaðarefni að forseti, forsætisráðherra og biskup Íslands minni á þau verðmæti sem okkur eru falin með uppeldi barna okkar. Áramótin gefa tækifæri til þess að stíga á stokk og strengja heit. Annað mál er hvernig okkur tekst að vinna úr heitstrengingunum. Orð eru til alls fyrst. Tilkynning forseta Íslands um stofnun menntaverðlauna er fagnaðarefni. Verðlaun geta, ef vel er að þeim staðið, verið ágætlega til þess fallin að vekja athygli á mikilvægum þáttum í samfélagi okkar. Menntun er einn þeirra þátta sem mikilvægastir eru til þess að skapa bæði einstaklingum og þjóðinni sjálfri forsendur til hagsældar og þroska. Átök vegna kjaramála kennara á árinu sem nú hefur kvatt voru ofarlega í huga ráðamanna við áramót. Átök sem skildu eftir sig sár sem verður að græða. Stjórnendur ríkis og sveitarfélaga verða að horfa til þess sem eins af mikilvægustu verkefnum komandi tíma að efla sjálfsvirðingu kennarastéttarinnar og tilfinningu hennar fyrir mikilvægi sínu í samfélaginu. Þjóðin hefur ekki efni á því að slík grundvallarstétt í samfélaginu verði sárindum og beiskju að bráð. Sú hætta er fyrir hendi nú. Menntun þarf að vera ofar á forgangslista stjórnvalda og vinna þarf markvisst að því að kennarastéttin búi við kjör sem endurspegla að við metum grunnmenntun barna okkar í það minnsta með sambærilegum hætti og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Forsætisráðherra gerði málefni og mikilvægi fjölskyldunnar að umfjöllunarefni sínu. Fjölskyldan er víðfeðmt hugtak og mikilvægt þegar hugað er að aðbúnaði barna í samfélaginu að stjórnvöld skilgreini ekki fjölskylduhugtakið of þröngt. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt þar sem fjálglega er rætt um gildi og mikilvægi fjölskyldunnar að hugtakið sé þröngt skilgreint og hið þrönga fjölskylduhugtak notað til að kasta rýrð á annað heimilisform en sambúð karls og konu með börnum sínum. Markmið fjölskyldu, í hvaða formi sem hún birtist, er sambúð sem einkennist af virðingu og trausti. Heimili þar sem tækifæri eru fyrir börn að þroska hæfileika sína og verða heilsteyptar manneskjur sem kunna að deila lífi sínu af sanngirni og ábyrgð með öðru fólki. Stjórnvöld geta lagt eitt og annað af mörkum til þess að uppalendur fái betri tækifæri til þess að veita börnum sínum aðgang að verðmætum framtíðarinnar. Barnabætur eru til að mynda tekjutengdar hér á landi og mun lægri en á Norðurlöndunum. Verkefnin eru næg og gott til þess að vita að aðbúnaður barna og möguleikar þeirra til bjartrar framtíðar séu efst í huga ráðamanna um þessi áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Atlæti og framtíð barna okkar var leiðarstefið í áramótaávörpum leiðtoga þjóðarinnar þetta árið. Það fer vel á því, enda er okkur vart falið merkilegra verkefni í lífinu en að koma börnum okkar til þroska og farsældar. Það hlutverk er svo samofið því meginverki lífs okkar að hegða okkur vel og skynsamlega til þess að við megum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar réttláts og farsæls samfélags. Forsala aðgöngumiða að farsæld framtíðarinnar er núna og því fagnaðarefni að forseti, forsætisráðherra og biskup Íslands minni á þau verðmæti sem okkur eru falin með uppeldi barna okkar. Áramótin gefa tækifæri til þess að stíga á stokk og strengja heit. Annað mál er hvernig okkur tekst að vinna úr heitstrengingunum. Orð eru til alls fyrst. Tilkynning forseta Íslands um stofnun menntaverðlauna er fagnaðarefni. Verðlaun geta, ef vel er að þeim staðið, verið ágætlega til þess fallin að vekja athygli á mikilvægum þáttum í samfélagi okkar. Menntun er einn þeirra þátta sem mikilvægastir eru til þess að skapa bæði einstaklingum og þjóðinni sjálfri forsendur til hagsældar og þroska. Átök vegna kjaramála kennara á árinu sem nú hefur kvatt voru ofarlega í huga ráðamanna við áramót. Átök sem skildu eftir sig sár sem verður að græða. Stjórnendur ríkis og sveitarfélaga verða að horfa til þess sem eins af mikilvægustu verkefnum komandi tíma að efla sjálfsvirðingu kennarastéttarinnar og tilfinningu hennar fyrir mikilvægi sínu í samfélaginu. Þjóðin hefur ekki efni á því að slík grundvallarstétt í samfélaginu verði sárindum og beiskju að bráð. Sú hætta er fyrir hendi nú. Menntun þarf að vera ofar á forgangslista stjórnvalda og vinna þarf markvisst að því að kennarastéttin búi við kjör sem endurspegla að við metum grunnmenntun barna okkar í það minnsta með sambærilegum hætti og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Forsætisráðherra gerði málefni og mikilvægi fjölskyldunnar að umfjöllunarefni sínu. Fjölskyldan er víðfeðmt hugtak og mikilvægt þegar hugað er að aðbúnaði barna í samfélaginu að stjórnvöld skilgreini ekki fjölskylduhugtakið of þröngt. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt þar sem fjálglega er rætt um gildi og mikilvægi fjölskyldunnar að hugtakið sé þröngt skilgreint og hið þrönga fjölskylduhugtak notað til að kasta rýrð á annað heimilisform en sambúð karls og konu með börnum sínum. Markmið fjölskyldu, í hvaða formi sem hún birtist, er sambúð sem einkennist af virðingu og trausti. Heimili þar sem tækifæri eru fyrir börn að þroska hæfileika sína og verða heilsteyptar manneskjur sem kunna að deila lífi sínu af sanngirni og ábyrgð með öðru fólki. Stjórnvöld geta lagt eitt og annað af mörkum til þess að uppalendur fái betri tækifæri til þess að veita börnum sínum aðgang að verðmætum framtíðarinnar. Barnabætur eru til að mynda tekjutengdar hér á landi og mun lægri en á Norðurlöndunum. Verkefnin eru næg og gott til þess að vita að aðbúnaður barna og möguleikar þeirra til bjartrar framtíðar séu efst í huga ráðamanna um þessi áramót.