London City Airport 3. janúar 2005 00:01 Það er mikið búið að nefna London City Airport í umræðunni um flugvallarmálið að undanförnu. Maður sér fyrir sér flugvélarnar þar sem þær lenda á Piccadilly og farþegana sem streyma út - ótrúlega ánægðir að geta flogið svona beint inn í miðborgina. Staðreyndirnar um legu þessa flugvallar eru auðvitað allt aðrar en lesa má í aðsendum greinum í Morgunblaðinu. Hann er staðsettur langt fyrir austan miðju Lundúna, fyrir austan hið dapurlega viðskiptahverfi sem var reist á niðurníddum hafnarsvæðum í kringum Canary Wharf í góðærinu á seinni hluta níunda áratugarins. Frá flugvellinum tekur að minnsta kosti hálftíma að fara með leigubíl í West End sem telja má hina eiginlegu miðju borgarinnar - þetta er sá tími sem er gefinn upp á netinu, þeir sem þekkja umferðina í Lundúnum vita að hann er sjálfsagt talsvert lengri. Flugvöllurinn er semsagt einar tíu mílur frá miðborginni - það þýðir að á mælikvarða suð-vesturlands á Íslandi væri hann miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Til að komast þaðan með lest þarf fyrst að taka strætó drjúga leið á lestarstöðina Canning Town - en þaðan tekur við um þrjátíu mínútna lestarferð í bæinn. Þetta er semsagt miðborgarflugvöllurinn sem svo mikið er talað um. Fyrir þá sem eru staðkunnugir sést miðlæg lega hans ágætlega á kortinu hér að ofan. --- --- --- Menn hafa verið býsna fljótir að skamma ríkisstjórnina fyrir litla og lélega neyðaraðstoð við bágstadda á flóðasvæðunum við Indlandshaf. En var ekki allt í lagi að tékka á því fyrst hver þörfin væri? Stundum þarf kannski ekki að rjúka upp til handa og fóta - sama hversu ásetningurinn er góður. Flóðin breyta því heldur ekki að neyðarástand ríkir áfram í mörgum ríkjum Afríku - þar láta þúsundir lífið hvern dag við ömurlegar aðstæður. En sjónir okkar hafa beinst í aðra átt. Það þarf að meta hvar neyðin er mest og hvar hjálpin kemur að mestum notum. Oft er ágætt að láta sérfræðinga um það, en ana ekki áfram í einhverri tilfinningasemi augnabliksins. Frægt var þegar haldir voru miklir popptónleikar í Bandaríkjunum og Bretlandi sumarið 1985. Ótrúlegir fjármunir söfnuðust í Band-Aid átakinu sem Bob Geldorf stóð fyrir. Hin hryggilega staðreynd er að mest af þeim fór í súginn. Neyðaraðstoðin eyðilagðist í skemmum í Sómalíu eða á trukkum sem félagsskapurinn keypti dýrum dómum en komust aldrei leiðar sinnar. Þessi saga hefur ekki verið almennilega sögð - kannski af því það samræmdist ekki fjölmiðlaveruleikanum um hina fórnfúsu poppara. Í Bretlandi hefur Tony Blair orðið fyrir skömmum vegna þess að hann hélt áfram að vera í fríi meðan hörmungarnar gengu yfir. Peter Preston, dálkahöfundur í The Guardian, ritar pistil í dag þar sem hann segir að þegar svona dynji yfir sé ekki þörf á stjórnmálamönnum heldur skriffinnum - "administrators". Nú reyni á að þeir geri gagn. Blair geti því flatmagað áfram í sólinni við Rauðahaf ef honum sýnist. --- --- --- Menn gera skiljanlega mikið úr þessum hörmungum - mestu hamfarir alllra tíma mátti heyra í fjölmiðlunum milli jóla og nýárs. Af forvitni fór ég á vefinn og fann þennan lista um ógurlegustu náttúruhamfarir allra tíma. Ég veit ekki hversu nákvæmur hann er. Þarna má til dæmis sjá flóð í Kína 1931. Ég veit ekki betur en að þar hafi afi minn verið við hjálparstörf; hann skrifaði seinna að þarna hafi hann séð mannlega neyð mesta - og að sú tilfinning hafi ásótt sig æ síðan að hjálpin hefði verið ófullkomin og hann hefði getað gert betur. --- --- --- Það eru dálítið harkaleg viðbrögð við nýársræðum Halldórs Ásgrímssonar og Karls Sigurbjörnssonar um fjölskyldugildin að líta svo á að þeir vilji reka konurnar aftur inn á heimilin - að umhyggja þeirra fyrir fjölskyldunni sé í rauninni karlremba. En sjálfsagt hafa þeir báðir átt góðar mæður sem voru heima þegar þörf var - gáfu þeim heitan mat í hádeginu og eitthvað gott með kaffinu. Ég held meira að segja að biskupsmóðirin hafi alla tíð verið í þjóðbúningi. Ég get samt ómögulega séð að forsætisráðherrann og biskupinn séu að gera út á samviskubit kvenna sem geta ekki boðið börnum sínum slíkar trakteringar. Mér finnst allavega dálítil eftirsjá í stórfjölskyldunni - hvað sem líður kvenfrelsi, nútímalegum lifnaðarháttum og fjölmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Það er mikið búið að nefna London City Airport í umræðunni um flugvallarmálið að undanförnu. Maður sér fyrir sér flugvélarnar þar sem þær lenda á Piccadilly og farþegana sem streyma út - ótrúlega ánægðir að geta flogið svona beint inn í miðborgina. Staðreyndirnar um legu þessa flugvallar eru auðvitað allt aðrar en lesa má í aðsendum greinum í Morgunblaðinu. Hann er staðsettur langt fyrir austan miðju Lundúna, fyrir austan hið dapurlega viðskiptahverfi sem var reist á niðurníddum hafnarsvæðum í kringum Canary Wharf í góðærinu á seinni hluta níunda áratugarins. Frá flugvellinum tekur að minnsta kosti hálftíma að fara með leigubíl í West End sem telja má hina eiginlegu miðju borgarinnar - þetta er sá tími sem er gefinn upp á netinu, þeir sem þekkja umferðina í Lundúnum vita að hann er sjálfsagt talsvert lengri. Flugvöllurinn er semsagt einar tíu mílur frá miðborginni - það þýðir að á mælikvarða suð-vesturlands á Íslandi væri hann miðja vegu milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Til að komast þaðan með lest þarf fyrst að taka strætó drjúga leið á lestarstöðina Canning Town - en þaðan tekur við um þrjátíu mínútna lestarferð í bæinn. Þetta er semsagt miðborgarflugvöllurinn sem svo mikið er talað um. Fyrir þá sem eru staðkunnugir sést miðlæg lega hans ágætlega á kortinu hér að ofan. --- --- --- Menn hafa verið býsna fljótir að skamma ríkisstjórnina fyrir litla og lélega neyðaraðstoð við bágstadda á flóðasvæðunum við Indlandshaf. En var ekki allt í lagi að tékka á því fyrst hver þörfin væri? Stundum þarf kannski ekki að rjúka upp til handa og fóta - sama hversu ásetningurinn er góður. Flóðin breyta því heldur ekki að neyðarástand ríkir áfram í mörgum ríkjum Afríku - þar láta þúsundir lífið hvern dag við ömurlegar aðstæður. En sjónir okkar hafa beinst í aðra átt. Það þarf að meta hvar neyðin er mest og hvar hjálpin kemur að mestum notum. Oft er ágætt að láta sérfræðinga um það, en ana ekki áfram í einhverri tilfinningasemi augnabliksins. Frægt var þegar haldir voru miklir popptónleikar í Bandaríkjunum og Bretlandi sumarið 1985. Ótrúlegir fjármunir söfnuðust í Band-Aid átakinu sem Bob Geldorf stóð fyrir. Hin hryggilega staðreynd er að mest af þeim fór í súginn. Neyðaraðstoðin eyðilagðist í skemmum í Sómalíu eða á trukkum sem félagsskapurinn keypti dýrum dómum en komust aldrei leiðar sinnar. Þessi saga hefur ekki verið almennilega sögð - kannski af því það samræmdist ekki fjölmiðlaveruleikanum um hina fórnfúsu poppara. Í Bretlandi hefur Tony Blair orðið fyrir skömmum vegna þess að hann hélt áfram að vera í fríi meðan hörmungarnar gengu yfir. Peter Preston, dálkahöfundur í The Guardian, ritar pistil í dag þar sem hann segir að þegar svona dynji yfir sé ekki þörf á stjórnmálamönnum heldur skriffinnum - "administrators". Nú reyni á að þeir geri gagn. Blair geti því flatmagað áfram í sólinni við Rauðahaf ef honum sýnist. --- --- --- Menn gera skiljanlega mikið úr þessum hörmungum - mestu hamfarir alllra tíma mátti heyra í fjölmiðlunum milli jóla og nýárs. Af forvitni fór ég á vefinn og fann þennan lista um ógurlegustu náttúruhamfarir allra tíma. Ég veit ekki hversu nákvæmur hann er. Þarna má til dæmis sjá flóð í Kína 1931. Ég veit ekki betur en að þar hafi afi minn verið við hjálparstörf; hann skrifaði seinna að þarna hafi hann séð mannlega neyð mesta - og að sú tilfinning hafi ásótt sig æ síðan að hjálpin hefði verið ófullkomin og hann hefði getað gert betur. --- --- --- Það eru dálítið harkaleg viðbrögð við nýársræðum Halldórs Ásgrímssonar og Karls Sigurbjörnssonar um fjölskyldugildin að líta svo á að þeir vilji reka konurnar aftur inn á heimilin - að umhyggja þeirra fyrir fjölskyldunni sé í rauninni karlremba. En sjálfsagt hafa þeir báðir átt góðar mæður sem voru heima þegar þörf var - gáfu þeim heitan mat í hádeginu og eitthvað gott með kaffinu. Ég held meira að segja að biskupsmóðirin hafi alla tíð verið í þjóðbúningi. Ég get samt ómögulega séð að forsætisráðherrann og biskupinn séu að gera út á samviskubit kvenna sem geta ekki boðið börnum sínum slíkar trakteringar. Mér finnst allavega dálítil eftirsjá í stórfjölskyldunni - hvað sem líður kvenfrelsi, nútímalegum lifnaðarháttum og fjölmenningu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun