Powell, Írak og borgarpólitíkin 5. janúar 2005 00:01 Colin Powell er að láta af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í fjölmiðlum er talað um hann eins og þetta sé mikilhæfur maður. Ég verð þó að segja að mér finnst hann hálf ærulaus eftir ræðuna frægu sem hann hélt hjá Sameinuðu þjóðunum til að reyna sannfæra heimsbyggðina um nauðsyn þess að ráðast inn í Írak. Fréttamiðlar og stjórnmálaskýrendur víða um heim fögnuðu þessari ræðu eins og hún hefði að geyma mikil sannindi. Margir létu eins og þeir hefðu séð ljósið varðandi innrásina. Stuttu seinna kom á daginn að ekki stóð steinn yfir steini. Það sem Powell sagði í ræðunni var að miklu leyti hálfsannleikur og getsakir - sumt hreinlega lygi. Staðhæfingar um rör sem Írakar áttu að hafa keypt til kjarnorkuvinnslu voru svo vitlausar að sérfræðingar í Bandaríkjunum stóðu á öndinni af undrun. Gervihnattamyndir af mannaferðum kringum verksmiðju sem átti að framleiða gereyðingarvopn reyndust alveg marklausar. Þetta er blettur á ferli manns sem að mörgu leyti kemur vel fyrir sjónir - gerir víst upp gamla volvobíla í frístundum. Ferill hans sem utanríkisráðherra virðist líka hálf misheppnaður í ljósi þess að sjálfur hefur hann ekki getað haldið aftur af efasemdum um innrásina í Írak. Þannig hefur hann litið út eins og auðsveipur þjónn manna sem nota hann í vafasömum tilgangi. Eftir Powell eru höfð varnaðarorðin "you break it, you bought it" um Íraksstríðið. Meiningin er sú að ef Bandaríkjamenn brjóta allt og bramla í Írak eigi þeir í rauninni staðinn - þá sé engin leið út aftur. --- --- --- Ástandið í Írak hefur ekki verið verra síðan á dögum innrásarinnar, líkt og lesa má í þessari grein Patricks Cockburn í The Spectator. Hann segir að stríðsástand ríki í 15 af 18 héruðum landsins - aðeins sé friður á svæðum Kúrda. Það er ekki lýðræði sem er í uppsiglingu í Írak eins og Bush og Blair halda fram, heldur uppgjör milli shía- og súnnímuslima. Hatrið milli fylkinganna eykst - það er komið inn í ræður klerkanna í moskunum. Shíar sigra í kosningunum 30. janúar, þeir eru fjölmennari. Súnníar sniðganga líklega kosningarnar. Vel er hugsanlegt að komi til borgarastríðs í kjölfarið. Kosningarnar stilla ekki til friðar. Bandarískir hermenn halda áfram að falla - tveir til þrír á dag. Á vefnum Middle East Online má lesa að uppreisnarmenn í Írak séu nú 200 þúsund talsins. Það rennir varla stoðum undir þau orð Tonys Blair í Íraksheimsókninni fyrir jólin að baráttan standi milli lýðræðis og hryðjuverka. Hér eru flóknari öfl að verki. --- --- --- Sjálfstæðismenn fara hamförum í borgarstjórninni nú um hátíðarnar - þeir vöknuðu upp við vondan draum við könnunina sem sýndi að þeir hefðu engu meira fylgi en í kosningunum síðast. Vandi þeirra er meðal annars sá að þeir hafa engin ný mál til að vekja áhuga kjósenda. Það er alltaf runnið í sama farið - rætt um skuldasöfnun R-listans, skattahækkanir og LínuNet. Til lengdar er erfitt að fá fólk til að hlusta á þetta. Í þetta sinn hefur þeim reyndar tekist ágætlega að þjarma að Alfreð Þorsteinssyni, hann svarar með stórfurðulegri tillögu um að láta fara fram rannsókn á sjónvarpsrekstri Símans. Sumir mundu ætla að tími Alfreðs sé á þrotum, en það er samt spurning hvort þetta hefur áhrif til langframa. Alfreð hefur verið svo lengi að paufast þetta að hann kemur fyrir í kvæði sem vinur minn orti í skólablað í MR 1977 - var þar nefndur Alfredó skransali. Það hefur heldur ekkert ræst úr forystukreppunni hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekkert nýtt fram að færa í umræðunni um skipulagsmál - bara þetta sama gamla, taka meira pláss undir samgöngumannvirki. Þetta eru mál sem þeir veigra sér frekar við að hugsa um af ótta við að styggja landsbyggðarkarla í flokknum - Sturlu, Einar Guðfinns og co. Samt er þetta víðfemur málaflokkur með ótal skírskotanir. Til dæmis má hæglega tengja þetta við umræðuna um hnignun fjölskyldunnar. Betra skipulag þýðir minni þeyting milli fjarlægra bæjarhluta, meiri tíma til að vera með fjölskyldunni, minni upplausn. --- --- --- Í rauninni er sátt um hérumbil allt í borginni milli minnihlutans og meirihlutans - það er þess vegna sem borgarpólitíkin virðist svo ófrjó. Eina stóra málið sem stendur út af er skipulagið. Sjálfstæðismenn ættu að taka sig taki og reyna að koma fram sem nútímalegt, borgarmiðað stjórnmálaafl - leggja fram alvöru hugmyndir um eflingu borgarsamfélagsins, uppbyggingu Vatnsmýrarinnar, hvernig og hvert borgin á að vaxa. Maður hefur á tilfinningunni að framsóknarmenn verði alltaf á móti því að flugvöllurinn fari, þvælist þar fyrir eins og þeim er lagið - það er líka spurning með Vinstri græna sem er mjög tamt að líta á sig sem landsbyggðarflokk. Það er þá spurning með Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Má kannski hugsa sér að þessir flokkar hristi upp í löngu stöðnuðum flokkadráttum - myndi jafnvel meirihluta í borgarstjórninni með það fyrir augum að umbylta skipulaginu í borginni? Þá gæti borgarstjórnin altént öðlast pólitískan styrk sem nú skortir sárlega. Þarf ekki nýja hugsun fremur en andlaust karpið sem ómar úr Ráðhúsinu? --- --- --- Margt ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum skilur þörfina á endurreisn í borginni. Heimdallur ályktaði á síðasta ári um brottflutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni - sagði að hann ætti að fara sem fyrst. Í síðustu viku skrifaði svo ungur verkfræðinemi, Brynjólfur Stefánsson, góðan pistil á hægfara hægrivefinn Deigluna þar sem segir meðal annars: "Sá grunur læðist að manni að einhver önnur sjónarmið ráði þeirri ákvörðun að halda flugvellinum en hagsmunir Reykvíkinga. Sú skoðun ráðherra að Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir atvinnuástand borgarinnar stendur á brauðfótum því að ef flugvöllurinn færi myndi án efa hefjast uppbygging á svæðinu sem hefði margfalt betri áhrif á atvinnuástand borgarinnar, bæði í uppbyggingunni sjálfri og þeirri starfsemi sem byggðist þar upp. Eins er hægt að benda á að atvinnuástand í Reykjavík er alls ekki svo slæmt miðað við annars staðar á landinu og þar fyrir utan er enginn að tala um að leggja niður innanlandsflug svo að þau störf sem hugsanlega glatast í Vatnsmýrinni myndu skapast annars staðar. Varðandi svör ráðherra um að brotthvarf flugvallarins þýddi sóun á þeim fjármunum sem í hann voru lagðir, væri rétt spyrja sig af hverju var þessum fjármunum eytt til að byrja með? Hefði ekki verið skynsamlegra að eyða þeim peningum í uppbyggingu á nýjum flugvelli annars staðar eða í að útbúa Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug? Og hversu mikils mega þessir fjármunir sín í samanburði við það fé sem Reykjavíkingar borga í auknar samgöngur vegna dreifingar byggðar allt til Kjalarness?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Colin Powell er að láta af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í fjölmiðlum er talað um hann eins og þetta sé mikilhæfur maður. Ég verð þó að segja að mér finnst hann hálf ærulaus eftir ræðuna frægu sem hann hélt hjá Sameinuðu þjóðunum til að reyna sannfæra heimsbyggðina um nauðsyn þess að ráðast inn í Írak. Fréttamiðlar og stjórnmálaskýrendur víða um heim fögnuðu þessari ræðu eins og hún hefði að geyma mikil sannindi. Margir létu eins og þeir hefðu séð ljósið varðandi innrásina. Stuttu seinna kom á daginn að ekki stóð steinn yfir steini. Það sem Powell sagði í ræðunni var að miklu leyti hálfsannleikur og getsakir - sumt hreinlega lygi. Staðhæfingar um rör sem Írakar áttu að hafa keypt til kjarnorkuvinnslu voru svo vitlausar að sérfræðingar í Bandaríkjunum stóðu á öndinni af undrun. Gervihnattamyndir af mannaferðum kringum verksmiðju sem átti að framleiða gereyðingarvopn reyndust alveg marklausar. Þetta er blettur á ferli manns sem að mörgu leyti kemur vel fyrir sjónir - gerir víst upp gamla volvobíla í frístundum. Ferill hans sem utanríkisráðherra virðist líka hálf misheppnaður í ljósi þess að sjálfur hefur hann ekki getað haldið aftur af efasemdum um innrásina í Írak. Þannig hefur hann litið út eins og auðsveipur þjónn manna sem nota hann í vafasömum tilgangi. Eftir Powell eru höfð varnaðarorðin "you break it, you bought it" um Íraksstríðið. Meiningin er sú að ef Bandaríkjamenn brjóta allt og bramla í Írak eigi þeir í rauninni staðinn - þá sé engin leið út aftur. --- --- --- Ástandið í Írak hefur ekki verið verra síðan á dögum innrásarinnar, líkt og lesa má í þessari grein Patricks Cockburn í The Spectator. Hann segir að stríðsástand ríki í 15 af 18 héruðum landsins - aðeins sé friður á svæðum Kúrda. Það er ekki lýðræði sem er í uppsiglingu í Írak eins og Bush og Blair halda fram, heldur uppgjör milli shía- og súnnímuslima. Hatrið milli fylkinganna eykst - það er komið inn í ræður klerkanna í moskunum. Shíar sigra í kosningunum 30. janúar, þeir eru fjölmennari. Súnníar sniðganga líklega kosningarnar. Vel er hugsanlegt að komi til borgarastríðs í kjölfarið. Kosningarnar stilla ekki til friðar. Bandarískir hermenn halda áfram að falla - tveir til þrír á dag. Á vefnum Middle East Online má lesa að uppreisnarmenn í Írak séu nú 200 þúsund talsins. Það rennir varla stoðum undir þau orð Tonys Blair í Íraksheimsókninni fyrir jólin að baráttan standi milli lýðræðis og hryðjuverka. Hér eru flóknari öfl að verki. --- --- --- Sjálfstæðismenn fara hamförum í borgarstjórninni nú um hátíðarnar - þeir vöknuðu upp við vondan draum við könnunina sem sýndi að þeir hefðu engu meira fylgi en í kosningunum síðast. Vandi þeirra er meðal annars sá að þeir hafa engin ný mál til að vekja áhuga kjósenda. Það er alltaf runnið í sama farið - rætt um skuldasöfnun R-listans, skattahækkanir og LínuNet. Til lengdar er erfitt að fá fólk til að hlusta á þetta. Í þetta sinn hefur þeim reyndar tekist ágætlega að þjarma að Alfreð Þorsteinssyni, hann svarar með stórfurðulegri tillögu um að láta fara fram rannsókn á sjónvarpsrekstri Símans. Sumir mundu ætla að tími Alfreðs sé á þrotum, en það er samt spurning hvort þetta hefur áhrif til langframa. Alfreð hefur verið svo lengi að paufast þetta að hann kemur fyrir í kvæði sem vinur minn orti í skólablað í MR 1977 - var þar nefndur Alfredó skransali. Það hefur heldur ekkert ræst úr forystukreppunni hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa ekkert nýtt fram að færa í umræðunni um skipulagsmál - bara þetta sama gamla, taka meira pláss undir samgöngumannvirki. Þetta eru mál sem þeir veigra sér frekar við að hugsa um af ótta við að styggja landsbyggðarkarla í flokknum - Sturlu, Einar Guðfinns og co. Samt er þetta víðfemur málaflokkur með ótal skírskotanir. Til dæmis má hæglega tengja þetta við umræðuna um hnignun fjölskyldunnar. Betra skipulag þýðir minni þeyting milli fjarlægra bæjarhluta, meiri tíma til að vera með fjölskyldunni, minni upplausn. --- --- --- Í rauninni er sátt um hérumbil allt í borginni milli minnihlutans og meirihlutans - það er þess vegna sem borgarpólitíkin virðist svo ófrjó. Eina stóra málið sem stendur út af er skipulagið. Sjálfstæðismenn ættu að taka sig taki og reyna að koma fram sem nútímalegt, borgarmiðað stjórnmálaafl - leggja fram alvöru hugmyndir um eflingu borgarsamfélagsins, uppbyggingu Vatnsmýrarinnar, hvernig og hvert borgin á að vaxa. Maður hefur á tilfinningunni að framsóknarmenn verði alltaf á móti því að flugvöllurinn fari, þvælist þar fyrir eins og þeim er lagið - það er líka spurning með Vinstri græna sem er mjög tamt að líta á sig sem landsbyggðarflokk. Það er þá spurning með Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Má kannski hugsa sér að þessir flokkar hristi upp í löngu stöðnuðum flokkadráttum - myndi jafnvel meirihluta í borgarstjórninni með það fyrir augum að umbylta skipulaginu í borginni? Þá gæti borgarstjórnin altént öðlast pólitískan styrk sem nú skortir sárlega. Þarf ekki nýja hugsun fremur en andlaust karpið sem ómar úr Ráðhúsinu? --- --- --- Margt ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum skilur þörfina á endurreisn í borginni. Heimdallur ályktaði á síðasta ári um brottflutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni - sagði að hann ætti að fara sem fyrst. Í síðustu viku skrifaði svo ungur verkfræðinemi, Brynjólfur Stefánsson, góðan pistil á hægfara hægrivefinn Deigluna þar sem segir meðal annars: "Sá grunur læðist að manni að einhver önnur sjónarmið ráði þeirri ákvörðun að halda flugvellinum en hagsmunir Reykvíkinga. Sú skoðun ráðherra að Reykjavíkurflugvöllur sé mikilvægur fyrir atvinnuástand borgarinnar stendur á brauðfótum því að ef flugvöllurinn færi myndi án efa hefjast uppbygging á svæðinu sem hefði margfalt betri áhrif á atvinnuástand borgarinnar, bæði í uppbyggingunni sjálfri og þeirri starfsemi sem byggðist þar upp. Eins er hægt að benda á að atvinnuástand í Reykjavík er alls ekki svo slæmt miðað við annars staðar á landinu og þar fyrir utan er enginn að tala um að leggja niður innanlandsflug svo að þau störf sem hugsanlega glatast í Vatnsmýrinni myndu skapast annars staðar. Varðandi svör ráðherra um að brotthvarf flugvallarins þýddi sóun á þeim fjármunum sem í hann voru lagðir, væri rétt spyrja sig af hverju var þessum fjármunum eytt til að byrja með? Hefði ekki verið skynsamlegra að eyða þeim peningum í uppbyggingu á nýjum flugvelli annars staðar eða í að útbúa Keflavíkurflugvöll fyrir innanlandsflug? Og hversu mikils mega þessir fjármunir sín í samanburði við það fé sem Reykjavíkingar borga í auknar samgöngur vegna dreifingar byggðar allt til Kjalarness?"