Viðskipti innlent

Nýr forstjóri 66°Norður ráðinn

Marinó Guðmundsson rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðinn forstjóri 66°Norður-Sjóklæðagerðarinnar hf. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðurljósa og aðstoðarútvarpsstjóri Íslenska Útvarpsfélagsins. Marinó tekur við af Þórarni Elmari Jensen sem verið hefur forstjóri og aðaleigandi 66° Norður frá því árið 1966 en lætur nú af störfum er Sigurjón Sighvatsson eignast ráðandi hlut í fyrirtækinu. Marinó hefur mjög víðtæka reynslu af störfum í viðskiptalífinu, bæði hér heima og erlendis. Hann starfaði meðal annars sem viðskiptafræðingur hjá Coopers og Librant og varfjármálastjóri augýsingastofunnar Gott fólk. Marinó starfaði erlendis um fimm ára skeið og gengdi á þeim tíma stöðu sérfræðings á fyrirtækjasviði hjá Fortisbank í London. Sigurjón Sighvatsson og Marinó Guðmundsson störfuðu saman þann tíma sem Sigurjón var stjórnarmaður og eigandi í Norðurljósum. Marinó er 38 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Steindórsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau þrjú börn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×