Viðskipti innlent

Landsbankinn með mestu veltuna

Landsbankinn var atkvæðamestur markaðsaðila á hlutabréfamarkaði á nýliðnu ári samkvæmt markaðsyfirliti Kauphallar Íslands. Landsbankinn var með um 34% af heildarveltu viðskipta með hlutabréf en KB banki var næstur með tæplega 33% af veltunni. Þessir tveir aðilar skera sig algerlega úr hvað þetta varðar en næstur þeim kom Íslandsbanki með tæplega 16%. Samtals stóðu fimm stærstu markaðsaðilarnir á bak við 93% af heildarveltu hlutabréfa í Kauphöllinni á árinu. Ef litið er eingöngu á innanþingsviðskipti er KB banki með stærstan hluta veltunnar, eða 35,5%, Landsbankinn kemur næstur með 21,3% og síðan Íslandsbanki með 17,6%. Fimm stærstu innanþingsaðilarnir eru með 87,4% af allri innanþingsveltu síðasta árs. Eins og greint var frá í vikunni var metvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands árið 2004.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×