Sætsúpusöngvari 8. janúar 2005 00:01 Við Jakob Bjarnar vinur minn göntuðumst með það einu sinni að þegar við færum á elliheimili myndum við efna til ritdeilu um Elvis Presley. Ég ætlaði að skrifa greinar í Velvakanda undir nafninu "Einn á Grund". Átti að halda því fram að Elvis hefði verið asnalegur. Jakob ætlaði að svara og segja að hann hefði verið frábær. Annars væri ekki erfitt fyrir mig að halda fram þessum málstað - þegar ég var að alast upp var Elvis með því hallærislegasta sem hugsast gat. Eins og ofvaxinn hani á sviði í Las Vegas. Breska rokkið feykti þessu öllu burt. Og enn kemst ég ekki yfir það að Elvis sé sætsúpusöngvari. Er goðgá að segja leiðinlegur? --- --- ---- Þegar Elvis dó var ég í frönskuskóla í Grenoble í Frakklandi. Þetta var sami dagur og ég kynntist Matthíasi Viðari. Man að ég sá fréttina á forsíðu blaðs þegar ég fór út í búð að kaupa rósavínsflósku til að drekka um kvöldið. "Elvis est mort." Ég var penn í drykkjunni þá. Matthías Viðar kom með fulla flösku af Pernod á stúdentagarðinn til mín - gerðist nokkuð drukkinn. Ég man ekki til þess að okkur hafi þótt nokkuð til um fréttirnar. --- --- --- Við fórum í búð ég og konan mín og hún keypti stóran poka af congabrjóstsykri. Var að reyna að finna eitthvað sem ég myndi örugglega ekki borða frá sér. Ég var alveg búinn að gleyma að conga væri til. Ég tengi hann við elliheimili, gamalt fólk sem dregur velktan brjóstsykur upp úr pússi sínu, vasa fulla af ló. Ég velti fyrir mér hvort brenndur bismarck sé ennþá til. Sá hann ekki í búðinni. Hefur einhver smekk fyrir svoleiðis bragði lengur - brúnu og örlítið beisku? Er annars ekki líklegast að þessi brjóstsykur heiti eftir sjálfum járnkanslaranum - og hví þá? Einu sinni var ég í byggingarvinnu með strák sem var frá Bismarck, Ohio. Hann var ekki mjög vel að sér og hélt að borgin hefði verið nefnd eftir verkfræðingnum sem lagði járnbraut um fylkið. --- --- --- Orðið útrás ætlar strax að verða hræðileg tugga. Svona eins og .is fyrir nokkrum árum. Í dagblaði í dag les ég að Hreiðar Már, bankastjóri hjá KB, talar um vesturferðir Íslendinga sem útrás síns tíma. Það er pínu langsótt - og alveg merkingarlaust. Þetta var fátækt fólk að flýja land í leit að betri kjörum - og flestra beið áframhaldandi fátækt og hörð lífsbarátta. Þeir sem settust að á sléttum Kanada máttu þola hræðilegan kulda á vetrum, en á sumrin var nær ólíft fyrir mýi. Sýningin Híbýli vindanna sem Heiðar Már og KB eru að styrkja er annars ágætlega forvitnileg - ég hef trú á Þórhildi sem leikstjóra. Hins vegar finnst manni dálítil örvænting í því þegar leikhúsin eru sífellt að setja upp vinsæl bókmenntaverk í von um að lesendaskarinn mæti. Stundum gengur þetta upp - en mig minnir samt að uppsetningar á sögum Halldórs Laxness hafi flestar verið alveg hörmulegar. Voru víkingarnir útrás síns tíma? Voru rán og morð Egils Skallagrímssonar útrásarverkefni? Eða þjóðflutningarnir? Vísigotar og Vandalar og allt það? --- --- --- Moustafa Barghouti forsetaframbjóðandi í Palestínu var gestur í þætti hjá mér fyrir nokkrum árum. Mér fannst þetta glæsilegur og gáfaður maður - læknir að mennt. Hann hefur furðu mikið fylgi þótt ekki sigri hann Mahmoud Abbas. Barghouti er fulltrúi nýrrar kynslóðar í palestínskum stjórnmálum - fólks sem vill lýðræðislegri og opnari stjórnarhætti. Samt spurning hvað er gerlegt í þeirri dýflissu sem Palestína er orðin undir hernámi Ísraels. Davíð Oddsson segir í ræðu í dag að friðvænlegra sé Mið-Austurlöndum eftir dauða Arafats. Kannski verða nýir stjórnarherrar þar eitthvað meðfærilegri? Það að breytir því ekki að hið eina sem er framleitt á heimastjórnarsvæðum Palestínu núorðið er beiskja, hatur og upprennandi hryðjuverkamenn. Kúgunin er linnulaus - örvæntingin án enda. Eru Ísraelsmenn líklegir til að bjóða Palestínumönnum einhvern vott af frelsi án þess að yfir vofi hótunin um ofbeldi? Eina lausnin til frambúðar er sú sem sú sem Dorrit Moussaieff hefur nefnt - að Ísrael skili herteknu svæðunum og Jerúsalem verði sameiginleg höfuðborg trúarbragðanna sem þar halda til. En vegna trúarofstækis í Ísrael og Bandaríkjunum er þetta líklega ekki hægt. Það er lítil rausn að gefa Palestínumönnum eftir eymdarbælið Gaza. En meira að segja það vefst fyrir Ísraelsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun
Við Jakob Bjarnar vinur minn göntuðumst með það einu sinni að þegar við færum á elliheimili myndum við efna til ritdeilu um Elvis Presley. Ég ætlaði að skrifa greinar í Velvakanda undir nafninu "Einn á Grund". Átti að halda því fram að Elvis hefði verið asnalegur. Jakob ætlaði að svara og segja að hann hefði verið frábær. Annars væri ekki erfitt fyrir mig að halda fram þessum málstað - þegar ég var að alast upp var Elvis með því hallærislegasta sem hugsast gat. Eins og ofvaxinn hani á sviði í Las Vegas. Breska rokkið feykti þessu öllu burt. Og enn kemst ég ekki yfir það að Elvis sé sætsúpusöngvari. Er goðgá að segja leiðinlegur? --- --- ---- Þegar Elvis dó var ég í frönskuskóla í Grenoble í Frakklandi. Þetta var sami dagur og ég kynntist Matthíasi Viðari. Man að ég sá fréttina á forsíðu blaðs þegar ég fór út í búð að kaupa rósavínsflósku til að drekka um kvöldið. "Elvis est mort." Ég var penn í drykkjunni þá. Matthías Viðar kom með fulla flösku af Pernod á stúdentagarðinn til mín - gerðist nokkuð drukkinn. Ég man ekki til þess að okkur hafi þótt nokkuð til um fréttirnar. --- --- --- Við fórum í búð ég og konan mín og hún keypti stóran poka af congabrjóstsykri. Var að reyna að finna eitthvað sem ég myndi örugglega ekki borða frá sér. Ég var alveg búinn að gleyma að conga væri til. Ég tengi hann við elliheimili, gamalt fólk sem dregur velktan brjóstsykur upp úr pússi sínu, vasa fulla af ló. Ég velti fyrir mér hvort brenndur bismarck sé ennþá til. Sá hann ekki í búðinni. Hefur einhver smekk fyrir svoleiðis bragði lengur - brúnu og örlítið beisku? Er annars ekki líklegast að þessi brjóstsykur heiti eftir sjálfum járnkanslaranum - og hví þá? Einu sinni var ég í byggingarvinnu með strák sem var frá Bismarck, Ohio. Hann var ekki mjög vel að sér og hélt að borgin hefði verið nefnd eftir verkfræðingnum sem lagði járnbraut um fylkið. --- --- --- Orðið útrás ætlar strax að verða hræðileg tugga. Svona eins og .is fyrir nokkrum árum. Í dagblaði í dag les ég að Hreiðar Már, bankastjóri hjá KB, talar um vesturferðir Íslendinga sem útrás síns tíma. Það er pínu langsótt - og alveg merkingarlaust. Þetta var fátækt fólk að flýja land í leit að betri kjörum - og flestra beið áframhaldandi fátækt og hörð lífsbarátta. Þeir sem settust að á sléttum Kanada máttu þola hræðilegan kulda á vetrum, en á sumrin var nær ólíft fyrir mýi. Sýningin Híbýli vindanna sem Heiðar Már og KB eru að styrkja er annars ágætlega forvitnileg - ég hef trú á Þórhildi sem leikstjóra. Hins vegar finnst manni dálítil örvænting í því þegar leikhúsin eru sífellt að setja upp vinsæl bókmenntaverk í von um að lesendaskarinn mæti. Stundum gengur þetta upp - en mig minnir samt að uppsetningar á sögum Halldórs Laxness hafi flestar verið alveg hörmulegar. Voru víkingarnir útrás síns tíma? Voru rán og morð Egils Skallagrímssonar útrásarverkefni? Eða þjóðflutningarnir? Vísigotar og Vandalar og allt það? --- --- --- Moustafa Barghouti forsetaframbjóðandi í Palestínu var gestur í þætti hjá mér fyrir nokkrum árum. Mér fannst þetta glæsilegur og gáfaður maður - læknir að mennt. Hann hefur furðu mikið fylgi þótt ekki sigri hann Mahmoud Abbas. Barghouti er fulltrúi nýrrar kynslóðar í palestínskum stjórnmálum - fólks sem vill lýðræðislegri og opnari stjórnarhætti. Samt spurning hvað er gerlegt í þeirri dýflissu sem Palestína er orðin undir hernámi Ísraels. Davíð Oddsson segir í ræðu í dag að friðvænlegra sé Mið-Austurlöndum eftir dauða Arafats. Kannski verða nýir stjórnarherrar þar eitthvað meðfærilegri? Það að breytir því ekki að hið eina sem er framleitt á heimastjórnarsvæðum Palestínu núorðið er beiskja, hatur og upprennandi hryðjuverkamenn. Kúgunin er linnulaus - örvæntingin án enda. Eru Ísraelsmenn líklegir til að bjóða Palestínumönnum einhvern vott af frelsi án þess að yfir vofi hótunin um ofbeldi? Eina lausnin til frambúðar er sú sem sú sem Dorrit Moussaieff hefur nefnt - að Ísrael skili herteknu svæðunum og Jerúsalem verði sameiginleg höfuðborg trúarbragðanna sem þar halda til. En vegna trúarofstækis í Ísrael og Bandaríkjunum er þetta líklega ekki hægt. Það er lítil rausn að gefa Palestínumönnum eftir eymdarbælið Gaza. En meira að segja það vefst fyrir Ísraelsmönnum.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun