Að flokka heimilissorp 13. október 2005 15:20 Við búum í miklu umbúðasamfélagi. Inn á heimili okkar berast umbúðir í ótrúlegu magni og það er merkilegt að skoða hvað framleiðendur ýmissa vöruflokka virðast telja nauðsynlegt og/eða gagnlegt að pakka vörunni sinni oft inn. Flest af þessu fer beint í ruslið á íslenskum heimilum, sorpflokkun er í lágmarki enda tímafrek og óaðgengileg. Það eru ekki mörg ár síðan haft var á orði að lengi tæki sjórinn við. Nú heyrist þetta varla lengur enda vitum við betur. Sjórinn er hættur að taka við, mengun af mannanna völdum ógnar öllu lífi á jörðinni. Það gengur samt býsna hægt að bregðast við og á íslenskum heimilum eru líklega minni líkur en meiri á sorpflokkun að nokkru gagni. Enn ganga sumir um í þeirri trú að sorpflokkun sé ekki til neins, þetta fari hvort sem er allt í eina hrúgu eða eina gryfju í lokin. Það sé til lítils að setja fernur í einn gám og dagblöð í annan því þetta endi allt í einni kös og hugmyndir um annað séu blekking. Það virðist því þurfa átak í að mennta þjóðina í sorpflokkun. Upplýsa þarf stóran hluta þjóðarinnar um hvað verður um sorpið, hvernig dagblöð og fernur fara t.d. til Svíþjóðar til endurvinnslu og koma til okkar aftur sem umbúðir utan um aðra vöru og ef við flokkum þær umbúðir geta þær farið annan hring og þannig áfram. Við sjáum hins vegar ekki gagnsemi flokkunar frá degi til dags. Ekkert í okkar daglega lífi hér uppi á Íslandi minnir okkur á mikilvægi þess að draga úr mengun af öllu tagi. Ótrúlega margir flokka ekki einu sinni fernur utan af drykkjarvörum þótt það sé reyndar afar einfaldur gjörningur. Víða eru sérstakir gámar sem taka annars vegar við dagblöðum og hins vegar við drykkjarfernum. Þó verður að viðurkennast að það er leiðinlegt og tímafrekt að ganga um þá. Það þarf ákveðið lag til að koma fernunum ofan í gámana og er ekki aðlaðandi verkefni um hávetur í frosti og kulda. Barnafólk segir þetta allt of tímafrekt og flókið ferli. Börnin bíða í bílnum, þreytt og úrill eftir of langan vinnudag á sínum vinnustað; leikskóla eða grunnskóla, og vilja bara komast heim. Sama gildir um flöskur og dósir. Þær þarf að fara með á næsta sorpflokkunarstað og jafnvel lenda þar í biðröð í allt að hálftíma eða lengur. Barnafólk segir þetta of erfitt og tímafrekt ferli og þótt gjald fáist fyrir hverja flösku og dós er það of lágt til að fólk vilji leggja á sig vinnuna sem felst í að koma þessu á sinn stað. Þar að auki hafa ekki allir aðstöðu til að safna flöskum og dósum í einhvern tíma heima, það þýðir að fara þarf mun oftar á endurvinnslustöðina og útkoman er sú að þetta er ekki á sig leggjandi. Reyndar létta ýmsar íþróttadeildir verulega undir með heimilum því ungmenni ganga milli heimila og safna saman dósum og flöskum í fjáröflunarskyni, sem er auðvitað ágætt. En hvað er til ráða? Ljóst er að við hegðum okkur, mörg hver, af algjöru ábyrgðarleysi þegar kemur að meðferð og flokkun heimilissorps. Þar hlýtur að þurfa að koma til stóraukin fræðsla og hreinn og beinn áróður til að vekja fólk til umhugsunar og aðgerða. Það þarf viðhorfsbreytingu og nýjar fréttir af sorpflokkun í Melaskóla voru góðar fréttir. Þar er markvisst unnið að því að gera börnin meðvituð um meðferð sorpsins. En það hlýtur líka að þurfa að koma til aukið aðgengi og þægilegri aðferðir við flokkun. Grænar tunnur á vegum Reykjavíkurborgar eru gott skref í rétta átt og vonandi stíga fleiri sveitarfélög svipuð skref. Víða er reyndar verið að gera ágæta hluti hérlendis í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Allt of dýrt segja sumir. Það er skammtímasjónarmið. Það er allt of dýrt til lengri tíma litið að skera ekki upp herör í umhverfismálum. Við höfum ekki lengur efni á að láta eins og sjórinn taki endalaust við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Við búum í miklu umbúðasamfélagi. Inn á heimili okkar berast umbúðir í ótrúlegu magni og það er merkilegt að skoða hvað framleiðendur ýmissa vöruflokka virðast telja nauðsynlegt og/eða gagnlegt að pakka vörunni sinni oft inn. Flest af þessu fer beint í ruslið á íslenskum heimilum, sorpflokkun er í lágmarki enda tímafrek og óaðgengileg. Það eru ekki mörg ár síðan haft var á orði að lengi tæki sjórinn við. Nú heyrist þetta varla lengur enda vitum við betur. Sjórinn er hættur að taka við, mengun af mannanna völdum ógnar öllu lífi á jörðinni. Það gengur samt býsna hægt að bregðast við og á íslenskum heimilum eru líklega minni líkur en meiri á sorpflokkun að nokkru gagni. Enn ganga sumir um í þeirri trú að sorpflokkun sé ekki til neins, þetta fari hvort sem er allt í eina hrúgu eða eina gryfju í lokin. Það sé til lítils að setja fernur í einn gám og dagblöð í annan því þetta endi allt í einni kös og hugmyndir um annað séu blekking. Það virðist því þurfa átak í að mennta þjóðina í sorpflokkun. Upplýsa þarf stóran hluta þjóðarinnar um hvað verður um sorpið, hvernig dagblöð og fernur fara t.d. til Svíþjóðar til endurvinnslu og koma til okkar aftur sem umbúðir utan um aðra vöru og ef við flokkum þær umbúðir geta þær farið annan hring og þannig áfram. Við sjáum hins vegar ekki gagnsemi flokkunar frá degi til dags. Ekkert í okkar daglega lífi hér uppi á Íslandi minnir okkur á mikilvægi þess að draga úr mengun af öllu tagi. Ótrúlega margir flokka ekki einu sinni fernur utan af drykkjarvörum þótt það sé reyndar afar einfaldur gjörningur. Víða eru sérstakir gámar sem taka annars vegar við dagblöðum og hins vegar við drykkjarfernum. Þó verður að viðurkennast að það er leiðinlegt og tímafrekt að ganga um þá. Það þarf ákveðið lag til að koma fernunum ofan í gámana og er ekki aðlaðandi verkefni um hávetur í frosti og kulda. Barnafólk segir þetta allt of tímafrekt og flókið ferli. Börnin bíða í bílnum, þreytt og úrill eftir of langan vinnudag á sínum vinnustað; leikskóla eða grunnskóla, og vilja bara komast heim. Sama gildir um flöskur og dósir. Þær þarf að fara með á næsta sorpflokkunarstað og jafnvel lenda þar í biðröð í allt að hálftíma eða lengur. Barnafólk segir þetta of erfitt og tímafrekt ferli og þótt gjald fáist fyrir hverja flösku og dós er það of lágt til að fólk vilji leggja á sig vinnuna sem felst í að koma þessu á sinn stað. Þar að auki hafa ekki allir aðstöðu til að safna flöskum og dósum í einhvern tíma heima, það þýðir að fara þarf mun oftar á endurvinnslustöðina og útkoman er sú að þetta er ekki á sig leggjandi. Reyndar létta ýmsar íþróttadeildir verulega undir með heimilum því ungmenni ganga milli heimila og safna saman dósum og flöskum í fjáröflunarskyni, sem er auðvitað ágætt. En hvað er til ráða? Ljóst er að við hegðum okkur, mörg hver, af algjöru ábyrgðarleysi þegar kemur að meðferð og flokkun heimilissorps. Þar hlýtur að þurfa að koma til stóraukin fræðsla og hreinn og beinn áróður til að vekja fólk til umhugsunar og aðgerða. Það þarf viðhorfsbreytingu og nýjar fréttir af sorpflokkun í Melaskóla voru góðar fréttir. Þar er markvisst unnið að því að gera börnin meðvituð um meðferð sorpsins. En það hlýtur líka að þurfa að koma til aukið aðgengi og þægilegri aðferðir við flokkun. Grænar tunnur á vegum Reykjavíkurborgar eru gott skref í rétta átt og vonandi stíga fleiri sveitarfélög svipuð skref. Víða er reyndar verið að gera ágæta hluti hérlendis í þessum málaflokki en betur má ef duga skal. Allt of dýrt segja sumir. Það er skammtímasjónarmið. Það er allt of dýrt til lengri tíma litið að skera ekki upp herör í umhverfismálum. Við höfum ekki lengur efni á að láta eins og sjórinn taki endalaust við.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun