Bretar treysta íslenskum víkingum 13. október 2005 15:21 Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira