Hnignun Þýskalands 12. janúar 2005 00:01 Það hefur stundum verið sagt um þýska heimspekinginn Schopenhauer að hann hafi búið til heimspeki úr almennri svartsýni á tilveruna. Einhver sagði mér að svo mikil svartsýni hafi stafað af manninum að jafnlyndasta fólk hafi átt það til að verða miður sín af kurteislegu samtali við hann um almælt tíðindi. Þýskaland er auðvitað staður sem hefur stundum á tiltölulega nýlegri tíð gefið mönnum nokkurt tilefni til dökkra hugleiðinga. Fyrir fáum árum virtist manni hins vegar sem staða mála í landinu væri orðin slík að flestir ættu að hneigjast til annars en bölsýni. Þjóðverjum tókst ekki aðeins að búa til stærsta og þróttmesta hagkerfi Evrópu eftir stríðið, heldur einnig eitt jafnasta og lýðræðislegasta samfélag álfunnar þar sem menntun og öryggi var fyrir alla og það besta úr hámenningu heimsins var til staðar fyrir alla sem mögulega vildu. Nú er hins vegar aftur komin gósentíð fyrir menn með lífssýn Schopenhauers. Bókabúðir landsins eru fullar af nýjum ritum um hnignun Þýskalands og enn skelfilegri hluti í vændum. Titill nýlegrar bókar, "Er enn hægt að bjarga Þýskalandi", segir sína sögu um þessa nýju bókmenntagrein. Dagblöð og tímarit fóðra fólk líka sífellt á ferskum hryllingssögum úr atvinnulífi, stjórnmálum, velferðarkerfi og menningarheimi landsins. Þýskaland er auðvitað enn eitt af ríkustu löndum heimsins. Þjóðverjar seldu meira á erlendum mörkuðum í fyrra en Bandaríkjamenn og Japanar og landið er því orðið stærsta útflutningshagkerfi heimsins þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára. Markaðshlutdeild þýskra fyrirtækja í mörgum af ábatasamari greinum heimsviðskipta er öðrum öfundarefni. Þýska velferðarkerfið, þótt götótt sé, er líka enn eitt hið örlátasta í heimi. Hér í Berlín eru þrjú úr hópi betri óperuhúsa heimsins starfrækt í fárra mínútna fjarlægð hvert frá öðru; að minnsta kosti tíu sinfóníuhljómsveitir gleðja unnendur tónlistar í þessari einu borg, og flestum öðrum listgreinum er betur sinnt hér en víðast hvar annars staðar í heiminum. Í síðustu viku lofaði þýska ríkið mun hærri upphæðum til hjálparstarfs og endurreisnar í Asíu en Bandaríkin eða nokkur önnur ríki treystu sér til að gera. Þótt svartsýnin á framtíð Þýskalands minni þannig stundum meira á faraldur af almennri angist en yfirvegað mat á samtímanum, skortir svo sem ekki tilefni til ótta um að nú geti farið að halla undan fæti. Fimm milljónir Þjóðverjar eru án atvinnu og sú tala segir ekki alla söguna um atvinnuþátttöku í landinu, því flestir reyna að komast á eftirlaun áður en að sextugsafmælinu kemur. Kohl kanslari kvartaði undan því á sínum tíma að Þýskaland ætti elstu námsmenn og yngstu eftirlaunaþega í heimi og síðan þá hefur vinnandi mönnum fækkað. Tvennt gerir þetta vandamál enn alvarlegra. Annað er að innistæður eru ekki til í lífeyrissjóðum fyrir eftirlaunum þeirra milljóna manna sem hættir eru að vinna og því verður minnkandi hópur skattgreiðenda að greiða þeim mun meira. Hitt er að svo langt er um liðið síðan þjóðin hætti að fjölga sér að fleiri eru á leiðinni á eftirlaun en á leið inn á vinnumarkað. Hundruðum barnaskóla hefur verið lokað og sömuleiðis fæðingardeildum á sjúkrahúsum en hinum gömlu fjölgar sífellt. Um leið er launakostnaður svo hár að sífellt fleiri þýsk fyrirtæki reyna að flytja sem mest af starfsemi sinni úr landi. Stór hluti hinna tiltölulega fáu sem eru reiðubúnir til að vinna fær því ekki störf eða er í hættu með að missa vinnuna á næstu árum. Svipuð þróun blasir raunar við í mörgum löndum Evrópu og í Japan, sem vekur athygli á þeirri staðreynd að þjóðfélög nútímans hafa grundvallast á því að fólkinu fjölgi og sífellt fleiri fari út á vinnumarkaðinn. Breytt aldurssamsetning evrópskra þjóðfélaga mun án efa búa til mörg af erfiðustu viðfangsefnum stjórnmála í álfunni á næstu árum. Vandi Þýskalands á sér hins vegar fleiri rætur. Líkt og Japanir sitja Þjóðverjar uppi með hagkerfi sem virkaði einstaklega vel við aðstæður í heimsviðskiptum sem nú eru úr sögunni. Þýska kerfinu er sennilega enn erfiðara að breyta en mörgum öðrum því það grundvallast á skipulagi sem er of víðtækt, of nákvæmt og of stirt til að ráða við þær öru og djúpstæðu breytingar sem einkenna atvinnulíf heimsins þessi árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Það hefur stundum verið sagt um þýska heimspekinginn Schopenhauer að hann hafi búið til heimspeki úr almennri svartsýni á tilveruna. Einhver sagði mér að svo mikil svartsýni hafi stafað af manninum að jafnlyndasta fólk hafi átt það til að verða miður sín af kurteislegu samtali við hann um almælt tíðindi. Þýskaland er auðvitað staður sem hefur stundum á tiltölulega nýlegri tíð gefið mönnum nokkurt tilefni til dökkra hugleiðinga. Fyrir fáum árum virtist manni hins vegar sem staða mála í landinu væri orðin slík að flestir ættu að hneigjast til annars en bölsýni. Þjóðverjum tókst ekki aðeins að búa til stærsta og þróttmesta hagkerfi Evrópu eftir stríðið, heldur einnig eitt jafnasta og lýðræðislegasta samfélag álfunnar þar sem menntun og öryggi var fyrir alla og það besta úr hámenningu heimsins var til staðar fyrir alla sem mögulega vildu. Nú er hins vegar aftur komin gósentíð fyrir menn með lífssýn Schopenhauers. Bókabúðir landsins eru fullar af nýjum ritum um hnignun Þýskalands og enn skelfilegri hluti í vændum. Titill nýlegrar bókar, "Er enn hægt að bjarga Þýskalandi", segir sína sögu um þessa nýju bókmenntagrein. Dagblöð og tímarit fóðra fólk líka sífellt á ferskum hryllingssögum úr atvinnulífi, stjórnmálum, velferðarkerfi og menningarheimi landsins. Þýskaland er auðvitað enn eitt af ríkustu löndum heimsins. Þjóðverjar seldu meira á erlendum mörkuðum í fyrra en Bandaríkjamenn og Japanar og landið er því orðið stærsta útflutningshagkerfi heimsins þrátt fyrir erfiðleika síðustu ára. Markaðshlutdeild þýskra fyrirtækja í mörgum af ábatasamari greinum heimsviðskipta er öðrum öfundarefni. Þýska velferðarkerfið, þótt götótt sé, er líka enn eitt hið örlátasta í heimi. Hér í Berlín eru þrjú úr hópi betri óperuhúsa heimsins starfrækt í fárra mínútna fjarlægð hvert frá öðru; að minnsta kosti tíu sinfóníuhljómsveitir gleðja unnendur tónlistar í þessari einu borg, og flestum öðrum listgreinum er betur sinnt hér en víðast hvar annars staðar í heiminum. Í síðustu viku lofaði þýska ríkið mun hærri upphæðum til hjálparstarfs og endurreisnar í Asíu en Bandaríkin eða nokkur önnur ríki treystu sér til að gera. Þótt svartsýnin á framtíð Þýskalands minni þannig stundum meira á faraldur af almennri angist en yfirvegað mat á samtímanum, skortir svo sem ekki tilefni til ótta um að nú geti farið að halla undan fæti. Fimm milljónir Þjóðverjar eru án atvinnu og sú tala segir ekki alla söguna um atvinnuþátttöku í landinu, því flestir reyna að komast á eftirlaun áður en að sextugsafmælinu kemur. Kohl kanslari kvartaði undan því á sínum tíma að Þýskaland ætti elstu námsmenn og yngstu eftirlaunaþega í heimi og síðan þá hefur vinnandi mönnum fækkað. Tvennt gerir þetta vandamál enn alvarlegra. Annað er að innistæður eru ekki til í lífeyrissjóðum fyrir eftirlaunum þeirra milljóna manna sem hættir eru að vinna og því verður minnkandi hópur skattgreiðenda að greiða þeim mun meira. Hitt er að svo langt er um liðið síðan þjóðin hætti að fjölga sér að fleiri eru á leiðinni á eftirlaun en á leið inn á vinnumarkað. Hundruðum barnaskóla hefur verið lokað og sömuleiðis fæðingardeildum á sjúkrahúsum en hinum gömlu fjölgar sífellt. Um leið er launakostnaður svo hár að sífellt fleiri þýsk fyrirtæki reyna að flytja sem mest af starfsemi sinni úr landi. Stór hluti hinna tiltölulega fáu sem eru reiðubúnir til að vinna fær því ekki störf eða er í hættu með að missa vinnuna á næstu árum. Svipuð þróun blasir raunar við í mörgum löndum Evrópu og í Japan, sem vekur athygli á þeirri staðreynd að þjóðfélög nútímans hafa grundvallast á því að fólkinu fjölgi og sífellt fleiri fari út á vinnumarkaðinn. Breytt aldurssamsetning evrópskra þjóðfélaga mun án efa búa til mörg af erfiðustu viðfangsefnum stjórnmála í álfunni á næstu árum. Vandi Þýskalands á sér hins vegar fleiri rætur. Líkt og Japanir sitja Þjóðverjar uppi með hagkerfi sem virkaði einstaklega vel við aðstæður í heimsviðskiptum sem nú eru úr sögunni. Þýska kerfinu er sennilega enn erfiðara að breyta en mörgum öðrum því það grundvallast á skipulagi sem er of víðtækt, of nákvæmt og of stirt til að ráða við þær öru og djúpstæðu breytingar sem einkenna atvinnulíf heimsins þessi árin.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun