Írak - eða var það Vietnam? 13. janúar 2005 00:01 Menn eru mikið að velta fyrir sér lista hinna viljugu eða staðföstu, hversu raunverulegur hann er og hvaða þýðingu hann hafi. Pétur Gunnarsson, ritstjóri tímans.is, sagði í þætti hjá mér um helgina að það hefði verið uppátæki hjá Karli Rove, áróðursmeistara Bush, að setja þennan lista saman. Hann hefði enga þýðingu í sjálfu sér. Á heimasíðu Hvíta hússins má raunar finna listann undir yfirskriftinni Operation Iraqi Freedom, þið sjáið þetta með því að smella hérna á Coalition Members. Færslan á heimasíðunni er síðan í mars 2003. Svo er hér linkur inn á annan stað á heimasíðu Hvíta hússins sem kann að þykja forvitnilegur í þessu sambandi, en þarna er vitnað í ummæli ýmissa þjóðarleiðtoga, meðal annars orð Davíðs Oddssonar frá 18. mars 2003. --- --- --- Varðandi Gallupkönnunina sem hefur verið nokkuð umdeild, þá hefði kannski mátt sleppa því að nefna listann heldur spyrja einfaldlega: Ertu með eða á móti stuðningi Íslands við hernaðinn í Írak? Það bendir fátt til þess að niðurstaðan hefði verið svo ólík. Davíð Oddsson fór mikinn, taldi að það hefði eins mátt spyrja hvort fólk væri á móti því að setja Saddam Hussein af - líka hefði verið hægt að spyrja hvort það styddi uppbyggingu í Írak eða ekki? Í sama viðtali mátti heyra að Davíð var næstum búinn að mismæla sig og segja Víet...nam í staðinn fyrir Írak. Það hlýtur að teljast dálítíð freudískt. Þegar leið á voru næstum allir á móti Víetnamstríðinu - það blasti við í öllum skoðanakönnunum. En kannski hefði verið hægt að gera öðruvísi skoðanakannanir og spyrja til dæmis: Viltu stöðva framrás kommúnismans? Eða: Ertu á móti uppbyggingu í Víetnam? Niðurstöðurnar hefðu sjálfsagt verið öðruvísi. --- --- --- Davíð tröllreið öllum fjölmiðlum um helgina. Hann kom fimm sinnum fram í hverjum fréttatíma. Það var svosem ekki mikið annað að gerast en þessi fundur með honum í Valhöll. Nú er hann kominn í frí til Flórída. Vinur minn sem trúir á samsæriskenningar segir að Davíð ætli að nota tímann til að læra ensku - svo verði hann sendiherra í Washington. Hann les þetta út úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins frá því á sunnudag en þar var talað um nauðsyn þess að hafa öfluga sendisveit í bandarísku höfuðborginni. Merkilegasta yfirlýsing Davíðs var þó líklega um Evrópusambandið. Hann útilokaði ekki lengur inngöngu okkar í ESB enda væri sambandið óðum að breytast. Tyrkland gæti verið á leið þangað inn og Úkraína. Þá værum við að horfa á allt öðruvísi Evrópusamband. Þetta er sami maðurinn og sagði fyrir nokkrum árum að fyrr myndi hann verða galinn en að Ísland færi í ESB. Löngu áður var hann raunar í framtíðarnefnd hjá Sjálfstæðisflokknum sem tók nokkuð líklega í Evrópusambandsaðild. --- --- --- Harry prins verður uppvís að því að klæðast nasistabúningi. Þetta minnir mig á viðtal sem ég sá eitt sinn við breskan ráðherra sem sagði um drottningarfjölskylduna að hún hefði alltaf verið "samsafn af aulabárðum sem oft hafa valið sér hálf undarlegt fólk til fylgilags og sé eins og utangátta í nútíma samfélagi". Þetta eru orð að sönnu. Það er alveg óskiljanlegt að þetta lið hafi ekki verið sett af. Tek fram að ég hef verið að lesa bækur um frönsku byltinguna og er innblásinn af anda hennar þessa stundina. --- --- --- Um helgina verður sýndur sjónvarpsþáttur sem nefnist How do you like Iceland? Eftir konu sem samkvæmt fréttum er prinsessa Íslands. Fyrir - ó það eru 15 ár - gerði ég þátt með nákvæmlega þessu sama nafni. Var hluti af þáttaröð sem við Guðbergur Davíðsson settum saman um þjóðarkarakter Íslendinga. Hann var sýndur í Ríkissjónvarpinu. Sjónvarpið tók þáttinn síðan traustataki og lét sýna hann á norrænu sjónvarpsstöðvunum - sem hluta af einhvers konar skiptidíl. Ég vissi ekkert af því heldur frétti þetta bara frá fólki sem sagðist hafa séð mig í danska, norska og sænska sjónvarpinu. Ég fékk heldur aldrei krónu fyrir þótt þátturinn væri framleiddur sjálfstætt úti í bæ. Við áræddum ekki almennilega að kvarta, enda vorum við þá með annað verkefni inni í sjónvarpi sem við vorum hræddir um að yrði tekið af okkur. Dæmigert fyrir það hark sem kvikmyndagerð er í þessu landi. --- --- --- Sjónvarpið sýndi í gær bókmenntaþátt sem nefnist Regnhlífarnar í New York. Óneitanlega pínu tilgerðarlegur titill. Sigurður Valgeirsson, annar umsjónamanna þáttarins, sagði í viðtali að þetta væri fyrsti þáttur sinnar tegundar á Íslandi. Það er nú ekki rétt. Sjón og Vilborg Halldórsdóttir sáu um bókmenntaþáttinn Tvípunkt um tveggja ára skeið á Skjá einum - meðan sú stöð lagði enn metnað í íslenska dagskrárgerð. Maður sér til með þátt þeirra Sigurðar og Þorsteins J. Horfir ábyggilega aftur næst. Þarna voru nefndir voða margir titlar, en þó var eins og þeir kæmu sér ekki almennilega að efninu. Líkt og þetta væri keppni í að vera sem kjölfróðastur. Frægasti bókaþáttur sem hefur verið í sjónvarpi er Apostrophes undir stjórn Bernard Pivot. Var í loftinu á Antenne 2 í Frakklandi frá 1975 til 1990. Björn Bjarnason nefndi Pivot einmitt sem uppáhaldssjónvarpsmann sinn í pistli um daginn. Þar var tekinn langur tími í að ræða hverja bók og höfund. Ég sá Pivot á götu í París fyrir tveimur árum, virtist hann nokkuð vel á sig kominn, í flauelsbuxum með klút um hálsinn. Síðast þegar ég vissi var hann að stjórna stafsetningarkeppni í sjónvarpi. Svoleiðis keppnir er hægt að halda í Frakklandi þar sem málið er skrifað allt öðruvísi en það er talað. Á íslensku er hins vegar ekki mikill vandi að ná fullkomnun í stafsetningu og því væri erfitt að knýja fram úrslit í svona keppni. Gæti þó verið skemmtilegt. Eða kannski hundleiðinlegt.. --- --- --- Fyrir hver jól verður maður óður yfir því að jólaseríurnar skuli ekki hafa verið teknar almennilega saman. Segir við sjálfan sig að næst skuli maður vanda sig við þetta - helst vefja þær upp á kefli. Svo tekur maður jólaskrautið niður, dálítið dapur í huga, treður því bara einhvern veginn í poka. Hugsar að það sé svo langt til næstu jóla. Og svo verður maður aftur brjálaður yfir flæktum jólaseríum í desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Menn eru mikið að velta fyrir sér lista hinna viljugu eða staðföstu, hversu raunverulegur hann er og hvaða þýðingu hann hafi. Pétur Gunnarsson, ritstjóri tímans.is, sagði í þætti hjá mér um helgina að það hefði verið uppátæki hjá Karli Rove, áróðursmeistara Bush, að setja þennan lista saman. Hann hefði enga þýðingu í sjálfu sér. Á heimasíðu Hvíta hússins má raunar finna listann undir yfirskriftinni Operation Iraqi Freedom, þið sjáið þetta með því að smella hérna á Coalition Members. Færslan á heimasíðunni er síðan í mars 2003. Svo er hér linkur inn á annan stað á heimasíðu Hvíta hússins sem kann að þykja forvitnilegur í þessu sambandi, en þarna er vitnað í ummæli ýmissa þjóðarleiðtoga, meðal annars orð Davíðs Oddssonar frá 18. mars 2003. --- --- --- Varðandi Gallupkönnunina sem hefur verið nokkuð umdeild, þá hefði kannski mátt sleppa því að nefna listann heldur spyrja einfaldlega: Ertu með eða á móti stuðningi Íslands við hernaðinn í Írak? Það bendir fátt til þess að niðurstaðan hefði verið svo ólík. Davíð Oddsson fór mikinn, taldi að það hefði eins mátt spyrja hvort fólk væri á móti því að setja Saddam Hussein af - líka hefði verið hægt að spyrja hvort það styddi uppbyggingu í Írak eða ekki? Í sama viðtali mátti heyra að Davíð var næstum búinn að mismæla sig og segja Víet...nam í staðinn fyrir Írak. Það hlýtur að teljast dálítíð freudískt. Þegar leið á voru næstum allir á móti Víetnamstríðinu - það blasti við í öllum skoðanakönnunum. En kannski hefði verið hægt að gera öðruvísi skoðanakannanir og spyrja til dæmis: Viltu stöðva framrás kommúnismans? Eða: Ertu á móti uppbyggingu í Víetnam? Niðurstöðurnar hefðu sjálfsagt verið öðruvísi. --- --- --- Davíð tröllreið öllum fjölmiðlum um helgina. Hann kom fimm sinnum fram í hverjum fréttatíma. Það var svosem ekki mikið annað að gerast en þessi fundur með honum í Valhöll. Nú er hann kominn í frí til Flórída. Vinur minn sem trúir á samsæriskenningar segir að Davíð ætli að nota tímann til að læra ensku - svo verði hann sendiherra í Washington. Hann les þetta út úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins frá því á sunnudag en þar var talað um nauðsyn þess að hafa öfluga sendisveit í bandarísku höfuðborginni. Merkilegasta yfirlýsing Davíðs var þó líklega um Evrópusambandið. Hann útilokaði ekki lengur inngöngu okkar í ESB enda væri sambandið óðum að breytast. Tyrkland gæti verið á leið þangað inn og Úkraína. Þá værum við að horfa á allt öðruvísi Evrópusamband. Þetta er sami maðurinn og sagði fyrir nokkrum árum að fyrr myndi hann verða galinn en að Ísland færi í ESB. Löngu áður var hann raunar í framtíðarnefnd hjá Sjálfstæðisflokknum sem tók nokkuð líklega í Evrópusambandsaðild. --- --- --- Harry prins verður uppvís að því að klæðast nasistabúningi. Þetta minnir mig á viðtal sem ég sá eitt sinn við breskan ráðherra sem sagði um drottningarfjölskylduna að hún hefði alltaf verið "samsafn af aulabárðum sem oft hafa valið sér hálf undarlegt fólk til fylgilags og sé eins og utangátta í nútíma samfélagi". Þetta eru orð að sönnu. Það er alveg óskiljanlegt að þetta lið hafi ekki verið sett af. Tek fram að ég hef verið að lesa bækur um frönsku byltinguna og er innblásinn af anda hennar þessa stundina. --- --- --- Um helgina verður sýndur sjónvarpsþáttur sem nefnist How do you like Iceland? Eftir konu sem samkvæmt fréttum er prinsessa Íslands. Fyrir - ó það eru 15 ár - gerði ég þátt með nákvæmlega þessu sama nafni. Var hluti af þáttaröð sem við Guðbergur Davíðsson settum saman um þjóðarkarakter Íslendinga. Hann var sýndur í Ríkissjónvarpinu. Sjónvarpið tók þáttinn síðan traustataki og lét sýna hann á norrænu sjónvarpsstöðvunum - sem hluta af einhvers konar skiptidíl. Ég vissi ekkert af því heldur frétti þetta bara frá fólki sem sagðist hafa séð mig í danska, norska og sænska sjónvarpinu. Ég fékk heldur aldrei krónu fyrir þótt þátturinn væri framleiddur sjálfstætt úti í bæ. Við áræddum ekki almennilega að kvarta, enda vorum við þá með annað verkefni inni í sjónvarpi sem við vorum hræddir um að yrði tekið af okkur. Dæmigert fyrir það hark sem kvikmyndagerð er í þessu landi. --- --- --- Sjónvarpið sýndi í gær bókmenntaþátt sem nefnist Regnhlífarnar í New York. Óneitanlega pínu tilgerðarlegur titill. Sigurður Valgeirsson, annar umsjónamanna þáttarins, sagði í viðtali að þetta væri fyrsti þáttur sinnar tegundar á Íslandi. Það er nú ekki rétt. Sjón og Vilborg Halldórsdóttir sáu um bókmenntaþáttinn Tvípunkt um tveggja ára skeið á Skjá einum - meðan sú stöð lagði enn metnað í íslenska dagskrárgerð. Maður sér til með þátt þeirra Sigurðar og Þorsteins J. Horfir ábyggilega aftur næst. Þarna voru nefndir voða margir titlar, en þó var eins og þeir kæmu sér ekki almennilega að efninu. Líkt og þetta væri keppni í að vera sem kjölfróðastur. Frægasti bókaþáttur sem hefur verið í sjónvarpi er Apostrophes undir stjórn Bernard Pivot. Var í loftinu á Antenne 2 í Frakklandi frá 1975 til 1990. Björn Bjarnason nefndi Pivot einmitt sem uppáhaldssjónvarpsmann sinn í pistli um daginn. Þar var tekinn langur tími í að ræða hverja bók og höfund. Ég sá Pivot á götu í París fyrir tveimur árum, virtist hann nokkuð vel á sig kominn, í flauelsbuxum með klút um hálsinn. Síðast þegar ég vissi var hann að stjórna stafsetningarkeppni í sjónvarpi. Svoleiðis keppnir er hægt að halda í Frakklandi þar sem málið er skrifað allt öðruvísi en það er talað. Á íslensku er hins vegar ekki mikill vandi að ná fullkomnun í stafsetningu og því væri erfitt að knýja fram úrslit í svona keppni. Gæti þó verið skemmtilegt. Eða kannski hundleiðinlegt.. --- --- --- Fyrir hver jól verður maður óður yfir því að jólaseríurnar skuli ekki hafa verið teknar almennilega saman. Segir við sjálfan sig að næst skuli maður vanda sig við þetta - helst vefja þær upp á kefli. Svo tekur maður jólaskrautið niður, dálítið dapur í huga, treður því bara einhvern veginn í poka. Hugsar að það sé svo langt til næstu jóla. Og svo verður maður aftur brjálaður yfir flæktum jólaseríum í desember.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun