Garcia fær að skýra mál sitt 13. janúar 2005 00:01 "Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Í viðtali við Jalienski Garcia í þættinum Olíssporti í fyrrakvöld vísaði hann því alfarið á bug að hann hafi flúið til Púertó Ríkó í því skyni að losna við skyldur sínar gagnvart handknattleikslandsliðinu en framundan er heimsmeistarakeppnin í handbolta. Jalienski var hluti af þeim hóp sem þangað átti að fara en eftir að hafa horfið sjónum til Kúbu án þess að láta kóng né Viggó Sigurðsson vita situr hann eftir með sárt ennið og vildi meina að um misskilning hefði verið að ræða. Sagði hann Viggó Sigurðsson ljúga þegar hann talaði um að hann hefði farið til síns heima með það að markmiði að sleppa þáttöku með landsliðinu á HM í Túnis. Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og formaður landsliðsnefndarinnar í handknattleik, vill meina að öll sú umræða sem skapast hafi um García undanfarna daga hafi verið of tilfinningarík og vill ekki draga dóm um mál hans fyrr en það verði skoðað ofan í kjölinn að loknu mótinu í Túnis. "Þetta verður skoðað eftir mótið en á þessari stundu vil ég ekki draga of sterkar ályktanir af þessari fjarveru hans. Nú er staðan hins vegar sú að það er nóg að gera fyrir heimsmeistaramótið og ekki gefst tími til að fara yfir málin fyrr en síðar. Ég vil meina að García hafi staðið sig vel fyrir Íslands hönd í fortíðinni og hann fær tækifæri til að skýra mál sitt þegar þar að kemur." Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira
"Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafréttamaðurinn hafi lagt honum orð í munn," segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Í viðtali við Jalienski Garcia í þættinum Olíssporti í fyrrakvöld vísaði hann því alfarið á bug að hann hafi flúið til Púertó Ríkó í því skyni að losna við skyldur sínar gagnvart handknattleikslandsliðinu en framundan er heimsmeistarakeppnin í handbolta. Jalienski var hluti af þeim hóp sem þangað átti að fara en eftir að hafa horfið sjónum til Kúbu án þess að láta kóng né Viggó Sigurðsson vita situr hann eftir með sárt ennið og vildi meina að um misskilning hefði verið að ræða. Sagði hann Viggó Sigurðsson ljúga þegar hann talaði um að hann hefði farið til síns heima með það að markmiði að sleppa þáttöku með landsliðinu á HM í Túnis. Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og formaður landsliðsnefndarinnar í handknattleik, vill meina að öll sú umræða sem skapast hafi um García undanfarna daga hafi verið of tilfinningarík og vill ekki draga dóm um mál hans fyrr en það verði skoðað ofan í kjölinn að loknu mótinu í Túnis. "Þetta verður skoðað eftir mótið en á þessari stundu vil ég ekki draga of sterkar ályktanir af þessari fjarveru hans. Nú er staðan hins vegar sú að það er nóg að gera fyrir heimsmeistaramótið og ekki gefst tími til að fara yfir málin fyrr en síðar. Ég vil meina að García hafi staðið sig vel fyrir Íslands hönd í fortíðinni og hann fær tækifæri til að skýra mál sitt þegar þar að kemur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Sjá meira