Egyptar í valnum gegn Íslandi 16. janúar 2005 00:01 Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1. Íslenski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira
Leikirnir eru þeir síðustu sem landsliðið spilar áður en haldið er til Túnis en þar hefst Heimsmeistaramótið um næstu helgi. Viggó var talsvert ánægðari með frammistöðu strákanna gegn Egyptum en í fyrradag gegn Spánverjum. Þá héldu þeir í við andstæðinga sína fram á síðustu mínútur þegar stíflan brast og Spánverjar skoruðu tíu mörk í röð án þess að íslenska liðið fengi rönd við reist. "Það má segja að sigurinn hafi síst verið of stór en ég er engu að síður ánægður. Strákarnir gerðu það sem lagt var upp með í upphafi og þeir uppskáru eftir því. Liðið gerði engin slæm mistök eins og raunin varð gegn Spánverjum en á það ber að líta að Egyptar eru þrepi neðar í klassa en Spánverjar og Frakkar." Róbert Gunnarsson var markahæstur íslensku leikmannanna í þessum leik eins og reyndar hinum tveimur líka. Verður gaman að fylgjast með honum á HM enda virðist hann blómstra á hárréttum tíma fyrir liðið en gegn Egyptunum náðu Íslendingarnir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum og sagði Viggó það góðs vita. "Nú æfum við í nokkra daga í viðbót í Madríd og höldum svo til Túnis og ég tel hópinn vera fullkomlega til í þann slag sem þar verður. Hvað varðar mínar eigin væntingar þá stefni ég ótrauður eins langt og mögulegt er í Túnis og þessi mannskapur er á sömu línu." Mörk Íslands: Róbert Gunnarsson 8, Alexander Petersson 6, Guðjón Valur 5, Ólafur Stefánsson 5, Vilhjálmur Ingi 3, Dagur Sigurðsson 2, Markús Máni 1 og Logi Geirsson 1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Sjá meira